Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 18
18 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Nú eru aðeins rúm vika til alþing- iskosninga og loforðalistar ein- stakra stjórnmálaflokka lengjast frá degi til dags. Að sumu leyti er það skiljanlegt. Hagsmunasamtök og áhugafólk um einstök málefni vill auðvitað fá svör frá flokkunum um áherslur og stefnumál á sínu sviði, nota tækifærið til að komu kröfugerð og tillögum til útbóta á framfæri og eðlilegt að flokkarnir bregðist við því. Það er nauðsynleg- ur hluti þeirrar samræðu, sem alltaf þarf að eiga sér stað milli stjórn- málamanna og kjósenda í aðdrag- anda kosninga. Í hita leiksins er hins vegar freistandi fyrir flokkana að lofa gulli og grænum skógum og láta síðan bara ráðast hvort hægt er að standa við hin fögru fyrirheit. Reynslan sýnir að flokkar eru mis- jafnlega veikir fyrir freistingum af þessu tagi og almennt má segja að mótstöðuaflið minnki í réttu hlut- falli við vaxandi taugaveiklun inn- an þeirra flokka, sem upplifa sig í vanda, verða fyrir mótlæti í kosn- ingabaráttu, finna ekki hljómgrunn fyrir sjónarmiðum sínum og sjá fylgið dala í skoðanakönnunum. Á sama hátt er áberandi að eftir því sem möguleikinn á stjórnarþátttöku verður fjarlægari eykst tilhneigingin til yfirboða og stórkarlalegra yfirlýs- inga af ýmsu tagi. Flestir tóku eftir því að hagstæðar skoðanakannanir gerðu forystumenn Vinstri grænna óvenju varkára í tali á sama tíma og loforðalistar Samfylkingarinnar lengdust viku eftir viku, mánuð eft- ir mánuð, þegar hver könnunin á fætur annarri gaf til kynna að þriðj- ungur kjósenda flokksins í síðustu kosningum væri að yfirgefa hann. Það er mikilvægt að kjósendur hafi þetta í huga á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar og meti málflutn- ing flokkanna í þessu ljósi. Það eru líka til betri mælikvarðar til þess að bera saman flokka heldur en fjöldi fyrirheita eða fjárhæðir sem lofað er til hinna ýmsu málefna. Sá sem lof- ar mestu er ekki endilega sá sem lík- legastur er til að ná mestum árangri við landsstjórnina. Miklu mikilvæg- ara er að meta hvort viðkomandi flokkur hafi sýnt að hann geti náð árangri og hvort hann sé líklegur til að ná árangri í framtíðinni. Öflugt atvinnulíf, kröftug- ur hagvöxtur, meiri kaup- máttaraukning Við sjálfstæðismenn erum stoltir af verkum okkar á undanförnum árum og leggjum þau óhræddir í dóm kjósenda. Öflugt atvinnulíf, kröftugur hagvöxtur, meiri kaupmátt- araukning en víðast hvar í hinum vestræna heimi og minnsta atvinnu- leysi í nokkru þróuðu hagkerfi eru órækar vísbendingar um árangur þeirrar stjórnarstefnu, sem við höf- um haft forgöngu um. Vöxturinn í efnahagslífinu hefur líka gefið okkur svigrúm til að greiða niður skuldir ríkisins og lækka skatta á sama tíma og unnt hefur verið að verja meiri fjármunum til opinberrar þjónustu, hvort sem er á sviði menntamála, heilbrigðismála og velferðarmála almennt. Hagvöxtur og fjárhagsleg- ir mælikvarðar eru að sönnu ekki þ a ð e i n a s e m m á l i skiptir, en við megum ekki gleyma því að pen- i n g a r e r u þó forsenda þess að get- um gert svo margt við af því sem við viljum gera, hvort sem er í heimilisrekstrinum eða opinber- um umsvifum. Við erum líka sannfærðir um að stefna okkar er líklegust til að skila áframhaldandi framförum á kom- andi kjörtímabili. Árangurinn er nefnilega ekki sjálfgefinn. Það er ekki náttúrulögmál að hagvöxtur haldi áfram að vaxa, atvinnulífið blómgist, kaupmáttur aukist og allt- af sé næg atvinna í boði. Um það vitna dæmin, bæði frá nágranna- löndunum og úr okkar eigin sögu. Ákvarðanir stjórnvalda ráða þar auðvitað miklu um. Það er fyrst og fremst á þessum forsendum, en ekki með yfirboðum og loforðaflaumi, sem við sjálfstæð- ismenn leitum eftir stuðningi kjós- enda þann 12. maí og óskum eftir áframhaldandi umboði til að vera í forystu í landsmálunum. Birgir Ármannsson, Víðimel 47 þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar nú 5. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirboð eða árangur? Birgir Ármannsson. Spennandi sumar í kvennaknattspyrnunni Þær Edda Garðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir, leikmenn KR, telja að framundan sé spenn- andi sumar í kvennaknattspyrn- unni. Edda leik með Breiðabliki á sl. sumri en er nú komin aftur “heim”, en hún er uppaldin hjá KR. Katrín hefur einnig leikið með KR í yngri flokkunum og hefur ekki leikið með öðru liði. “Þetta er góður hópur og stór og andinn frábær,” segja þær Edda og Katrín. “Hópurinn er að eflast og KR sennilega með mestu breiddina og svo er Hrefna komin aftur úr barnseignaleyfi. Ekki má gleyma því að yngri stelpur eru að koma upp, og þær lofa góðu um framhaldið.” Þær stöllur telja að Valur verði erfiðasti andstæðingurinn í sumar enda með nær óbreytt lið. Einnig sé Stjarnan að bæta sig og frammi- staða Fylkis komið nokkuð á óvart, m.a. hafi þær tapað nýlega fyrir Fylki og búast megi við sterk- um erlendum leikmönnum með Fylki. En það sé gott að sá skellur sem fylgir tapi sé að baki, hann komi ekki í deildarkeppninni. Breiðablik sé nokkur spurning, liðið hafi misst lykilleikmenn og liðið ungt. En ekki megi vanmeta nokkurn einasta andstæðing. Edda Garðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir, leikmenn Landsbanka- deildarliðs KR. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn landsins árið 1991 hefur orðið bylting á Íslandi. Fyrir þeirri byltingu finna allir þjóðfélagshópar í þeim tækifærum sem þeim standa til boða hvort sem er í efnahags- og atvinnumálum, menntamálum eða vel- ferðarmálum. Fólk finnur líka fyrir því í buddum sínum því á þessu tímabili hefur hagsæld aukist samkvæmt öll- um mælikvörðum, skattar hafa lækk- að og laun á sama tíma hækkað. Við höfum gripið til aðgerða til þess að lækka matarverð og svo lengi mætti telja. En þó svo að sá árangur sem náðst hefur sé í senn glæsilegur og ánægjulegur er ekki þar með sagt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji láta staðar numið og vilji ekki gera betur. Þvert á móti viljum við halda áfram og höfum því sett fram metnaðarfull markmið á öllum sviðum. Um fátt hefur verið meira rætt í aðdraganda þessara kosninga en um málefni aldraðra. Það er sama við hvern ég hef talað, allir leggja þunga áherslu á að bæta þurfi kjör hinna eldri, einkum þess hóps eldri borgara sem lakast eru settir. Þessar áherslur koma ekki eingöngu fram hjá eldri borgurum, heldur ekki síður hjá fólki á mínum aldri, enda á það að vera sér- stakt markmið hinna yngri að vinna að velferð þeirra eldri. Þeir eiga það skilið enda hafa þeir skilað sínu fram- lagi til þjóðfélagins með glæsilegum hætti og við af yngri kynslóðinni njót- um nú ávaxta þeirrar vinnu. Hagur eldri borgara vænkaðist veru- lega á síðsta kjörtímabili þegar elsti skattur Íslandssögunnar, eignaskatt- urinn, var afnuminn. Eignaskattur- inn, sem átti rætur sínar að rekja til tíundarinnar gömlu, var ósanngjarn og óréttmætur skattur, en hann var jafnframt einstaklega þungbær eldri borgurum, enda voru eldri borgarar þeir sem helst urðu fyrir þeirri skatt- heimtu. Afnám eignaskattsins var því mikill sigur fyrir eldri borgara. Sigur fyrir eldri borgara Enn stærri sigur vannst í kjarabar- áttu eldri borgara þegar Geir H. Haar- de, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti því yfir á lands- fundi flokksins nýverið að á næsta kjör- tímabili myndi Sjálfstæðisflokkurinn leggja sérstaka áherslu á bæta kjör eldri borgara, það er að segja að grípa til sérstakra aðgerða til þess að auka ráðstöfunarfé þessa hóps. Og hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera til þess að ná þessum markmið- um? Hvað ætlum við að gera? Í fyrsta lagi ætlum við að minnka skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá almannatryggingakerfinu. Slíkt er nauð- synlegt til þess að ná fram kjarabótum fyrir eldri borgara. Í annan stað viljum við tryggja öllum lágmarkslífeyri úr líf- eyrissjóði til viðbótar þeim greiðslum sem koma úr almannatryggingakerfinu, enda státa því miður ekki allir eldri borgarar af digrum lífeyrissjóðum sem þeir geta leitað í að lokinni starfsævi sinni. Hefur formaður Sjálfstæðisflokks- ins nefnt að slíkar viðbótargreiðslur gætu numið 25.000 krónum á mánuði. Í þriðja lagi viljum við sjálfstæðismenn beita okkur fyrir því að fólk sem er kom- ið yfir sjötugt geti unnið launaða vinnu án þess að það skerði lífeyri frá Trygg- ingastofnun ríkisins eins og nú er. Slík breyting er mikið réttlæt- ismál. Í stað þess að vera s j á l f k r a f a dæmdir út af vinnumarkaði myndi s l ík breyting hvet- ja eldri borg- ara til áfram- haldandi þátttöku í atvinnulífinu og til þess að gera sig áfram gildandi í samfé- laginu með okkur sem yngri erum. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta hag eldri borgara Sigurður Kári Kristjánsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.