Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 7
Sundlaug Vesturbæjar var opn- uð árið 1961og var annað sund- laugarmannvirkið í borginni á eftir Sundhöllinni við Baróns- stíg. Auk þess höfðu höfuðborg- arbúar um áraraðir synt í gömlu laugunum í Laugardal sem viku fyrir Laugardalslauginni. Síðan þá hafa nokkrar sundlaugar ver- ið byggðar auk þess sem aðstaða á sundstöðum hefur batnað og fjölbreytni aukist, með fleiri heit- um pottum, eimböðum, renni- brautum, og innilaugum svo eitthvað sé nefnt. Árið 1999 var byggt við laugina og bætt við heitum pottum og eimbaði. Nú stendur til að byggja við laugina og hefjast þær framkvæmdir á þessu ári. Markmiðið er að stækka sund- laugarsvæðið, auka gæði, fjöl- breytni og þjónustu og fá þannig stærri notendahóp að lauginni og mannvirkjum henni tengt. Það er gert með því að bæta við inni- sundlaug, bæta við heilsuræktar- stöð og stærri útiaðstöðu. Þá er ætlunin að nýta betur núverandi lóð umhverfis laugina, bæði fyrir sundlaugagesti og íbúa hverfisins með því að gera svæðið aðgengi- legra og tengja betur sundlaugar- svæðið við útivistarsvæðið, og jafnframt bæta ásýnd svæðisins. Bæta á aðgengi að svæðinu, gang- andi með markvissari stígateng- inum og einnig stækka bifreiða- stæði í hlutfalli við aukið bygging- armagn. Svæðið afmarkast af aðliggjandi einbýlishúsum við Einimel, til suð- urs og vesturs. Það afmarkast af fjölbýlishúsum við Hagamel til norðurs og af Hofsvallargötu til austurs. Stærð reitsins er 17.963 m2. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að bætt sé við mannvirkjum á staðnum, gert er ráð fyrir inni- sundlaug 12,5 x 25 metrar, heilsu- ræktarstöð á tveimur hæðum ásamt tilheyrandi tengibygging- um. Inngangur yrði færður milli eldri byggingar og nýrrar og gott aðkomurými yrði myndað þar fyr- ir framan. Þá er útiaðstaðan við sundlaugina stækkuð, girðingar færðar utar en nú er, enda gert ráð fyrir rými fyrir laug með renni- braut og fleirri heitum pottum og minni laug. Við stækkun laug- arsvæðis þarf að gera ráð fyrir hærri og betur staðsettum gæslu- turn. Afmörkun svæðis er með háum girðingum en hlutar hennar væru gegnsæir, þannig að betri tengsl náist milli laugarsvæðis og garðs umhverfis. 7VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 Þannig á svæðið að líta út eftir breytingarnar. Innisundlaug og heilsuræktarstöð byggð við Sundlaug Vesturbæjar Aðfararnótt 22. mars sl. fór saman háflóð og mikil ölduhæð útifyrir ströndinni í vestlægri átt. Við Ánanaust og Eiðsgranda gekk sjór á land með þara og grjóti. Á einum stað rofnaði sjó- varnargarður en almennt urðu ekki skemmdir á garðinum. Verktakar á vegum Fram- kvæmdasviðs fóru í það að fylla með grjóti í skarðið sem myndað- ist og luku því verki fyrir kvöld- flóðið 23. mars sem náði hámarki um kl. 21.00. Vætanlega munu starfsmenn Reykjavíkurborgar á vegum Framkvæmdasviðs vinna að hreinsun svæðisins svo gróður- inn geti óhindrað fengið að vakna af vetrardvala þegar nær dregur vori. Hækkun varnargarðs í undirbúningi Að jafnaði hefur sjór gengið á land á þessum stað á um 5 ára fresti. Að undanförnu hefur það gerst æ oftar. Í undirbúningi er að styrkja sjóvarnir með hækkun varnargarðs um ca. 1 metra. Fjár- veiting til að hefja framkvæmdir á þessu ári er fyrir hendi. Sjógangur olli usla við Ánanaust Sandur, grjót og þari á grasi grónu svæði við Ánanaust eftir sjávará- ganginn. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Hvað má betur fara í hverfinu okkar? Opinn íbúafundur hverfisráðs Vesturbæjar í safnaðarheimili Neskirkju mánudaginn 16. apríl klukkan 20:00. Á fundinum verða málefni hverfisins rædd m.a. komandi tiltektardagur í Vesturbæ. Felix BergssonSæunn Stefánsdóttir Silja Bára Ómarsdóttir Sif Sigfúsdóttir

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.