Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðMAÍ 2007 www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun.. Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 Kosningarnar framundan eru afar mikilvægar. Á undanförnum kjör- tímabilum hafa Íslendingar upplifað mesta hagsældarskeið í sögu þjóðar- innar og lífskjör hér á landi eru á við það sem allra best gerist í heiminum eins og ítrekað hefur komið fram í alþjóðlegum könnunum. Þar er stað- fest að staða okkar í samanburði við aðrar þjóðir er framúrskarandi. Sá árangur sem íslenskt samfé- lag hefur náð á síðustu árum er ekki sjálfsagður. Hann er þvert á móti afleiðing þeirrar stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt á undanförnum árum. Grundvöllurinn að þessum framförum er sá frábæri árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum hér á landi undanfarin ár. Þar hafa hugmyndir sjálfstæðisstefnunnar um lága skatta og lágmarksafskipti hins opinbera samhliða traustri stefnu í ríkisfjármálum leikið stórt hlutverk, enda er það bjargföst trú sjálfstæðismanna að blómlegt atvinnulíf sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Engum dylst sá aukni kraftur sem leyst hefur úr læðingi íslensks atvinnulífs á síðustu árum. Hér hafa orðið til kröftug fyrirtæki sem hafa leitað út fyrir landsteinana, öflugur fjármálamarkaður og fjöldi nýrra starfa skapast. Þessi uppgangur íslensks atvinnulífs á sér ekki rætur í því að stjórnvöld hafi stýrt þeirri þróun með því að hlutast til um í hvaða átt atvinnulifið þróast. Árang- urinn grundvallast á því að stjörn- völd hafa framfylgt stefnu sem bygg- ist á frjálsu athafnalífi innan ramma skýrra reglna, en ekki athafnalífi hafta og ríkisforsjár. Aukin kaupmáttur ráðstöfunartekna Bættur hagur fyrirtækjanna er gleðilegur út af fyrir sig. En mestu skiptir að sterkari fyrirtæki, og skattalækkunarstefna Sjálfstæðis- flokksins, leggja grunninn af bættum kjörum fólksins í landinu. Kaupmátt- ur ráðstöfunartekna hefur aukist hratt undanfarin ár þannig að lands- menn hafa meira milli handanna en áður. Frá 1994 nemur aukning kaup- máttar 75%, en það þýðir í raun að nú tekur fjóra daga að vinna sér inn fyrir þeim varningi sem áður tók sjö daga. Ennfremur tryggir hið heil- brigða atvinnulíf okkar nánast öll- um vinnufærum Íslendingum vinnu. Atvinnuleysi hér er meðal þess allra minnsta í heimi - og lægra en nokk- urs staðar annars staðar í Evrópu. Árangur stjórnvalda í rekstri ríkis- sjóðs hefur einnig verið eftirtektar- verður. Stóraukin umsvif í atvinnu- lífinu hafa aukið tekjur ríkissjóðs. Afraksturinn af uppganginum hefur því verið nýttur til að efla mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið og tryggja þannig jöfn tækifæri. Jafn- framt hafa skuldir ríkis- sjóðs nánast verið greidd- ar upp. Þetta þ ý ð i r a ð komandi kyn- slóðir munu ekki þurfa a ð b o r g a fyrir eyðslu n ú v e r a n d i stjórnvalda í sköttum. Þetta, ásamt frábærri stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins, gefur komandi kynslóðum Íslendinga mikilvægt for- skot í samkeppni við aðrar þjóðir. Við viljum halda áfram á þessari braut og tryggja að Ísland verði í for- ystu hvað lífskjör og afkomu varðar. Í kosningunum sem framundan eru skiptir hvert atkvæði máli. Ég vona að baráttan verði málefnaleg þannig að kjósendur fái ráðrúm til að kynna sér bæði stefnu flokkana og vega og meta þá frambjóðendur sem bera hana fram. Árangur undanfarinna ára er góður. Það er kosið um það hvort við viljum að samfélagið haldi áfram að þróast á sömu braut, með frelsi og velferð að leiðarljósi. Geir H. Haarde Skipar 1. sætið í Reykjavíkurkjördæmi-suður Mikilvægar kosningar framundan Geir H. Haarde, forsætisráðherra. “Íslenska undrið” er nokkuð sem oft er haft á orði yfir þróun mála hér á landi á liðnum árum. Uppbygg- ingin hefur verið slík hér á landi að það þykir undrun sæta. Hvert sem litið er í höfuðborginni okkar má sjá byggingakrana, önnum kafna iðnaðar- menn og framkvæmdir af ýmsu tagi. Uppbyggingin er gríðarleg á öllum sviðum. Þegar Framsóknarflokkurinn sett- ist í ríkisstjórn árið 1995 var mark- visst farið í að efla hér atvinnuupp- byggingu og nýsköpun, enda lofaði flokkurinn 12 þúsund nýjum störf- um á kjörtímabilinu sem í hönd fór. Það loforð var efnt og gott betur. Í því kristallast sú áhersla framsókn- armanna að undirstaða velferðar og samhjálpar er öflugt atvinnulíf og kröftug nýsköpun. Stóraukin fjárfesting í vel- ferð og menntun Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Á þessum tíma hefur staða ríkissjóðs tekið stakkaskiptum, skuld- ir ríkisins eru óverulegar og efnahag- ur traustari en áður í sögu lýðveldis- ins. Horfur eru á að kaupmáttur hafi aukist um u.þ.b. 75% frá 1994-2007. Að auki hefur orðið veruleg raunaukn- ing fjármagns til velferðarmála. • Framlög ríkisins til heilbrigðis- mála voru til að mynda áætluð ríflega 80 milljarðar á árinu 2006 og höfðu þá aukist að raungildi um 27,5 millj- arða frá árinu 1998 eða um 49%. • Framlög ríkisins til almannatrygg- inga og velferðarmála voru áætluð 73,4 milljarðar króna í fjárlögum 2006 og jukust að raungildi um 23 milljarða króna frá árinu 1998 eða um 45%. • Framlög ríkisins til fræðslumála voru áætluð 33,1 milljarður í fjárlög- um 2006 og jukust að raungildi um 12,3 milljarða frá árinu 1998 eða um 59%. • Framlög ríkisins til háskólastigs- ins voru áætluð um 16,7 milljarðar í fjárlögum 2006 og jukust að raun- gildi um 7,4 milljarða króna frá árinu 1998 eða um 80% að raungildi. Er þá ótalinn nýr samningur við Háskóla Íslands sem undirritaður var í jan- úar sl. og fól í sér stórauknar fjár- veitingar til skólans og ekki eru hér taldir þeir milljarðar til fræðslumála á háskólastigi sem koma fram í heil- brigðisútgjöldunum vegna kennslu- þáttar Landspítalans og ættu í raun að teljast með framlögum til kennslu og menntunar. Styrk stjórn efnahagsmála hefur því ekki aðeins leitt af sér lengsta samfellda vaxtarskeið kaupmáttar og hagvaxtar í Íslandssögunni, heldur hefur á sama tíma verið byggt upp enn öflugra velferðarkerfi. Með áfram- haldandi uppbyggingu öflugs atvinnu- lífs og árangri áfram er unnt að gera enn betur í þeirri samhjálp sem við viljum geta boðið fólki um land allt. Það svigrúm sem við það skapast viljum við framsóknarmenn m.a. nýta til að hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur, fella niður stimpil- gjöld, breyta fjölbýlum á dvalar - og h júkrunar - h e i m i l u m í e i n b ý l i , hækka fr í - tekjumark á atvinnutekj- ur lífeyris- þega og setja frítekjumark á lífeyrissjóðs- g r e i ð s l u r, auka fjármagn og mannafla lögreglu, setja nýja jafnréttislöggjöf, lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og koma á gjaldfrjálsum leikskóla í samvinnu við sveitarfélögin, koma á ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auka niðurgreiðslur á tannviðgerðum og breyta þriðjungi námslána í styrk ef námi lýkur á tilskildum tíma. Einhverjum kann að þykja sem við framsóknarmenn setjum markið hátt. Við teljum mikilvægt að áfram sé unn- ið að framförum af framsýni og krafti en um leið staðfestu og stöðugleika. Við viljum árangur áfram - ekkert stopp. Sæunn Stefánsdóttir Alþingismaður Framsóknarflokks og Vesturbæingur Íslenska undrið Sæunn Stefánsdóttir. ������������� ����� � � ��������� � � � � ��� ��� � � ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������� �� ������������������������������������������ ����������������������������� ���� ������������������������������������������������������� ����������� Óskast til leigu Leitum að einbýlishúsi/raðhúsi til leigu á Seltjarnarnesi/Vesturbæ til 2- 3 ára Svar sendist heilin@heilinn.is eða í síma 847-7110. Birgir Pétursson tannlæknir hefur hafið störf á tannlæknastofunni Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnarnesi. Tímapantanir eru milli 9:00 og 17:00 alla virkadaga í síma 561-2500. Hef hafið störf

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.