Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 6

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2007 Finnur Björgvinsson arkitekt, sem býr að Hávallagötu 43, segist halda að flestum finnist gott að koma heim hvar sem þeir nú búa. “Hávallagatan er staðsett á ákjósanlegum stað í Reykjavík rétt við miðborgina í vesturbænum, sunnanverðu við Vatikanið, eða réttara sagt Landa- kotskirkjuna. Gatan liggur austur - vestur og það þýðir að á morgnana, þegar sól er, er gengið beint út í sólina, það er góð byrjun á deginum. Ekki sak- ar að Vesturbæjarlaugin er í 5 mín. fjarðlægð og hefst helst hver dagur þar hjá mér. Þegar heim er komið eftir góðan vinnudag er gott að fara út í garð slaka á fyrir kvöldmatinn þar sem kvöldsólar nýtur. Það má til gamans segja að það sé afar sjaldan sem hús séu til sölu í götunni, fólk held- ur í þessi hús og oft haldast þau í fjölskyldum. Lega Hávallagötunnar er mjög fín, nú á ég við breytileika húsanna þegar gengið er frá Garðastræt- inu inn á Hávallagötuna eru húsin þar einbýlishús sem síðan breytast yfir í stærri hús, tvíbýlishús, sem ég held að sé sér íslenskt fyrirbæri, og er kanns- ki ekki sniðug íbúðarhugmynd. Þegar ofar kemur í götuna (brekkuna) opnast gatan til norðurs út á Landakotstúnið en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir á Esjuna. Á haustdögum er Esjan í þvílíkri litadýrð að það er ólýsanlegt. Þegar komið er framhjá Landakotstúninu er komið að heilstæðum parhúsum sem Gunnlaugur Halldórs- son teiknaði á árunum 34-35, hann vann samkeppni um þessi hús þessar byggingar gengust undir nafn- inu Félagsgarður. Gatan beygist um Hofsvallagötuna, og vestan við hana koma þessi sérstöku og fínu parhús beggja vegna götunnar og gefa frábært og einstætt umhverfi ,sem ég efast um að sé á fleiri stöðum í Reykjavík. Þetta er funkisstíll aðeins stíl- færður með þakköntunum. Þar sem gatan mætir Bræðraborgarstig endar hún í gamla vesturbænum þar sem enn standa gömul timburhús sem hafa ver- ið byggð upp með Bræðraborgarstígnum áður en Hávallagatan var til og myndar eins og lítið þorp við enda götunnar. “Það er gott að koma heim” Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 - segir Finnur Björgvinsson arkitekt á Hávallagötunni Finnur Björgvinsson á bekk á Landakotstúninu með Landakotskirkju í baksýn sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Á bekknum stendur: LOVING MEMORY Frank and Ragnheiður Þorsteinsdóttir Guida MARRIED MAY 11 1945. Þarna er hægt að tilla sér hvort sem er á degi eða nóttu, mjög rómantískur staður. Hvallagata séð til austurs. Við enda götunnar blas- ir siglingamerki Reykjavíkur eins og hinn danski prófessor Finns Björgvinssonar kallaði Hallgrímsturn- inn. Það er óvenju gott að orientera sig í þessari frá- bæru götu. Þar er alltaf gott að koma heim. Kirkjulistahátíð verður í Hall- grímskirkju 11. til 19. ágúst nk. og eru einkunnarorð hátíðarinnar úr Lofsöng Móse og Ísraelsmanna í Exodus, annarri Mósebók, “Ég vil lofsyngja Drottni” og tengjast beint óratóríu Handels, Ísrael í Egyptalandi. Stærstu verk kirkju- tónbókmenntanna hafa ávallt ver- ið á dagskrá Kirkjulistahátíðar og í ár verða tvö stórverk flutt í upp- hafi og við lok hátíðarinnar undir stjórn Harðar Áskelssonar. Messa í h-moll eftir Johann Sebastian Bach, eitt stórbrotnasta tónverk allra tíma, verður flutt af Mótet- tukór Hallgrímskirkju, sem fagnar nú 25 ára afmæli sínu, og fjórum heimsþekktum einsöngvurum, Robin Blaze kontratenór frá Bret- landi, og þremur af allra fremstu túlkendum barokktónlistar um þessar mundir, bassasöngvaran- um Peter Kooij frá Hollandi, þýska tenórsöngvaranum Gerd Türk auk þýsku sópransöngkonunnar Monika Frimmer. Tónleikarnir fara einnig fram í Skálholtsdómkirkju 13. ágúst nk. Hitt stóra tónverkið er óratórían Ísrael í Egyptalandi eftir George Frideric Handel, sem verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi á hátíðinni, fyrst í Skálholtskirkju 17. ágúst og síðan í Hallgrímskirkju á lokatón- leikum hátíðarinnar 19. ágúst. Kammerkórinn Schola cantorum skipaður alls 24 söngvurum syng- ur ásamt Robin Blaze sem fer með aðalhlutverk óratóríunnar. Aðr- ir einsöngvarar koma úr röðum Schola cantorum og eru þau Krist- ín Erna Blöndal, Þórunn Vala Valdi- marsdóttir sópran, Elfa Margrét Ingvadóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfs- son tenór, Alex Ashworth barítón, Hrólfur Sæmundsson barítón og Benedikt Ingólfsson bass-barítón. Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun.. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Kaupi hljómplötur (LP) helst Jazz. Annað kemur til greina. Ingvar sími: 699 3014 & 534 9648. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.