Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 13
13VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 Yfirskrift þessa pistils vísar til þeirrar spöku bókar Gamla testamentisins er ber heit- ið, Prédikarinn. Ein þekktustu orð þeirrar bókar eru þessi: Öllu er afmörkuð stund. Þetta er raunsæ bók þar sem höf- undurinn veltir fyrir sér listinni að lifa og þeirri þraut að vera mann- eskja. Grafið undan lýðræði? Mér komu þessi orð yfirskriftar- inn í huga í kjölfar þess að Hafnfirð- ingar létu í ljós skoðun sína á stækk- un álversins í Straumsvík. Yfirskrift- in tengist þó ekki Hafnfirðingum heldur öðrum, því varla voru orð formanns kjörstjórnar um úrslitin hljóðnuð, þegar stjórnmálamenn, blaðamenn og bloggarar, voru hver um annan þveran farnir að leita leiða til að ógilda kosninguna eða finna út með hvaða hætti mætti breyta henni á næstu mánuðum eða misserum. Þegar almenningur hefur talað og úrslit liggja fyrir þá er það nú svo þar sem lýðræði er að menn verða að una þeim. Auðvitað er hægt að vera tapsár eða sigurviss eftir því hvorum megin menn skip- uðu sér í fylkingu en að láta sér það til hugar koma að breyta úrslitum með einhverjum klækjum á ekkert skylt við lýðræði. Slíkt mætti frem- ur telja til gjörræðis eða valdníðslu. Í þessum efnum eiga menn bara að þegja og una úrslitunum. Vel má vera að setja þurfi skýrari lög um íbúakosningar. Þá gerir Alþingi það bara í fyllingu tímans. En að öðru leyti verða menn að kunna að þegja á réttum tíma. Kyrrir dagar Svo var það önnur umræða sem birtist í Fréttablaðinu, miðvikudag- inn 4. apríl, í miðri kyrruviku eða dymbilviku og snerist um það hvort halda mætti skemmtanir á föstudag- inn langa, hvort úrslit Fyndnasta manns Íslands og X-factor þáttanna mætti fara fram að kvöldi þess dags. Vitnað var í presta sem voru hneykslaðir og einnig til þess að Biskupsstofa hefði sýnt því skilning að nú væru breyttir tímar. Og það er einmitt það sem stend- ur upp úr: Nú eru breyttir tímar. Nú eru runnir upp þeir tímar að allir dagar eru eins, engir dagar hafa meiri helgi en aðrir. Allt verður all- taf að vera skemmtilegt, alltaf! Og hvar endar þetta? Hvert leiðir þessi lífsskoðun á endanum? Leiðir hún ekki til einsleitni, tilbreytingaleysis, leiðinda? Þeir sem alltaf þurfa að njóta skemmtunar, alla daga, allt árið, deyja þeir ekki á endanum úr leiðindum? Lífið er fjölbreyttara en svo að alltaf eigi að vera skemmtun. Og enn vitna ég í Prédikarann: „að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma, að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma”. Lífið byggist upp á andstæðum stefj- um en ekki einsleitni. Hvernig hljóm- ar annars lag sem leikið er á eina nótu og alltaf í sama takti? Prófaðu! Boð og bönn En svo er það hitt að ekki er hægt að banna smekkleysu eða sljóleika gagnvart blæbrigðum lífsins. Hvorki löggjafinn né kirkjan getur til dæmis bannað fíflalæti á föstudaginn langa. En þeir sem slíkt stunda fara þeir ekki á mis við eitthvað himneskt, eitthvað djúpt í mannlegri reynslu og reisn? Þögnin hefur þýðan róm og kyrrðin kallar með sérstökum hætti. Hefurðu hlustað á kyrrðina tala í ómi mildrar þagnar? Ég man það vel úr bernsku minni hversu dapurlegur þessi langi föstu- dagur var í hugum okkar barnanna. En eftir á að hyggja þá hafði alvaran góð áhrif. Föstudagurinn langi var og er áskorun til allra um að íhuga hin döpru stef tilverunnar, þjáning- una, dauðann og sýna samstöðu með þeim sem líða. Dagurinn er djúpur í inntaki sínu og hefð. Trúð- ar tralla og leika sér alla daga og þannig verður það liklega um ókom- in ár. En reynum samt að fara ekki á mis við blæbrigði lífsins. Látum ekki daga lífs okkar lit sínum glata. Og nú þegar þetta birtist á prenti er kyrravikan að baki og páskarnir líka með sigurboðskap sinn. Og þá er ástæða til að fagna og jafnvel tralla, því lífið hefur sigrað dauð- ann! Þá er ekki lengur hægt að þegja enda segir Prédikarinn: „að tala hef- ir sinn tíma . . . að faðmast . . . að dansa . . . að elska hefir sinn tíma.” Lífið er undursamlegt meðal ann- ars vegna þess að allt hefur sinn tíma! Að þegja hefir sinn tíma www.islandshreyfingin.is Vesturbæjarsamtök- unum syðri ýtt úr vör Fyrsti fundur hinna nýstofn- uðu Vesturbæjarsamtaka syðri var haldinn nýlega, og félaginu kosin stjórn. Formaður er Guð- rún Þóra Hjaltadóttir Ægisíðu 98, varaformaður Guðmundur Löve Ægisíðu 74, gjaldkeri Frið- rik Atlason Hjarðarhaga 29 og meðstjórnendur Gísli Ragnars- son Aflagranda 27 og Elín Mjöll Jónasdóttir Hagamel 36. Varamenn í stjórn eru Hrafn- hildur Ásta Þorvaldsdóttir Greni- mel 1 og Þorsteinn Siglaugs- son Tómasarhaga 42. Nýkjörin stjórn gerir sér vonir um að sem flestir sem á svæðinu búa gangi í félagið og taki þátt í þeim störf- um sem eru hverfinu til fram- dráttar. Þeir sem að vilja gerast stofnfélagar geta haft samband- ið við formanninn, Guðrún Þóru Hjaltadóttir í síma 847-9118 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gthh@simnet.is.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.