Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum „Við skátasystur vildum gerast ballerínur” Ég heiti Jóhanna Sigríður Pét- ursdóttir, kölluð Hanna Sigga af skyldfólki og vinum, og hef næstum allt mitt líf búið í vest- urbænum. Ég fæddist 1. febrúar árið 1945 á efstu hæð Landspít- alans, en þá var fæðingardeildin þar til húsa. Foreldrar mínir eru Guðmunda J. Dagbjartsdóttir og Pétur Magnússon kaupmaður og seinna endurskoðandi við Seðla- banka Íslands. Ég á því láni að fagna að eiga trausta og góða foreldra og tel ég það fjársjóð hvers manns að eiga góða að. Faðir minn lést 2003. Fyrstu bernskuminningarnar eru frá Laugavegi 144, en þar leigðu for- eldrar mínir fyrstu hjúskaparár sín. Fyrstu vinirnir voru strákar, þeir Jón Baldvinsson (Nonni), sem bjó í sama húsi, Sigfús frændi minn Ólafsson, nú tónlistarkennari á Sel- fossi og Hjálmari W. Hannesson, en þeir bjuggu þá í Mjölnisholti. Garðarnir lágu saman og auðvelt að komast á milli. Tæplega fjög- urra ára flyt ég svo í vesturbæ- inn ásamt bróður mínum Magn- úsi Þóri, sem er fæddur 28. sept. 1946, og foreldrum okkar, en þar höfðu þeir reist sér hús að Sörla- skjóli 9 og bjó ég þar til ég hleypti heimdraganum. Magnús Þórir er fluggagnafræðingur og vinnur hjá Flugmálastjórn. Líf og fjör í Skjólunum Í Skjólunum var líf og fjör í orðs- ins fyllstu merkingu, margir krakk- ar í hverju húsi enda hvert hús tvær til þrjár íbúðir. Við systkinin vorum mjög samrýmd og minnist ég þess að bílaleikur með Magga bróður var jafn skemmtilegur og dúkku- og dúkkulísuleikur með vinkonum. Guðbjörg Elín Daníels- dóttir bjó í húsinu á móti. Hún lést fyrir skömmu eftir erfið veik- indi. Hjá henni fékk ég ljósálfa- og síðar skátabakteríuna. Oft þurftum við að taka strætó niður í braggana við Snorrabraut sem hýsti allt skátastarf í Reykjavík í þá daga. Daníel Gíslason, skátafor- ingi, faðir Guðbjargar, var óspar á að dásama hugsjónir skátahreyf- ingainnar og hann örvaði okkur til útivistar og ferðalaga. Eitt sinn er við vorum um það bil 12 ára skipulögðum við ferð upp í Lækj- arbotna og gistum í gamla skáta- skálanum, sem er nú á Árbæjar- safni. Þá var hægt að taka strætó þangað. Við vorum bara tvær, en einhverra hluta vegna fengu hinar stöllurnar í skátaflokknum ekki að gista, en komu til okkar daginn eftir í blíðskaparveðri til að fara í frekari gönguferðir, gantast og busla í ánni. Hinar skátasysturnar eru Guð- björg Björgvinsdóttir (Didda) ballettskólastýra, systurnar Anna Karen og Dóra Júlíussen félagsráð- gjafar og Edda Hjaltested hjúkrun- arfræðingur. Ótal voru ferðirnar er við fórum með skátunum en þessi er mér ferskust í minni sök- um þess að Daníel Gíslason tók næsta strætó upp í Lækjarbotna til að fylgjast með einkadótturinni og vinkonunni til að grípa inn í ef eitthvað færi úrskeiðis, en þetta vissi ég ekki fyrr en ég var orðin fullorðin, enda gekk allt upp. Vildu gerast ballerínur Þrjár okkar skátasystra höfðum mikinn áhuga á ballett og ætluð- um okkur allar að komast á svið og gerast ballerínur, en margt fer öðruvísi en ætlað er því aðeins ein okkar gerði ballettkennslu að ævistarfi sem fyrr getur. Ég venti mínu kvæði í kross og fór að þjóna annarri listagyðju, tónlistinni, því píanó var komið á heimilið og fékk ég að læra á það hjá Katrínu Viðar píanókennara, með mikilli ánægju en áður hafði ég lært á blokkflautu. Stúlkur og drengir í götunni fóru oft í leiki saman. Farið var í ýmsa boltaleiki á miðri götu, því gott var að strika í malargötuna ,,heimaborgir” og ,,potta” eftir því sem við á. Auðvelt var að færa sig til á götunni ef svo ólíklega vildi til að bíll æki um hana. Kíló var vinsælt og Sto, allir fengu að vera með sem vildu og enginn var útilokaður og þegar skyggja tók var gott að fara í Fallin spýta því þá var betra að fela sig í skurð- um, djúpu grasi eða bak við hús. Við stelpurnar gösluðumst úti til jafns við strákana, t.d. príluðum við upp á bílskúra og hoppuðum síðan niður. Leiksvæðið var stórt ekki bara róló þar sem við æfðum ballettþrautir til jafns við rólóleiki. Fjaran og sjórinn voru eitt ævin- týri. Í fína sandinn teiknuðum við myndir og hoppuðum í París, á steinunum æfðum við jafnvægisí- þróttina, í sílapollinum veiddum við síli, létum flæða í kringum okk- ur úti í ,,eyjunni’’ okkar, þar sem við sögðum hvor annarri sögur og kváðumst á og fórum svo úr skóm og sokkum og óðum í land. Ég og mínar vinkonur tókum þó ekki þátt í að safna í brennuna um áramótin, en það var mikið ævintýri hjá Magga og strákunum og mikil vinna, sem fólst í því að safna í brennuna og ekki síður að passa hana fyrir öðrum stráka- hópum, sem áttu til að stela úr henni eða brenna. Ævintýrið full- komnaðist er flokkurinn tendraði blysin sín og hljóp Faxaskjólið og síðan Sörlaskjólið til að kveikja í kestinum á gamlaárskvöld. Það kom fyrir að bardagi skall á á milli hverfa þá mættu strákarnir með heimasmíðuð sverð og skildi og gerðu sína skyldu. Hinn 29.apríl 1957 eignumst við Magnús systur, okkur til mikillar ánægju. Hún heit- ir Ólöf Guðrún og er hjúkrunar- fræðingur. Það kom í minn hlut að gæta hennar úti þegar hún hafði aldur til. Didda vinkona var þá komin í vist að passa Önnu Helgu Scram og þurfti okkur hvorugri að leiðast þá. Einnig þurfti ég ekki lengur að ganga í hús til að fá að passa þar sem börn voru og tíðk- aðist í þá daga er allar mömmur voru heimavinnandi og hugsuðu sjálfar um börnin sín. Hinn vinkvennahópurinn teng- ist Melaskóla. Skólanum þar sem ég hef síðan kennt í síðan 1973. Við vorum í sama bekk frá 7 ára aldri og lukum Barnaskólaprófi, eins og það hét þá, úr 12 ára E árið 1958 og á næsta ári eigum við 50 ára útskriftarafmæli. Ólaf- ur Einarsson var kennarinn okk- ar og vorum við fyrsti bekkurinn af mörgum sem hann útskrifaði. Hann var góður við okkur enda leið okkur vel hjá honum. Ólafur var alinn upp í Öxafirði og á Jök- uldal og voru sumar af sögunum hans ættaðar þaðan meðal ann- ars sagan af geitum móður hans, en þær hlýddu einungis henni og komu um leið og hún kallaði á þær jafnvel þótt þær væru í tölu- verðri fjarlægð. Það þýddi ekkert fyrir annað heimilisfólk að reyna að herma eftir henni. Elsta huðnan kom alltaf fyrst og hinar í réttri röð á eftir og mjólka þurfti þær í sömu röð, þá stilltu þær sér upp og stóðu kyrrar á meðan mjólkað var. Eitt sinn varð móður hans á að mjólka tvær af yngri geitunum á undan forustu- geitinni en það hugnaðist ekki for- ustuhuðnunni og varð eftir það ekki eins hlýðin og þurfti stundum að draga hana. Þetta þótti borg- arbarninu merkilegt hjá hinum svokölluðu skynlausu skepnum. Hittir enn bekkjasysturnar Við stelpurnar í bekknum áttum og eigum vel saman. Helstu leikir okkar voru Bimm bamm, Hlaupa í skarðið og Framm framm fylking. Við hittumst enn til að spjalla. Reyndar hittist bekkurinn ásamt Ólafi kennara 1984 og borðuðum við saman máltíð á veitingastað í borginni. Saumaklúbbur var fljót- lega stofnaður strax í barnaskóla þótt ekki sé mikið saumað í dag er við hittumst. Sessunautur minn flest barnaskólaárin er Guðríður R. Valtýsdóttir (Gulla). Gulla bjó einnig í Sörlaskjóli og vinnur nú við Skipulagsstofnun Hafnarfjarð- ar. Það er á engann hallað er ég fullyrði að hún sé aðal driffjöðurin í samkomum okkar. Hinar eru Hulda Theódórsdótt- ir, Sigríður Sigurðardóttir, Ragna Gunnarsdóttir og Vilborg Sigurð- ardóttir. Alltaf gengum við saman úr og í skólann í öllum veðrum og man ég aldrei eftir að við værum heima vegna veðurs. Gulla minnti mig á eina slíka heimferð úr skól- anum í vitlausu veðri en þá reynd- um við að hlaupa í skjól á milli hviða. KFUK samkomur eru einnig hluti af æsku minni. Þangað fór ég með Gullu vinkonu og Fjólu Guðleifsdóttur sem einnig bjó í Sörlaskjóli og var vinkona Gullu. Þar fengum við að syngja í kór og leika leikritið Hans klaufi á fundi. Ég fékk hlutverk Hans klaufa en Gulla og Fjóla léku bræður hans. Ekki fer mörgum sögum af leiklist- arhæfileikum, en vonandi skánaði sýningin eitthvað er við sýndum það svo aftur er við dvöldum í Vindáshlíð. Séra Friðrik Friðriks- son er mér minnisstæður frá Amt- mannsstígnum með stóra vindil- inn sinn og kollhúfuna. Mannin- um sem stofnaði KFUM og K og samdi marga af söngvunum er við sungum á fundum. Alltaf var farið í strætisvagni eða gengið á milli staða og man ég oft eftir vögnun- um troðfullum og einatt þurfti bíl- stjórinn að biðja farþega að færa sig aftar til að rúma fleiri. Berangur og malargötur Í vesturbænum þegar ég var að alast upp var meira um berang- ur, malargötur, skurði, tún fyrir skepnur og girðingar. Kamp Knox, gamla Coka cola byggingin og hálf- byggð hús. Í allri þessari flóru húsbygginga rís Melaskólinn eins og höll, teikn- uð af Einari Sveinssyni,húsameist- ara bæjarins. Ekkert var til spar- að að gera húsbygginguna sem best úr garði, enda hefur bygging- in þótt hin glæsilegasta, skreytt listaverkum Barböru Árnason, Ásmundar Sveinssonar, glæsileg- um stigagöngum og fallegum vegg- panel. Bygging þar sem tekið var á móti konungum og öðru hefðar- fólki og í þessari byggingu fá ung- menni vesturbæjarins að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni. Fyrstu leikfélagarnir. Ég með Nonna, Sigfúsi frænda og Hjálmari. Strákarnir í Sörlaskjóli. Vormót í Helgadal 1959. Jóhanna Sigríður Pétursdóttir heimilisfræðikennari við Melaskólann. Systkinin Magnús og Jóhanna.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.