Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 15

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 15
KR-ingar áttu ótrúlegan enda- sprett í lokaviðureigninni við Snæ- fell í oddaleik félaganna sem skar úr um það hvort félagið komist í úrslitaleikina um Íslandsmeist- aratitil karla í körfuknattleik. KR vann Snæfell 76:74 í framlengd- um spennuleik í Vesturbænum á skírdag. Snæfell var yfir allan tímann en Brynjar Þór Björnsson bjargaði KR þegar hann jafnaði með þriggja stiga skoti, 68:68, í lok venjulegs leiktíma. KR komst svo yfir undir lok framlengingar og Darri Hilmarsson skoraði sig- urkörfuna þegar tæplega hálf mín- úta var til leiksloka. Þegar skammt var til leiksloka stefndi allt í sigur Snæfells sem var yfir, 66:56. KR minnkaði muninn í 66:65 en Justin Shouse virtist hafa tryggt Snæfelli sigurinn þegar hann skoraði úr tveimur vítaskotum, 68:65. KR fór í síðustu sóknina og Brynjar jafn- aði með erfiðu 3ja stiga skoti þeg- ar tvær sekúndur voru eftir, 68:68. Snæfell var yfir til að byrja með í framlengingunni. Undir lok henn- ar komst KR í 74:72 en Snæfell jafnaði, 74:74. Darri skoraði úr síðustu sókn KR, 76:74, og Snæ- fellingar náðu ekki að skora úr lokaskoti Sigurðar Þorvaldssonar, en naumt var það því boltinn fór í körfuhringinn og út á völlinn þar sem KR-ingar náðu frákastinu. Úrslitakeppni gegn Njarðvík Njarðvíkingar unnu Grindavík í hinni úrslitahrinunni um að kom- ast í úrslitaleikina og var fyrsti leikurinn milli Njarðvíkinga og KR-inga sl. mánudag. Njarðvík vann 99-78. Annar leikurinn var í gærkvöld, síðan á laugardag og ef úrslitakeppnin fer í fimm leiki verður leikið næsta mánudag 16. apríl og loks miðvikudaginn 18. apríl. Þrjá sigra þarf til að vinna titilinn. Í innbyrðis leikjum KR og Njarðvík í vetur vann KR fyrri leik- inn í KR-heimilinu sunnudaginn 19. nóvember á sl. ári 75-69 en Njarðvík vann síðari leikinn sem fram fór í Njarðvík 26. febrúar sl. 83-73. Það stefnir því allt í hörku- viðureign. 15VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2007 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 Íþróttafulltrúi KR er oftast tengiliður foreldra við félagið Allflest íþróttafélög höfuð- borgarinnar hafa í fullu starfi íþróttafulltrúa, og einnig mörg hver stærri íþróttafélaganna á landsbyggðinni. Stefán Arnar- son er íþróttafulltrúi KR, en því starfi tilheyrir m.a. að sjá til þess að allir flokkar og deildir innan KR í öllum íþróttagreinum fylgi íþróttastefnu ÍBR samkvæmt þeirri námskrá sem var gefin út fyrir hartnær 10 árum síðan. Einnig hefur Stefán samband við skólana á svæðinu og einnig við sérsambönd innan ÍSÍ, þó mest fyrir knattspyrnuna. Stefán var íþróttafulltrúi hjá Víkingi í Foss- voginum í 3 ár en hefur verið síðustu þrjú árin hjá KR. “Mitt hlutverk er m.a. að skipu- leggja alla æfingatíma hér í íþrótta- húsum KR og eins á gervigrasvöll- unum fyrir alla flokka. Á sumrin bætast svo grasvellirnir við og að skipuleggja og sjá til þess að það mæti dómarar á alla heimaleiki KR í yngri flokkunum. Á síðasta sumri voru þetta 315 leikir! Ég kem nálægt ráðningu þjálf- ara til félagsins í mörgum tilfellum og ég er sá aðili sem foreldrar eiga að hafa samband við og ræða við þegar þeir eru ósáttir við þjálfara, æfingafyrirkomulag eða annað. Það er gríðarlega mikilvægt að for- eldrar geti komið og rætt við ein- hvern sem þekkir til sem flestra atriða. Ég fullyrði að þeir foreldr- ar sem hafa komið hingað til mín og verið óánægðir hafa fengið úrlausn sinna mála, hafa fengið útskýringar á málum. Yfirleitt hafa þessar kvartanir verið á mis- skilningi byggðar, en með betra skipulagi deilda og með betri þjálfurunum hefur þetta batnað mikið, þ.e. kvartanir eru ekki eins tíðar og þær voru áður fyrr. Ég tel hiklaust að við séum að að gera margt gott hér, en auðvitað getum við bætt starfið enn betur. Stundum eru kvartanir vegna eig- in barns frekar en að heildarhags- mundir séu hafðir í heiðri, t.d. ef barnið hefur þurft að sitja á vara- mannabekknum heilu leikina og foreldrar telja að það hafi verið órétti beitt. Ég held að við höfum alltaf leyst það farsællega, “ segir Stefán Arnarson. - Eitthvað hlýtur þó að mega bet- ur fara, hvað er það helst? “Við þurfum að bæta okkur félagslega, og erum skipulega að vinna í því. Það vantar stundum aga í þjálfunina og við þurfum að bæta þar úr. Það helst í hendur við það að mér finnst að agi hjá íslenskum börnum fari minnk- andi, og um leið fjölgar agavanda- málum, ekki bara innan íþrótta- félaganna, heldur í þjóðfélaginu öllu. Skólarnir eru þar engin und- antekning.” Stefán segir að því miður hafi dregið úr heimsóknum fólks í KR-heimilið, kannski finnist fólki það eiga minna erindi, allt sé svo skipulagt og vel mannað að ekki þurfi að leggja félaginu lið. Sjálf- boðaliðsstarf sé þó enn gríðarlega mikilvægt en um leið og farið er að launa störf innan íþróttafélag- anna minnkar framboð sjálfboða- liða en félaginu sé mikil nauðsyn á því að fá áfram sjálfboðaliðsstarfa til félagsins. Unnið er að því að að taka vel á móti sjálfboðaliðum og finna þeim starf við hæfi eða ákveðin verkefni, en Stefán segir að þar geti KR gert betur. Stund- um hafi það gerst að fólk sem er tilbúið að starfa er fljótlega kosið í stjórn deilda eða annars, og fljót- lega hafi hlaðist á það svo mörg verkefni að sumir hverjir gefast upp undan álaginu og hverfa. Virkja þurfi alla sjálfboðaliða skyn- samlega. - Íþróttafélögin í Reykjavík eru talsvert að vinna hvert í sínu horni. Væri mögulegt að koma á einhverju samstarfi sem gagnaðist þeim öllum á einhvern hátt? “Þetta hefur reyndar batnað, en félögin gætu unnið enn betur saman. Með tilkomu íþróttafull- trúanna hefur sambandið batnað, við hittumst nokkrum sinnum á ári. Við komum því t.d. á að það er gert hlé á knattspyrnunni á sumrin í yngri flokkunum frá 24. júlí til 8. ágúst, svo fólk geti skipu- lagt sumarfríin sín og tekið börnin sem eru að æfa á sumrin með í ferðalög eða sumardvöl. Það var mjög þakklátt framfaraskref.” “Foreldrar í dag vilja helst að börnin þeirra æfi aðeins eina íþrótt. Ég er mjög ósammála því enda sýna rannsóknir að um 85% toppíþróttamanna í heiminum voru að æfa tvær, jafnvel þrjár íþróttir, þegar þeir voru á ung- lingsárunum. Það er einnig mun heilbrigðara að æfa fleiri íþrótta- greinar en að hanga í tölvuleikjum tímunum saman, jafnvel hvern dag. Það hefur hins vegar ekki ver- ið gerð nein könnun á því hvaða íþróttagreinar falla best saman, en það væri gaman að rannsaka það. Stór hluti foreldra telur ennþá að knattspyrna skemmi fótleggi kvenna, en það er gríðarlegur mis- skilningur. Ég mundi hvetja þessa foreldra til að sjá t.d. íslenska landsliðið leika og sjá hversu föngulegar þær eru og með falleg- ar fætur,” segir Stefán Arnarson, íþróttafulltrúi KR. KR-ingar Íslandsmeistar- ar í 7. flokki drengja Úrslitamót í 7. flokki drengja í körfubolta var leikið helgina 24. - 25. mars sl. í DHL-Höllinni. KR-ing- ar unnu alla sína leiki og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitil- inn. Þór Þorlákshöfn varð í 2. sæti og hreppti því silfurverðlaunin. Örvar Kristjánsson, þjálf- ari UMFN, sagði að mótið hefði heppnast mjög vel. Umgjörð og dómgæsla hefði verið mjög góð og að þarna væru mjög efnilegir leikmenn sem gaman væri að fylgj- ast með í nánustu framtíð Örv- ar sagði að KR-ingar væru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir en þeir hafa leikið mjög vel í vetur gegn sterkum andstæðingum. Þessi flokkur, þ.e. 7. flokk- ur drengja hjá KR, hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sl. 2 ár. Þeir hafa leikið 36 leiki í sínum ald- ursflokki í Íslandsmóti og aðeins tapað 2 leikjum. Mjög fjölmennur flokkur 22 stráka er að æfa en í sumar fer liðið til Boston í viku æfingabúðir. www.kr.is Stefán Arnarson, íþróttafulltrúi KR. “Við þurfum að bæta okkur félagslega, og erum skipulega að vinna í því. Það vantar stundum aga í þjálfunina og við þurfum að bæta þar úr.” KR leikur til úrslita gegn Njarðvík KR vann toppslaginn í 2. deild kvenna KR vann toppslaginn gegn Fjölni 54:46 þegar toppliðin mætt- ust í 2. deild kvenna í körfubolta. Þar með komust KR stúlkur upp fyrir Fjölni en liðin eiga eftir einn leik. Það verður því mikill slagur á lokasprettinum um hvort liðið endar sem sigurvergari í 2. deild kvenna. Fjölnir á eftir leik gegn Snæfelli í Rimaskóla og KR leikur gegn Skallagrími. Báðir leikirnir fara fram 14. apríl, þ.e. á morgun. Aðeins eitt sæti er laust í úrvals- deild kvenna næsta leiktímabil. Íslandsmeistarar KR í 7. flokki. Efnilegir körfuboltastrákar sem eflaust munu halda merki KR í körfubolta hátt á lofti á næstu árum. Fjórir KR-ingar í æfingahóp U-18 karla Einar Árni Jóhannsson þjálf- ari U-18 ára landsliðs karla í körfuknattleik hefur valið hópinn fyrir undirbúning liðsins fyrir Norðurlandameistaramótið sem fer fram dagana 16. - 20. maí nk. Eftirtaldir leikmenn KR eru í hópn- um: • Pétur Jakobsson bakvörður • Snorri Páll Sigurðsson bakvörður • Víkingur Sindri Ólafsson framherji • Örn Sigurðarson framherji Hópurinn æfir fyrst sem um sinn í Kennaraháskólanum en 12 manna hópur verður valinn eftir þessar æfingar og mun svo æfa eins og kostur er fram að móti. Einn KR-ingur í U-16 Yngvi Gunnlaugsson landsliðs- þjálfari U-16 stúlkna hefur valið 25 manna undirbúningshóp fyrir Norðurlandamót sem fram fer í maí nk. Einn KR-ingur er í hópn- um, Þorbjörg Friðriksdóttir. Nýliðar mfl. karla í knattspyrnu. F.v.: Henning E. Jónasson, Stefán Logi Magnússon, Pétur H. Marteinsson, Óskar Örn Hauksson, Jóhann Þórhallsson og Ingimundur N. Óskarsson. Á myndina vantar Atla Jóhannsson sem var með landsliðinu á Spáni.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.