Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 4

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 4
4 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2007 Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við sem forseti borgarstjórnar Reykjavíkur þegar meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í borgarstjórn vor- ið 2006. Hanna Birna er einnig formaður skipulagsráðs. Deiliskipulag að Keilugranda 1 hefur verið til umræðu og afgreiðslu síðan á sl. vetri, og kom- ið ítrekað til afgreiðslu hjá skipu- lagsráði Reykjavíkurborgar. Íbúar í næsta nágrenni hafa mótmælt upphaflegum áformum um háhýsi á svæðinu og hefur skipulagsráð tekið tillit til margra þeirra ábenda og krafna. Borgarráð hefur ákveðið að breyta deiliskipulagi til þess að byggja megi háhýsi að Keilugranda 1. Haft er eftir Hönnu Birnu sem formanni skipulagsráðs að með til- lögunni sé komið til móts við óskir íbúa, en þeir fullyrða hins vegar að aldrei hafi verið rætt við þá um tillögurnar, en þeir viðurkenni fylli- lega réttinn til að byggja á lóðinni. Hanna Birna var spurð hver stað- an væri nú? Verður nýtt deiliskipu- lag auglýst á næstunni og hversu háar verða byggingar þarna? Má búast við að framkvæmdir hefjist þarna á næsta vetri? Hanna Birna segir það rétt að í langan tíma hafi uppbyggingar- áform verið til umræðu við Keilu- granda 1. Þau uppbyggingaráform hafa meðal annars tekið mið af því sem hún telur vera sameiginleg- an vilja borgaryfirvalda og íbúa að mikilvægt sé að breyta þeim aðstæðum sem fyrir eru á lóðinni og gefa fólki tækifæri til að búa á þessum eftirsótta stað. “Fyrr á þessu ári var tillaga um ákveðna uppbyggingu á lóðinni send í hagsmunaaðilakynningu til íbúa. Með því gafst íbúum á svæð- inu tækifæri til að tjá sig um fyr- irhugaða uppbyggingu, auk þess sem fulltrúar íbúa á svæðinu fyl- gdu þeim athugasemdum eftir á sérstökum fundi sem ég hélt með þeim um málið,” segir Hanna Birna. “Margar góðar athugasemdir og ábendingar komu frá íbúum í þessu ferli, en í framhaldi af því var ný tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi lóðarinnar samþykkt til aug- lýsingar í skipulagsráði. Sú tillaga tekur mikið mið af þeim ábending- um sem frá íbúum komu. Þannig er uppbygging samkvæmt nýju tillög- unni til að mynda háð því að fram- kvæmdaraðili tryggi að engar breyt- ingar verði á grunnvatnsstöðu á svæðinu, hvorki á framkvæmda- tíma né síðar, en áhyggjur vegna þess voru áberandi í athugasemd- um íbúa. Tillagan kemur einnig til móts við óskir um minni nýtingu á lóðinni með lækkun á nýtingar- hlutfalli og með því að lækka bygg- ingarinnar. Þannig er hæð húsana sem næst standa íbúðabyggðinni aðeins fjórar hæðir en fer mest upp í níu hæðir við Eiðsgranda þar sem áður hafði verið gert ráð fyr- ir þrettán hæðum. Að auki hefur byggingarreiturinn verið færður innar á lóðina í samræmi við óskir íbúa. Allt eru þetta breytingar á fyrri tillögu sem taka mið af þeim athugasemdum og ábendingum sem komu frá íbúum í hagsmuna- aðilakynningunni fyrr á árinu. Staða málsins nú er að umrædd tillaga hefur verið samþykkt í aug- lýsingu og þá gefst íbúum og öðr- um hagsmunaaðilum aftur tækifæri til að tjá skoðanir sínar, sem að sjálfsögðu verða skoðaðar og metn- ar á vettvangi skipulagsráðs. Ég ú t i loka a l l s ekk i a ð gerðar verði einhverjar breyting- ar á þeirri tillögu sem nú er í aug- lýsingu, enda auglýsingatíminn til þess ætlaður að fá enn frekari viðbrögð úr umhverfinu, en ítreka þó að ég tel tillöguna mæta ágæt- lega því markmiði að byggja þarna íbúðabyggð í góðu samhengi við það sem fyrir er í þessum hluta borgarinnar. Nú þegar liggur fyrir úttekt vegna umferðarmála á svæðinu og úttekt vegna fyrirhugaðra framkvæmda, auk þess sem verið að vinna að athugun á hljóðvist á svæðinu, þannig að það má ætla að skipu- lagsráð geti lokið sinni yfirferð og samþykkt deiliskipulag fyrir svæð- ið á haustmánuðum. Í framhaldi af því er ekki ólíklegt að einhverjar framkvæmdir geti hafist á lóðinni á þessu ári.” Á Mýrargötu Slippasvæði verða allt að 700 íbúðir - Tvö svæði við Ánanaust eru þyrnir í augum margra þar sem þau virðast frekar vera geymslusvæði fyrir rusl en ákjósanlegt bygginga- svæði. Þetta eru svæðin sem í fyrsta lagi afmarkast af Mýrargötu - Ána- nausti - Vesturgötu og Seljavegi og hins vegar af Vesturgötu - Ánanausti - Holtsgötu og Seljavegi. Má búast við að þarna verði deiliskipulagt á næstunni, og ef svo er hvenær? Ef þessi svæði eru hugsuð sem íbúða- svæði, hversu margir íbúar gætu hugsanlega búið þarna í framtíð- inni? “”Eins og íbúar í Vesturbæ þekkja eru í undirbúningi talsverð- ar breytingar á svæðinu í kringum höfnina og gamla slippasvæðið. Þannig var á síðasta kjörtímabili ráðist í að vinna rammaskipulag að svokölluðu Mýrargötu- og Slippa- svæði sem gerir ráð fyrir því að stórtæk atvinnustarfsemi á því svæði geti vikið fyrir umfangs- minni atvinnu- og hafnarstarfsemi og fjölbreyttri íbúðabyggð. Þetta verður mjög skemmtilegt svæði í einstökum tengslum við hafið, vest- urbæinn og miðborgina. Í vor tókst að gera þessa uppbyggingu enn meira aðlaðandi þegar borgin hafði forgöngu um það að Allianz-húsið fengi að standa áfram og hluti Dan- íelslipps stæði áfram sem kjarni í opnu safnasvæði við hafið. Samhliða þessum áformum var í síðustu viku samþykkt í skipulags- ráði og borgarráði nýtt skipulag á svokölluðum Nýlendureit, þar sem áhersla er lögð á uppbyggingu í anda þessa einstaka hluta vestur- bæjarins m.a. með því að gera ráð fyrir lóðum fyrir flutningshús. Mark- vert er einnig í því deiliskipulagi að kirkjubygging mun rísa á svæðinu, auk þess sem mikil áhersla er lögð á að fjölga og viðhalda grænum reitum í umhverfinu. Í framhaldi af athugasemdum íbúa var þetta skipulag samþykkt með fyrirvara um fjölgun bílastæða. Þau svæði sem þú nefnir eru hluti þessa skipulagssvæðis og þarna er fyrirhuguð íbúðabyggð í anda umræddra áforma. Það er sannarlega rétt að hluti þessa svæðis er í dag hvorki til mikillar prýði né fyrirmyndar, en vonir borg- aryfirvalda eru þær að uppbygging á svæðinu hefjist sem fyrst og geti tryggt stórbætt umhverfi fyrir nýja íbúa og þá sem fyrir eru. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um að end- urskoða heimildir á því svæði sem Landhelgisgæslan stendur í dag við Seljaveg, en gildandi skipulag gerir þar ráð fyrir óbreyttu ástandi. Þegar endanleg uppbygging alls þessa svæðis liggur fyrir, þ.e alls innan svæðisins sem hefur verið skilgreint sem Mýrargata Slippa- svæði má ætla að þarna muni byggjast allt að 700 íbúðir, en þessi fjöldi er háður því skilyrði að hluti þeirra verði litlar hjúkrunaríbúðir innan Héðinsreits.” Óvíst hvort Gröndalshús verður í miðborginni eða á Árbæjarsafni - Svokallað Gröndalshús, sem Benedikt Gröndal skáld bjó lengst af í, stendur á baklóð við Vesturgötu. Uppi hafa verið hugmyndir um að flytja húsið upp á Árbæjarsafn og gera það upp þar sem eina af perl- um safnsins. Nú eru uppi hugmyndir um að flytja það á auða lóð í Grjóta- þorpinu, þar sem nú er garður sem íbúar nýta m.a. til samkomuhalds. Ástæðan er m.a. sögð sú að til stan- di að ánafna Rithöfundasambandi Íslands húsið og gera það að eins konar vinnustofu fyrir erlenda rit- höfunda. Almenn andstaða virðist vera við þessi áform af hálfu íbúa Grjótaþorps, sem segja að að aldrei hafi verið rætt við þá um þennan flutning. Hefur þetta mál komið inn á borð skipulagsráðs? Liggur fyrir samþykkt innan meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur um að flytja Gröndalshús í Grjótaþorpið? “Það liggur ekki fyrir nein sam- þykkt meirihlutans um að flytja Gröndalshús í Grjótaþorpið. Hins vegar liggur fyrir sameiginlegur vilji allrar borgarstjórnar, bæði meiri- hluta og minnihluta, um að það hafi verið og sé mikilvægt að skoða hvort hægt sé að finna húsinu stað í miðborginni. Gröndalshús er auðvitað, eins og við þekkjum, mjög merkilegt og einstakt hús í sögu Reykjavíkur. Í kjölfar ákvörðunar frá síðasta kjör- tímabili um uppbyggingu á þeim reit sem það stendur nú þarf hús- ið hins vegar að víkja af svæðinu, en ákvörðun hafði verið tekin um flytja húsið í Árbæjarsafn. Áður en af þeim flutningi verður vildu borg- aryfirvöld kanna það hvort einhver möguleiki væri að finna húsinu lóð í miðborg Reykjavíkur og leyfa íbú- um þannig áfram að njóta tilvistar þess og sögu í sínu upprunalega umhverfi. Þetta var t.d rætt í borg- arstjórn sl. vetur og um þá athugun var mikil pólitísk samstaða. Nokkr- ir staðir hafa verið nefndir í því sambandi, og einn þeirra er Grjóta- þorpið. Hugmyndir um að skoða stað- setningu hússins í Grjótaþorpi voru t.d. kynntar á íbúafundi á svæðinu sl. vetur, þar sem málið var kynnt og íbúar komu með sínar ábending- ar. Misjafnar skoðanir komu fram á þeim fundi, þannig að í raun er framtíðarstaðsetning Gröndals- húss enn til umræðu og formleg ákvörðun liggur ekki fyrir um það hvort því verður fundinn staður nálagt sínum upprunalega stað í miðborginni eða hvort það verður, í samræmi við fyrir áætlanir, flutt í Árbæjarsafn,” segir Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórn- ar og formaður skipulagsráðs. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður skipulagsráðs borgarinnar. Sameiginlegur vilji allrar borgarstjórnar að finna Gröndalshúsi stað í miðborginni Ég útiloka alls ekki að gerðar verði einhverjar breyt- ingar á þeirri tillögu sem nú er í auglýsingu um Keilu- granda 1, enda auglýsingatíminn til þess ætlaður að fá enn frekari viðbrögð úr umhverfinu, en ítreka þó að ég tel tillöguna mæta ágætlega því markmiði að byggja þarna íbúðabyggð í góðu samhengi við það sem fyrir er í þessum hluta borgarinnar. Nú þegar liggur fyrir úttekt vegna umferðarmála á svæðinu og úttekt vegna fyrirhugaðra framkvæmda, auk þess sem verið að vinna að athugun á hljóðvist á svæðinu. N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjólbarðaþjónustu N1, Ægisíðu 102 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Hjólbarðaþjónusta N1, Ægisíðu 102, Reykjavík, sími 552 3470

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.