Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 5
5VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2007 Fræðimenn sem lagst hafa yfir Íslandssöguna, þróun byggðar og atvinnuhætti til sjávar og sveita til forna hafa yfirleitt skilað stór- merkum fróðleik til samfélagsins. Oft á tillidögum er þá talað um hvernig þessi þjóð vann sig úr örbyggð til bjargálna. Framþró- unar á milli þessara tveggja tíma- bila er þá lítt gætt a.m.k. ekki þess er snýr að verbúðarlífi, sjó- sókn og fiskverkun. Verkfærum og áhöldum til notkunar í undir- stöðuatvinnugrein Íslendinga var lítt haldið til haga nema af fáum einum einstaklingum og eldhug- um, sem verður seint þakkað fyrir þeirra hirðusemi, og nánast allir opnir bátar sem róið var á til fisk- jar glötuðust. Upp úr 1970 fóru sveitafélög og félagasamtök að sýna munum fortíðarinnar áhuga en því miður var þá margt merkra muna og minja glatað. Á sjómannadaginn, 3. júní sl., var Bjarni Jónsson listamaður, búsettur á Ægisíðunni, heiðraður af Sjómannadagsráði með heiðurs- merki Sjómannadagsins fyrir hans einstaka framlag til fróðleiks fyr- ir komandi kynslóðir um þann aðbúnað sem sjómenn og fiskverk- unarfólk bjó við fyrr á öldum. Í ávarpi sínu sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs m.a.: “Í 5 merkum bindum, “Íslenskir sjávarhættir” eftir Lúðvík Krist- jánsson, sem hann helgar minn- ingu íslenskra sjómanna fyrr og nú, er stórmerkur fróðleikur for- tíðar um sjósókn veiðar, vinnslu og nytjar hverskonar sjávarfangs. Einstakur texti bókarinnar í frá- sögn og fróðleik á sér ekki hlið- stæðu og af fræðimönnum talið einstök sinnar tegundar í heimin- um. Hið myndræna efni er athygl- isvert og unnið í góðu samstarfi Lúðvíks Kristjánssonar og Bjarna Jónssonar listmálara en þeir félag- ar ferðuðust um landið frá 1962, ræddu við eldri sjómenn, konur og fiskverkunarfólk og fengu frá þessu fólki upplýsingar um ára- báta, smíðalag og gerð þeirra, svo misjafnir sem þeir voru eftir lands- hlutum, fiskverkun og hlutum sem til verka voru notaðir til sjávar og sveita. Teiknaðar myndir Bjarna í ritverki þessu nema þúsundum með ótrúlega glöggum skýringum og heiti hlutanna. Í 27 ár var ferðast á milli landshluta, rætt við fólk um for- tíðina og teiknað allt sem tengd- ist útræði. Lúðvík Kristjánsson kemst svo að orði í eftirmála í riti tvö. “Kaflinn um árabátinn á sér einna lengsta sögu þessa rits. Vert er að vekja athygli á að án bátsins hefði ekkert þjóðlíf getað þrifist í þessu landi fremur en ef hér hefði verið hestlaust enda ára- skipið aðal atvinnutækið um aldir. Sá er munur að um íslenska hest- inn hafa verið skrifaðar margar bækur, en um íslenska árabátinn aðeins glefsur hér og þar, sumar skillitlar,” sagði Guðmundur Hall- varðsson. Hefur málað hundruð árabáta Auk teikninga í bók íslenskra sjáv- arhátta hefur Bjarni málað á striga hundruð árabáta flestra gerða sem notaðir voru hér við land á öldum áður, verstöðvar og verbúðir af ýms- um gerðum. 60 málverk áraskipa sem sýna sögu sjósóknar á Íslandi málaði Bjarni eftir hvatningu frá Kristjáni Eldjárn o.fl. Alþingi Íslendinga eignaðist þess- ar myndir og gaf Þjóðminjasafninu. Bjarna er margt til lista lagt, hann- aði minnismerki um drukknaða sjó- menn í Þorlákshöfn og minnismerki um drukknaða sjómenn og björgun- arafrek á Vestfjörðum sem staðsett er við minjasafnið á Hnjóti. Bjarni Jónsson er því vel kominn að þessari heiðursviðurkenningu. Bjarni hlaut heiðurs- merki Sjómannadagsráðs Bjarni Jónsson listamaður lengst t.v. ásamt öðrum þeim sem hlutu heiðursmerki Sjómannadagsráðs. Taktu flátt í grillleik MS og flú gætir unni› glæsilegt Weber grill. Kauptu dós af s‡r›um rjóma frá MS, far›u á www.ms.is, slá›u inn lukkunúmeri› sem er í lokinu og flú fær› strax a› vita hvort flú hefur unni›. Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Rétttrúnaðarkirkjan byggir kirkju á Nýlendugötu Á fundi borgarráðs nýver- ið var lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og safnað- ar Moskvu-Patriarkatsins um lóðina að Nýlendugötu, og var það samþykkt. Borgarráðsfull- trúar Vinstri grænna og Sam- fylkingar og áheyrnarfulltrúi F-lista fögnuðu samkomu- lagi borgarinnar við söfnuð Moskvu-Patriarkatsins um lóð undir kirkju safnaðarins. Ætla má að kirkjan rísi á allra næstu árum en útlit hennar mun bera einkenni rússneskrar byggingahefðar. Hæð kirkjunnar verður um 20 metrar en stærð hennar allt að 950 fermetrar en hún verður úr timbri og segir Alexander A. Rannikh, fyrrver- andi sendiherra Rússlands á Íslandi, bera þá von í brjósti að kirkjan geti orðið ein af perlum Reykjavíkur. Rússneska rétttrúnaðarkirkj- an hefur í hyggju að efla umsvif sín á Íslandi og hyggst leita ásjár íslensks viðskiptalífs við byggingu kirkjunnar. Prestur Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi er Timothy Zolotuski. Jafnframt áréttuðu fulltrúar minnihlutans að að múslimar í borginni hafi beðið í tæp sjö ár eftir lóð undir mosku. Það væri því verið orðið brýnt að söfnuð- urinn fengi úrlausn sinna mála. M.a. sóttu múslimar um lóð í Breiðholtinu í stjórnartíð R-list- ans en fengu ekkert svar, og hafa ekki heldur fengið úrlausn sinna mála í tíð núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Lóðin þar sem kirkja Rétttrúnaðarsafnaðarins rís. ��� ������ ���������������� ������������� �� ����� ���� ���������� ������������� � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � �

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.