Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 8
Árna Rúnari Sverrissyni, list- mála sem býr í Litla-Skerjafirði, hefur verið með einkasýningu í Art-Icelandic.com að Skólavörðu- stíg 1, en henni lauk 1. maí sl. Sýningin gekk vel, en um helm- ingur verkanna seldist. Árni er með vinnustofu í kjallaranum að Skerplugötu 11, þar sem hann býr, og þar er einnig hægt að sjá ýmiss verka hans. Árna Rúnari nægir að hafa einn mosavaxinn stein til að fá ágætis hugmyndir. “Í einum slíkum get ég fengið næga inspírasjón fyrir óteljandi myndir. Þegar ég ferðast um land- ið tek ég gjarnan myndir sem ég get síðan notað sem innblástur á veturna þegar ég hef ekki alla þessa liti náttúrunnar í kringum mig. Svo er ég mikill steinasafnari og á ágætis safn af steinum með alls konar myndum á og það er alveg haugur af hugmyndum sem hægt er að fá út frá þeim, “ segir Árni Rúnar. Árni Rúnar hefur fengist við myndlist í þrjá áratugi og tekið á ýmsum viðfangsefnum, og m.a. málað þjóðfélagsádeilumyndir. Auk þess var hann í trúarpæling- um af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. En fyrir 10 árum fór hann að mála landslagsmyndir og hefur einbeitt sér að mestu að því allar götur síðan. 8 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2007 Hugmyndir fæðast af einum mosa- vöxnum steini Árni Rúnar Sverrisson ásamt eiginkonu sinni, Ólafíu Ásgeirsdóttur, í sýningarsalnum að Skólavörðustíg 1. Þrúðvangur minnir á barokktímabilið Á sjöunda áratug fyrri aldar sátu skólasveinar í Menntaskólanum í Reykjavík í Þrúðvangi og glímdu við námsefnið. Aldrei hafa fleiri setið á skólabekk í MR en þessi ár, en þegar mest var voru nem- endur liðlega 1.000 talsins. MR var þá eini Menntaskólinn í Reykjavík og aðeins tveir aðrir á landinu, á Akureyri og á Laugarvatni svo ekki þarf að undrast þrengslin. Í Þrúð- vangi var um árabil Tónlistarskóli Reykjavíkur. Gamla skólahúsið var tvísetið og einnig kennt í Fjósinu og KFUM-húsinu, og kannski víðar. Yngri bekkingar mætti í skólann kl. 13.35 og voru til tæplega sjö og náðu þeir sem bjuggu í Heimunum eða Kleppsholtinu með herkjum strætisvögnunum Vogar-hraðferð eða Kleppur hraðferð sem fóru frá Kalkofnsvegi kl. 19.05. Þrátt fyrir allan þessan fjölda nemenda þekkti skólaritari, Guðrún Helga- dóttir, betur þekkt sem barnabóka- höfundur eða þingmaður, ótrúlega marga nemendur með nafni. En Þrúðvangur naut ákveðinn- ar sérstöðu. Á húsinu er völdug útidyrahurð útskorin af Ríkharði Jónssyni en húsið var reist 1918 af Margréti Zoëga, og var hvergi til sparað. Gaflar hússins eru einnig sérstakir en lag þeirra minnir á barokktímabilið. Húsið var komið í nokkurra niðurníðslu en hefur verið gert glæsilega upp bæði að utan og innan, svo gamlir skóla- sveinar eiga erfitt með að átta sig hvar þeir sátu þar í tímum. Þökk sé núverandi eiganda, Páli V. Bjarnasyni, arkitekt, að húsið nýtur nú að nýju tilhlýðanlegrar virðingar. Þrúðvangur stendur við Laufásveg 7, í örskotsgöngufæri frá miðbænum. Í Neskirkju við njótum lífsins græða við njótum þess að hlýða á þá, sem fræða. Við eigum saman Orðsins höfuðból, er anda lyftir hátt - á móti sól. Það húsið Guðs er hálfrar aldar núna, og hefur boðað okkur ljóssins trúna. Og saga þess má segjast heil og merk; það sannarlega er fagurt listaverk. Enn ung má teljast okkar sóknarkirkja, og ötull söfnuður kýs hana að styrkja. Hún hefur fengið ýmsa endurbót, svo ennþá betur fólki tekur mót. Og kennimenn við munum vel og metum; þeir metta oss í sól sem lífsins hretum. Þeir veita okkur vörn og andlegt skjól, og víst er kirkjan andans höfuðból. Og megi kirkjan styrkum fótum standa, og stormar henni hvergi nái að granda. Við hverfum öll, - en kirkjan stendur traust, því kenning hennar varir endalaust. Auðunn Bragi Sveinsson höfundur býr að Hjarðarhaga 28 Neskirkja 50 ára Vígð 14. apríl 1957

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.