Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum Hápunkturinn í Melaskóla að stjórna morgunleikfimi útvarpsins Ég heiti Felix Bergsson, leik- ari og fulltrúi Samfylkingar í Hverfisráði Vesturbæjar. Þeg- ar ég lít til baka er bernskan í vesturbænum sveipuð ævin- týraljóma. Ég er vesturbæingur í húð og hár. Þegar ég fæddist bjuggur foreldrar mínir, Ingi- björg S. Guðmundsdóttir og Bergur Felixson á Vesturgöt- unni númer 45. Við fluttum síð- an á Blönduós í 6 ár en snerum aftur í vesturbæ Reykjavíkur og ég bjó frá 8 ára aldri á Túns- bergi við Þormóðsstaðaveg, sem núna er hluti af Starhaga. Þangað er ég nú kominn aftur, ásamt eiginmanni og börnum og horfi glaður út á Skerjafjörð- inn á hverjum morgni. Það var gott að vera barn á Túnsbergi. Margir voru vinirnir í nágrenninu, systkini mín Þórir og Sigurþóra voru nálægt mér í aldri og öll gengum við í Mela- skóla. Minningarnar úr Melaskóla eru ljúfar. Skólinn var samfélag í sjál- fu sér og þaðan minnist ég góð- mennsku og aga, góðrar mennt- unar, öryggis og trausts. Og svo auðvitað allra vinanna sem hafa fylgt mér í gegnum lífið. Hrjúf með gullið hjarta Kennarinn minn í Melaskóla var Ásdís Steinþórsdóttir. Dálítið hrjúf á yfirborðinu en und- ir niðri sló hjarta úr gulli. Hún kenndi okkur af fítonskrafti, rek- in áfram af hugsjón um að gera okkur að mönnum. Mér þótti sér- staklega vænt um Ásdísi og ég veit að henni fannst vænt um okkur. Ásdís bjó á Neshaga, eigin- lega við hliðina á skólanum. Það var til marks um líf hennar. Mela- skóli var líf hennar. Alla tíð, ef ég mætti Ásdísi á götu, heilsuðumst við með virktum og á einhvern sérkennilegan máta breyttist ég í litla átta ára drenginn sem gekk í einfaldri röð inn í skólastofuna hennar árið 1975. Hún var kenn- arinn minn, með stóru K-i. Breytti stúlknakór í samkór! Ég hafði strax tilhneigingu til að vilja láta á mér bera, taka þátt í listsköpun, komast á svið. Það var auðvelt í Melaskóla. Að vísu var þar einungis starfræktur stúlknakór en við Hafsteinn G. Jónsson vinur minn breyttum því. Við vildum líka fá að syngja og Magnús Pétursson, kórstjóri og snillingur, tók okkur opnum örmum. Kannski verður það afrekið sem komandi kynslóðir munu minnast okkar Haffa fyrir. Að breyta stúlknakór Melaskóla í samkór! Hver veit. En árin í Melaskóla urðu fyrir vikið full af tónlist. Tónlist og meiri tónlist. Plötuupptökur með Kötlu Maríu og fyrir Sameinuðu þjóðirnar, framkoma í útvarpi og sjónvarpi, kórferðalög, tónleikar og fleiri tónleikar. Við elskuðum Magnús og með ljúfri framgöngu sinni varð hann okkur öllum fyr- irmynd. Magnús stjórnaði ekki með látum, við hlýddum öllu sem hann sagði því við bárum ótakmarkaða virðingu fyrir snilld hans. Hápunkturinn í samstarfi okk- ar Magnúsar var þegar hann fékk mig til að stjórna morgun- leikfimi Ríkisútvarpsins á Alþjóð- legum degi barnanna. Valdimar Örnólfsson dró sig í hlé og við Magnús skemmtum okkur kon- unglega við að teygja og beygja þjóðina. Lokahnykkurinn var að sjálfsögðu “Höfuð herðar hné og tær”. Mér fannst ég brjálæðis- lega frægur, frægari en nokkru sinni fyrr eða síðar. Lífið á Starhaganum var ljúft en við áttum það nú til að láta til okkar taka í prakkarastrikum. Ég var nú alltaf frekar huglaus á þeim vettvangi og ef eitthvað kom upp á fannst mér auðveld- ara að benda á vini mína, Þóri bróður eða Gunna Páls, sem bjó í næsta húsi, Aðalbóli. Einu sinni kveiktum við í sinu við Starhagann og vorum rétt búnir að brenna bílana sem stóðu við götuna og forláta sportbát sem var fastur við einn bílinn á tengi- vagni. Þar bjargaði snarræði nágranna og slökkviliðs. Skamm- irnar sem við fengum sviðu sárt. Unnu innanfélagsmót með utanfótarspyrnu- mann af Fálkagötunni Sem betur fer vorum við ekki mikið í að skemma eigur ann- arra en vorum því duglegri í fót- bolta og körfubolta og slösuðum þar hver annan með reglulegu millibili. Þórir bróðir minn var á tímabili fastagestur á slysavarðs- stofunni. Við vorum allir í KR en stofnuðum líka okkar eigið fót- boltalið og kepptum á einhvers- konar innanfélagsmóti sem KR stóð fyrir eitthvert sumarið. Og viti menn - við unnum mótið! Leynivopnið okkar kom af Fálkagötunni. Það var Baldur Grétarsson, besti vinur minn, en hann var sérstaklega liðtækur í utanfótarspyrnum sem rugluðu alla markmenn. Nafn liðsins okk- ar var Fálkarnir en það runnu á okkur tvær grímur þegar okkur var bent á að nafnið væri eigin- lega það sama og Valur. Það þótti okkur hræðilegt! Leynifélagið Púkablístr- an, ........ og forsetinn Æskan í vesturbænum er fjár- sjóður sem allt lífið byggir á. Þar er margs að minnast. Allt leiklist- arstarfið, lúðrasveitirnar, kórarn- ir, KR, leynifélög (okkar hét Púka- blístran), Sumardagurinn fyrsti, Barnavinafélagið Sumargjöf fyrir ofan Hagaborg, brennurn- ar á Ægissíðunni sem við keppt- umst við að safna í (þá voru þær tvær og sú þriðja í Skerjó), sund í sjónum og í Vesturbæjarlaug, körfuboltaleikir á sumarkvöld- um á leikvellinum við Melaskóla, Simmasjoppa, Melabúðin, Ragn- arsbúð, Árnabúð á Fálkagötunni (þar gátum við staðið og spjallað við ljúflinginn hann Árna tímun- um saman), KRON á Dunhaga, könnunarferðir í Vatnsmýri, heimspekilegar umræður niðri í fjöru, uppátæki og mikill hlátur, ........ Upptalningin er endalaus. Einu sinni þegar við strákarnir vorum að spjalla við Árna í Árna- búð kom Vigdís Finnbogadóttir og keypti skyr. Hún var forset- inn. Við trúðum ekki okkar eigin augum, en svo héldum við bara áfram að spjalla. Þannig var lífið í vesturbænum. Besti staður í heimi! Það er svo skrýtið, en ég er búinn að komast að því að mér finnst vesturbærinn í Reykjavík vera besti staður í heimi. Þess vegna snýr maður alltaf aftur. Í vesturbænum vil ég ala upp börnin mín, í vesturbænum vil ég eldast. En við megum aldrei gleyma að hlúa hvert að öðru, nágrönnum okkar og vinum. Sjarminn við vesturbæinn var, er og verður falinn áfram í fólkinu sem byggir hverfið. Það er merg- urinn málsins. Sjáumst á KR-vellinum í sum- ar... eða í Melabúðinni... eða í sundi... eða.... „Á jólunum er gleði og gaman" Lúðrasveit, kór o.fl. menningartengt átti hug Felixar á æskuárunum. Með ættingjum á tröppunum á Túnsbergi. Hreinlæti fyrir öllu!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.