Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Page 7

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Page 7
7VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2007 Íbúar í Grjótaþorpi virðast vera nokkuð undrandi á þeim möguleika að svokallað Gröndalshús verði flutt í Grjótaþorpið af Vesturgötunni í stað þess að vera flutt upp á Árbæj- arsafn eins og áætlanir til þessa hafa ætíð staðið til. Hugmyndir hafa verið uppi um að staðsetja húsið þar sem nú garður með leiktækjum en garðurinn er eina opna útivistar- svæðið í Grjótaþorpi og íbúar hafa til þessa talið að garðurinn ætti að vera til frambúðar með núverandi ummerkjum. Sverrir Guðjónsson er formaður Íbúasamtaka Grjótaþorps, og býr við hliðina á garðinum að Grjótagötu 6, og segir að fyrsta vitneskja hans um hvað hugsanlega stæði til hafi verið sú að hann sá Stefán Örn Stefánsson arkitekt hjá Minjavernd vera að mæla upp garðinn en áður hafði Hjörleif- ur Stefánsson arkitekt fullyrt það í útvarpi að Gröndalshúsi væri ætlað- ur staður í Grjótaþorpi, og ekki eðli- legt að íbúarnir hefðu neitt um það að segja. Sverrir segir það ekki bera mikinn vott um íbúalýðræði en hann segir þennan litla garð vera hjartað í þorpinu og auk þess ekki um annað útivistarsvæði að ræða til að staldra við á, og raunar í miðborginni allri. “Sá sem röltir inn í þennan garð fær tilfinningu fyrir því hvernig Grjóta- þorpið raðast saman og hvernig líf- ið var hér áður fyrr. Það er töluvert af börnum nú í þorpinu, og hlutfall þeirra hefur aukist nokkuð, og það er mikilvægt.” Sverrir segir Minjavernd vera einka- fyrirtæki sem eins og önnur fyrirtæki sækist eftir verkefnum, en hafi hins vegar hreiðrar vel um sig í borgar- kerfinu, m.a. með ráðgjafarstarfsemi. Reykavíkurborg er 40% hluthafi í Minjavernd á móti einkaaðilum og Stoðum sem m.a. eru í eigu Baugs, og því telur Sverrir að setið sé beggja vegna borðsins og því sé hætta á að ákvarðanataka fari í nokkru mæli fram bak við tjöldin og skilaboð verði nokkuð óljós. Upphaflega hafi staðið til að setja Gröndalshús nærri Vestur- götunni í Grjótaþorpi, en horfið hafi verið frá því vegna mótmæla. Einnig hafi verið kannað að staðsetja það á horni Garðastrætis og Túngötu, þar sem minnisvarði um sjálfstæði Eystrasaltslandanna stendur, en horf- ið var einnig frá því. “Pressan hefur líka aukist að koma Gröndalshúsi hér niður eftir að Rit- höfundasamband Íslands fékk hús- ið að gjöf og Minjavernd var falið að gera húsið upp. Ég tel að það úti- loki að húsið fari upp á Árbæjarsafn vegna þess að húsið yrði notað í 11 landa samskiptaneti Rithöfundasam- bands þar sem rithöfundar geta sótt um dvöl í því til skrifta. Ég minni líka á að það hefur verið baráttumál end- urlífgaðra Torfusamtaka að Gröndals- hús fengi að standa áfram þar sem það er. Undirskriftasöfnun til að mótmæla flutningi Hafin er söfnun undirskrifta til að mótmæla flutningi Gröndalshúss í garðinn og segir formaður íbúasam- takanna að almennt séu íbúar mót- fallnir þessum hugmyndum. Í bréfi til borgarstjóra 12. júlí sl., sem stjórn Íbúasamtaka Grjótaþorps, þau Sverr- ir Guðjónsson, Sólveig Eggertsdóttir og Elín Edda Árnadóttir skrifa undir, segir m.a. fyrirætlunum borgarstjóra og borgarstjórar Reykjavíkur sé harð- lega mótmælt að staðsetja svonefnt “Gröndalshús” á leiksvæði barna í Grjótaþorpi, ekkert samráð hafi átt sér stað við nágranna sem hagsmuna eiga að gæta eða Íbúasamtök Grjóta- þorps. Síðan segir m.a.: Við íbúar Grjótaþorps höfum væg- ast sagt afar slæma reynslu af sam- skiptum við skipulagsyfirvald Reykja- víkur í tíð fyrri borgarstjórna, þar sem íbúalýðræði eru orðin tóm og grenndarkynningar syndakvittun fyr- ir fyrirfram ákveðnar framkvæmdir. Réttmætar kærur vegna ólöglegra aðgerða við hótel að Aðalstræti 16 og hækkun Hlaðvarpans vegna nýs hót- els hafa algjörlega verið virtar að vet- tugi. Stjórn Íbúasamtaka Grjótaþorps gerir alvarlegar athugasemd við til- raunir til að þröngva Gröndalshúsi inn í Grjótaþorpið án þess að leita af heilum hug eftir vilja íbúanna. Við vonum að breyting verði á sam- skiptamunstri nýrrar borgarstjórnar.” Byggingarár: 1962 Lengd: 25 m • Breidd: 12,5 m AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR Virka daga frá kl. 6:30 – 22:00 Helgar kl. 8:00 – 20:00 Sund er æðislegt ı VESTURBÆJAR LAUG ER LAUGIN Í ÞÍN U HVERFI Fjöldi gufu– og eimbaða: 3 Fjöldi heitra potta: 4 www.itr.is sími 411 5000 Íbúar Grjótaþorps segja ekkert samráð haft um flutning Gröndalshúss til þeirra Sverrir Guðjónsson við álfasteininn í Grjótaþorpinu sem hverfur ef af flutningi Gröndalshúss í Grjótaþorp verður. Sverrir býr í húsinu í bakgrunninum og meðfram því yrði þröng gönguleið ef Gröndalshús kæmi þarna.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.