Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2007 Sjálfstæðismenn studdu ekki byggingarform á lóð Blómsturvalla Haraldur Ólafsson, veður - fræðingur, segir að fyrir borgar- stjórnarkosningarnar vorið 2006 hafi Sjálfstæðisflokkurinn lofað að láta Blómsturvelli á mótum Bræðraborgarstígs og Sólvalla- götu standa. Haraldur býr á Hávallagötunni. Hann segir að nú standi til að reyna að byggja á “róló” í staðinn og hugsanlega gefa út “veiðileyfi” á Blómstur- velli. Þá væri búið að rjúfa sam- fellda línu með gömlum húsum frá Sólvallagötu að Öldugötu. Það væri eins og að taka tennur úr tanngarði, garðurinn verði ljótari og ljótari og á endanum fái eigandinn sér falskar tennur. Haraldur segir að íbúarnir séu orðnir dauðþreyttir á þessari sífelldu ásælni skipulagsyfirvalda í sérhvern blett í hverfinu. “Það ríkir enginn skilningur á því að ónauðsynlegt er að þétta byggð þar sem hún er allra þéttust á landinu. Meðal íbúa hefur kom- ið upp sú hugmynd að óska eftir því að borgin kaupi Blómsturvelli, selji svo húsið með lítilli lóð og stækki almenninginn sem nú er kallaður “Blái róló”. Til er sjóð- ur sem kostar bílastæði og menn hafa greitt í til að fá undanþágu frá bílastæðakvöð. Hann gæti fjár- magnað kaup á stæðunum við Hávallagötu,” segir Haraldur Ólafs- son. Fyrir kosningarnar vorið 2006 sendu íbúarnir spurningar til fram- boðslistanna þar sem spurt var: 1) Telur þú rétt að Reykjavík- urborg stuðli að flutningi eða nið- urrifi hússins Blómsturvalla og fellingu trjáa á lóðinni? 2) Er þér ljóst að byggð í Vestur- bænum er nú þegar mjög þétt og að enn frekari þétting muni rýra lífsgæði íbúa hverfisins um ófyrir- séða framtíð? 3) Munt þú styðja að nýbygging rísi á fyrrnefndri lóð? Ef svo er, hversu hátt telurðu að slíkt hús mætti vera í metrum og hversu stórt að flatarmáli? Nú þegar er viðvarandi skortur á bílastæðum í hverfinu. Á fyrrnefndri lóð eru bílastæði sem m.a. hafa verið nýtt af íbúum í fjölbýlishúsum sem reist hafa verið á síðastliðnum ára- tugum án þess að gert hafi verið ráð fyrir bílastæðum við þau hús. Bílastæðin munu auk þess án efa verða nýtt af íbúum fjölbýlishúsa sem nú eru í byggingu við Bræðra- borgarstíg og Holtsgötu. Telur þú rétt að Reykjavíkurborg tryggi að bílastæðin sem nú eru á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu verði áfram til ráðstöfunar fyrir íbúa hverfisins? Ef ekki, hvernig telur þú að Reykjavíkurborg eigi að bregðast við auknum skorti á bílastæðum í hverfinu? Áfram bílastæði á lóð Blómsturvalla Svör Sjálfstæðismanna, sem nú stýra borginni ásamt Framsóknar- mönnum, voru m.a. eftirfarandi: • Nei, Reykjavíkurborg á ekki að stuðla að flutningi og niður- rifi Blómsturvalla og leyfa þar byggingu fjölbýlishúss eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Ef erindi kemur frá lóðarhafa um fellingu trjáa á lóðinni verður hins vegar að afgreiða það með sam- bærilegum hætti og önnur slík erindi, sem berast úr hverfinu og við afgreiðslu slíkra erinda verður að sjálfsögðu að byggja á jafnræð- isreglu og meðalhófsreglu stjórn- sýslulaga. Á undanförnum árum hefur reynslan verið sú að garð- yrkjustjóri hefur, að undangeng- inni ráðgjöf, samþykkt öll erindi um trjáfellingu í Vesturbænum, með örfáum undantekningum. • Já, við gerum okkur grein fyr- ir því að byggð í Vesturbænum er mjög þétt og teljum að engin þörf sé fyrir nýbyggingar í þess- um hluta hverfisins og allra síst fjölbýlishús. Við sýndum þessa stefnu okkar í verki þegar við tók- um ákvörðun um að styðja ekki þá tillögu fulltrúa Samfylkingarinn- ar, Vinstri grænna og Framsókn- arflokks um að heimila byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Bræðra- borgarstíg og Holtsgötu með sam- tals 13 íbúðum. Þessa ákvörðun tókum við eftir samráð með íbú- um hverfisins sem flestir mót- mæltu umræddum byggingum á tveimur íbúafundum. Fulltrúar skipulagsráðs með Dag B. Eggerts- son, formann skipulagsráðs og borgarstjóraefni Samfylkingarinn- ar, í broddi fylkingar tóku þátt í samráðinu en ákváðu hins vegar að því loknu að ganga gegn vilja íbúa og heimila umræddar bygg- ingar. • Nei, við styðjum ekki nýbygg- ingu á fyrrnefndri lóð. Við viljum miklu fremur vinna að því að Reykjavíkurborg eignist lóðina í því skyni að tryggja að á hluta hennar verði áfram bílastæði fyr- ir íbúa hverfisins. Einnig mætti skoða hvort hægt væri að taka aðra hluta þessar stóru lóðar und- ir sameiginlegar þarfir íbúa hverf- isins, t.d. væri með niðurrifi girð- ingar hægt að stækka leiksvæð- ið á horni Bræðraborgarstígs og Túngötu. Ef slík stækkun næðist, væri tilvalið að þróa svæðið betur til sameiginlegra nota og gera það skemmtilegra í samráði við íbúa hverfisins. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdum ekki byggingu fjölbýlishúsanna við Bræðraborgarstíg og Holtsgötu, m.a. vegna mikils bílastæðaskorts í hverfinu. Umrædd 7-8 bílastæði á lóð Blómsturvalla hafa hingað til bjargað miklu í bílastæðamál- um hverfisins. Þó er ljóst að bíla- stæðavandi í hverfinu mun aukast til muna næsta haust þegar íbúar taka að flytja inn í fjölbýlishúsin. Með hverri íbúð fylgir eitt stæði í bílastæðakjallara hússins en ljóst er að þau hrökkva skammt þar sem margar fjölskyldur í húsinu eiga fleiri en einn bíl. Ljóst er að miklu skiptir að Reykjavíkurborg tryggi að umrædd bílastæði á lóð Blómsturvalla verði áfram til ráð- stöfunar fyrir íbúa hverfisins og munum við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins beita okkur fyrir því hér eftir sem hingað til.” Blómsturvellir við Bræðraborgarstíg, “Blái róló” í forgrunni Við erum að flytja !!! Sími: 561-4110 Nesdekk flytur í apríl á Fiskislóð 30 Viðskiptavinir ATH. Vegna flutninga viljum við vinsamlegast biðja viðskiptavini okkar að sækja geymsludekk sem geymd eru hjá okkur sem fyrst á Suðurströndina.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.