Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 11
Laugardaginn 14. apríl sóttu leikskólar í Neskirkjusókn og Dómkirkjusókn fræðsludag í kirkjunni og var samtals 18 leik- skólum boðið. Markmið dagsins var að veita fræðslu um sjáls- styrkingu í starfi, í þeirri von að það styðji og styrki það góða starf sem starfsfólk leikskólanna er að vinna. Dagskrá hófst með skemmti- legum leik sem sr. Þorvaldur Víð- isson miðborgarprestur stýrði. Eftir leikinn bauð sóknarprestur Neskirkju sr. Örn Bárður Jónsson fólkið velkomið og síðan ræddu sr. Þorvaldur og Sigurvin Jónsson æskulýsfulltrúi um samstarf kirkn- anna og leikskólanna í hverfun- um. Fyrra erindi dagsins hélt sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir en það bar heitið ,,Það vex sem að er hlúð”. Petrína fjallaði um mik- ilvægi þess að eiga sterka sjálfs- mynd og hvernig að við getum í lífi okkar hlúð að okkur sjálfum. Í lok erindis síns las hún upp stór- skemmtilegan texta um hvernig að allt það sem skiptir máli, lær- um við á leikskóla; við eigum að deila með öðrum, vera sanngjörn, leggja okkur í hádeginu, þvo okk- ur um hendur og rosa gott er að fá mjólk og kökur í kaffitímanum. Eftir léttan hádegismat hélt Halla Jónsdóttir aðjúnkt við Kenn- araháskóla Íslands erindi sem nefndist ,,Í sátt og samlyndi”. Halla fjallaði um grunnþætti sjálfs- stjórnar, samskipta, samhyggðar og sáttar. Í umræðum kom fram áhugi meðal gesta á umfjöllun um aðkomu trúfélaga að leikskólum í ljósi fjölmenningarsamfélagsins en það er sérsvið Höllu. Það er von okkar að endurtaka leikinn að ári og vonandi getum við tekið það efni fyrir þá. Í lok dagsins var haldin bæna- stund þar sem beðið var fyrir öll- um leikskólum í sóknunum tveim- ur, starfsfólki, börnum og fjölskyld- um. Sr. Sigurður Árni Þórðarsson prestur í Neskirkju leiddi stundina og flutti bráðskemmtilega hugleið- ingu um það hvað er mikilvægt í lífinu. 11VesturbæjarblaðiðMAÍ 2007 Það var greinilega gaman á fræðsludeginum. Leikskólar á fræðsludegi í Neskirkju Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70765 borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.