Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 3

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 3
3VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 “Verktakar sækja hart að hverfinu okkar nú um stundir,” segir Gísli Þór Sigurþórsson, formaður Íbúasamtaka Vestur- bæjar. Hann telur það arðsamt að byggja og selja húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mun fleiri fjölskyldur en pláss er fyrir vilji búa í þessu friðsæla þorpi sem afmarkast af Hringbraut, Kvos- inni, Suðurgötu og Reykjavík- urhöfn. Þetta verði til þess að verktakar kaupa upp gömul lítil hús, rífa þau og leita uppi hæstu byggingar í nágrenninu. Beita svo jafnræðisreglunni til að kre- fjast þess að fá að byggja jafn há hús og þau hæstu. Gott dæmi sé Holtsgötureiturinn sem fór í nýtt deiliskipulag sem lyktaði á þann veg að það fékkst leyfi til að byg- gja jafnhátt og hæstu aðliggjandi hús á horni Holtsgötu og Bræðra- borgarstígs. “Ég vil nefna svolítið öfgafullt dæmi um hve jafnræðisreglan get- ur verið vandmeðfarin. Getur til dæmis eigandi lóðar við hlið Hall- grímskirkju krafist þess að fá að byggja íbúðarturn jafnháan Hall- grímskirkju? Hvar liggja mörkin? Hefur Guð sérstöðu í þessu máli? Er núna búið að gefa veiðileyfi á lágreista byggð í Túnunum? Munu rísa þar turnar á hverri lóð? Hvað með Hverfisgötu? Mun rísa nýr Skuggahryllingur við Hverfisgöt- una? Það er nefnilega svo að skuggar af byggingum geta verið góðir þar sem hitar verða miklir. Þess vegna hafa til dæmis litlu miðaldaþorpin í Andalúsíu að geyma tveggja til þriggja hæða hús meðfram þröng- um götum. Þá myndast góður skuggi og líka dragsúgur, þeirra tíma loftkæling. Í Vesturbænum er hvorki gott að mynda of mikla skugga né dragsúg, nóg er nú um norðan næðinginn sem streymir út Hvalfjörðinn og skellur á Vest- urbænum. Það verður að setja einhver takmörk á virkni jafnræð- isreglunnar áður en ástandið verð- ur verra en orðið er,” segir Gísli Þór Sigurþórsson, formaður Íbúa- samtaka Vesturbæjar. Opin svæði í Vesturbænum “Við í Vesturbænum þökkum börnum okkar fyrir hve snögg þau voru að mótmæla nýju deiliskipu- lagi á Landakotsreit, þar sem nú er sparkvöllur, en þar átti að leyfa jafn stóra og háa byggingu og Stýri- mannaskólann. Nógu slæmt er að búið sé að trampa nýju deiliskipu- lagi í gegn, fyrir Slippasvæðið, sem gerir ráð fyrir að róluvöllur- inn á Vesturgötunni fari undir mal- bik. Þessi svæði eru einu opnu leiksvæðin austan Vesturbæjar- skóla og norðan Túngötu. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um opin svæði í hverfinu. Við eig- um að krefjast þess að hætt verði við að framlengja Bræðraborgar- stíg og að Vesturgöturóló verði byggður upp sem útivistarsvæði fyrir börnin í Vesturbæ Reykjavík- ur. Fyrrnefndur sparkvöllur við hlið Stýrimannaskólans er jafn verðmætur því að þar eru börn að leik seinni part dags allt árið um kring. Stýrimannaskólinn er friðað hús í eigu ríkisins, líkt og lóð sparkvallarins. Það er mjög mikilvægt að Reykjavíkurborg leysi húseignina og aðliggjandi lóð til sín. Mín tillaga er að í fram- tíðinni verði Stýrimannaskólinn félagsmiðstöð hverfisins. Félags- miðstöð sem þjóni öllum aldurs- hópum.” Íbúaþing og aðalfundur Íbúasamtaka Vesturbæjar “Í vetur hefur stjórnin haft í nógu að snúast. Hún andæfði skipulagi Slippasvæðisins og hald- inn var fundur sem tengdist húsa- friðun og flutningi á húsum. Fund- urinn tengdist vitanlega Gröndals- húsinu og umræðunni um hvort það fengi að vera eða yrði flutt á brott. Vonandi fær húsið að vera áfram í Vesturbænum. Síðan tóku íbúasamtökin þátt í undirbúningi að Íbúaþingi sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur 31. mars sl. Umræðuefni þings- ins var íbúalýðræði og borgar- skipulag. Meðal framsögumanna var Audun Engh. Audun hefur starfað lengi með frjálsum félaga- samtökum í Noregi og Vestur-Evr- ópu, meðal annars samtökunum “Council for european urbanism”. Audun sýndi okkur ótal dæmi um hvernig megi skipuleggja ný hverfi í fullu samræmi og sátt við þá byggð sem fyrir er. Hann gerði okkur grein fyrir að um alla Evrópu eru svæði í nágrenni við hafnir að breyta um hlutverk eins og Slippasvæðið við Reykjavíkur- höfn. Audun sagði að við Reykvíking- ar yrðum að nýta þetta tækifæri sem okkur gefst núna til að byg- gja upp fagurt hverfi við Reykja- víkurhöfn sem væri í samræmi við gamla Vesturbæinn en kæfði ekki eitt elsta og fallegasta hverfi Reykjavíkur,” segir Gísli Þór Sigur- þórsson. Starfsári íbúasamtakanna lýkur með aðalfundi þann 3. maí nk. Fundurinn verður í húsnæði Sögu- félagsins í Fichersundi kl. 20:00. Stýrimannaskólinn og sparkvöllurinn. Verður þar í framtíðinni félags- miðstöð hverfisins? Mikilvægt að standa vörð um opin svæði í Vesturbænum Kona á besta aldri óskast til starfa í fatahreinsunina Hraða Okkur vantar konu til framtíðarstarfa hjá fyrirtækinu. Við erum að leita að konu sem hefur góða tilfinningu fyrir gæðafatnaði og meðhöndlum hans. Við leitum að konu sem hefur gaman af mannlegum samskiptum og er tilbúin að taka á sig ábyrgðastarf í ört vaxandi, traustu og grónu fyrirtæki. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við John 863-0070 eða Þorgeir 899-0020.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.