Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun.. Óhætt er að segja, að ötular æfingar Glímdeildar KR í vetur hafi skilað góðum árangri, því KR- ingar taka þátt í öllum þeim þeim glímumótum, sem þeir eiga kost á, og vinna sigur í þeim öllum, því sem næst. Karlaflokkurinn er mest áberandi og sigursælastur, en góður árangur næst líka með- al kvennanna, þótt þær séu ekki nema tvær. Börnin standa sig ein- nig með prýði, en þar eru flestir iðkendur byrjendur, en engum sögum fer af unglingadeildinni, því hún er tæpast til sem stendur. Uppskera KR-karlanna ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, sé tekið mið af árangri undanfar- inna ára og einnig má benda á, að á styrkleikalista Glímusambands Íslands trónir KR-ingurinn Pétur Eyþórsson langefstur með 2270 stig, en næstur á eftir kemur félagi hans Jón Birgir Valsson með 1473 stig. Samtals eiga KR-ingar 12 glímumenn á listanum, þar af 7 á topp-20. Íslandsglíman Elzta íþróttamót landsins, Íslandsglíman, hefur verið háð síð- an 1906. Að þessu sinni var hún haldin í Íþróttahúsi Ármanns í Laugardal 31. marz sl. Þar var Pét- ur Eyþórsson girtur Grettisbeltinu eftir glæstan sigur á öllum 6 and- stæðingum sínum. Pétur er Þing- eyingur, frá Mývatni, og keppti í upphafi ferils síns fyrir HSÞ. Seinna gekk hann til liðs við Umf. Víkverja í Reykjavík og varð fyrst glímukóng- ur Íslands árið 2004 undir þeirra merkjum. Þá um haustið gekk hann í raðir KR-inga og vann aftur Grett- isbeltið árið eftir, 2005. Á hundrað ára afmæli Íslandsglímunnar, sem haldin var á Akureyri 2006, brá svo við, að félagi Péturs, Jón Birgir Vals- son, sem jafnframt er formaður Glímusambands Íslands og fyrrum formaður glímudeildar KR, hafði betur, en Grettisbeltið var sem sagt eftir sem áður KR-inga. Vegna meiðsla tóku engar KR- konur þátt í keppninni um Freyju- menið að þessu sinni. Glímukon- urnar tvær, sem halda upp merki KR, hafa þó staðið sig með stakri prýði, þá tvo vetur, sem þær hafa æft og keppt. Önnur þeirra, Eva Dröfn Ólafsdóttir, var valin efni- legasta glímukona ársins 2006 af stjórn Glímusambandsins. Enn- fremur vann hún sigur bæði í þyngdarflokki og opnum flokki á Bikarglímu Íslands við Mývatn í febrúar. Meistaramót Íslands Háðar eru þrjár umferðir í Meist- armóti Íslands í glímu og fór 3. umferð fram á Ísafirði 10. mars sl. Þar unnu KR-ingar alla fjóra flokka karla. Orri Björnsson varð sigur- vegari í +90 kg flokki og Óttar Ott- ósson í -80 kg. Mestu munaði þó um Pétur Eyþórsson, sem sigraði tvöfalt, í -90 kg flokki og opnum, með fullt hús vinninga að vanda. Nákvæmlega sama leikinn lék hann samanlagt. Helgi Bjarnason náði svo 3. sæti í þyngdarflokki Péturs, Jón Birgir Valsson 2. sæti í +90 kg flokki og Óttar Ottósson einnig 2. sæti í -80 kg flokki; í öllum tilfellum samanlagt. Ennfremur varð Eva Dröfn Ólafsdóttir 3. samanlagt í +65 kg flokki kvenna. Í stigakeppni félaga lentu KR- konur í 3. sæti af 5, sem verður að teljast allgott afrek aðeins tveggja kvenna, þeirra Evu Drafnar og Jóhönnu Guðrúnar, sem þar að auku öttu kappi við heil héraðs- sambönd. Karlarnir sigruðu með glæsilegum yfirburðum, með 98 stig, en Héraðssambandið Skarp- héðinn kom næst með 37 stig. Heildarstigakeppnina sigruðu KR-ingar einnig örugglega, en þar voru HSK-menn aftur skæðustu keppinautarnir. Stigin þeirra 109,5, dugðu þó engan veginn gegn 131 stigi KR. KR-ingar eru þ.a.l. Íslands- meistarar í glímu! Sveitaglíma Íslands og Skjaldarglíma Ármanns Ef undan eru skilin Opna Vest- fjarðamótið á Ísafirði í maí og Landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí, eru einu glímumótin, sem enn hafa ekki verið háð á þessu keppnistíma- bili, Sveitaglíma Íslands, 3. umferð, og Skjaldarglíma Ármanns, en þar er skjaldarhafi Pétur Eyþórsson. Bæði þessi mót fara fram í Glímu- húsi Ármanns í Reykjavík á laugar- daginn,14. apríl nk. Staðan í Sveitaglímunni að aflokn- um 2 umferðum er þannig, að í kvennaflokki er sameiginleg sveit KR og Glímufélags Dalamanna í 3. sæti með 6 stig, en HSK- og UÍA/ HSÞ-sveitirnar hafa 10 stig hvor. KR-sveit karla hefur forystu með 11,5 stig, en HSK hefur aðeins einu stigi færra. “Nú hillir undir lok keppnistíma- bilsins, þótt þess megi vænta að sjá megi til KR-inga á glímuvelli á Ísafirði og í Kópavogi á komandi mánuðum. Eins og árangur deild- arinnar gefur glöggt til kynna, sér tæpast fyrir endann á sigurgöngu glímudeildar KR. Miklar vonir eru bundnar við, að takast muni að fá fleiri og betri æfingatíma frá haust- inu. Þannig myndu möguleikar okk- ar á öflugu barnastarfi stóraukast. Gangi þetta eftir, munu því vaxa úr grasi öflugir glímumenn í barna- og unglingaflokki, sem seinna meir geta haldið merki glímudeildarinn- ar á lofti,” segir Óttar Ottósson, for- maður glímudeildar KR. Sigurganga glímudeildar KR Íslandsmeistarar KR 2007. Fremri röð f.v.: Jóhanna Guðrún Magnús- dóttir, Óttar Ottósson og Eva Dröfn Ólafsdóttir. Aftari röð f.v.: Ásgeir Sævar Víglundsson, Jóhannes Pétur Héðinsson, Pétur Eyþórsson og Helgi Bjarnason. Á myndina vantar Jón Birgi Valsson, Fjölni Elvarsson, Skarphéðin Orra Björnsson og Snorra Þór Guðmundsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.