Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 1
5. tbl. 10. árg. MAÍ 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Slippasvæðið, Örfirisey og Vatnsmýrin meðal lóðaframboða Að minnsta kosti 1000 íbúðir í nýjum hverfum á ári, uppbygg- ingar- og úthlutunaráætlun á sér- stakri vefsíðu, sanngjarnar úthlut- unarreglur, fast lóðaverð sem á að tryggja að allir hafi sama tækifæri til að fá lóð og stóraukið verður framboð sérbýlis. Þetta var m.a. þess sem borgarstjórnarmeirihlut- inn í Reykjavík kynnti í sl.viku. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri opnaði nýjan vef fyrir borg- arbúa sem sýnir áætlun næstu ára í lóðaúthlutun. Borgarbúum er nú í fyrsta sinn gert kleift að skoða á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða. Vefurinn felst í nákvæmu upplýsingakorti sem sýnir uppbyggingarsvæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun hefst. Í máli borgarstjóra um uppbygg- ingar- og úthlutunaráætlun fyrir íbúabyggð í Reykjavík kom m.a. fram að lykilorðin eru fjölbreytni, framboð og gæði. Lykilsvæðin á næstu árum eru Úlfarsárdalur, Reynisvatns- ás, Slippasvæðið, Geldinganes, Örfirisey og Vatnsmýrin. “Markmiðið er að allir sem vilja geti byggt og búið í Reykjavik og að borgin verði fyrsti búsetukost- ur sem flestra,” segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir ennfremur að uppbygging- aráform borgarinnar verði öllum aðgengileg með þessum vef og notendur geti öðlast heildarmynd af uppbyggingarsvæðum og úthlutun lóða. Um 500 íbúðir í miðborginni Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs segir að til úthlutunar á næstu árum verði að minnsta kosti 1000 íbúð- ir í nýbyggingarhverfum, u.þ.b. 500 nýjar íbúðir í miðborginni og nágrenni og að úthlutað verði þrisvar á ári eða í maí, septem- ber og desember. “Nægt framboð lóða í Reykja- vík er framtíðin og í samræmi við málefnasamning Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í borginni,” segir Hanna Birna. Nýjar úthlutunarreglur verða nú viðhafðar í Reykjavík, en samkvæmt þeim getur hver ein- staklingur sótt um eina lóð.„Eft- ir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skil- yrði. Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fá lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð. Fast verð verður á lóðum í nýju reglunum, 11 millj- ónir króna fyrir einbýlishús, 7,5 milljónir króna fyrir parhús og raðhús og 4,5 milljónir króna fyr- ir fjölbýlishús. Á vefnum geta notendur skoð- að hvert svæði fyrir sig, stækk- að myndir og opnað skjöl með nánari upplýsingum um svæðin, lesið greinargerðir, séð þrívídd- armyndir, yfirlitsuppdrætti og sneiðmyndir svo dæmi sé tekið. Íslandsmeistaratitli KR í körfuknattleik var fagnað vel og innilega í sl. mánuði, en 7 ár voru liðin síðan liðið vann þann titil síðast. -BLAÐIÐ KR-blaðið fylgir Vesturbæjarblaðinu. Viðtöl og kynning á KR-liðinu. St af ræ na p re nt sm ið ja n- 99 86 Eurovisontilboð föstudag og laugardag ...gildir 11/5 og 12/5 eða á meðan birgðir endast Úrvals lambafile með fitu 2.498k g

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.