Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 11
Grandahús á Hólmaslóð 2 á Grandagarði er fimm ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í byggginu á frístundahúsum sem eru allt frá 40 fermetrum upp í 172 fermetra, en það er stærðin á stærsta húsinu sem byggt hef- ur verið hjá fyrirtækinu. Það var flutt upp í Skorradal. Grandahús byggja einnig heilsárs einbýlis- hús í Lettlandi funkiesstíl sem eru um 127 fermetrar og Granda- hús eru einnig að færa sig í inn- flutning á bjálkahúsum. Eigandi Grandahúsa, Jónas Ragnarsson húsasmíðameistari, hefur áralanga reynslu bæði hér- lendis og í Færeyjum, og hann hefur endursmíðað fjölda timbur- húsa gegnum tíðina. Hann hefur færa iðnaðarmenn með sér, en Sverrir Sigurðsson sér um pípu- lagningar og Magnús Lárusson um rafvirkjun. Jónas hefur m.a. starfað hjá Ístaki við byggingu Smáralindar og í Færeyjum við byggingu neta- verkstæðis og sjúkrahúss hjá Phil & Sohn. Jónas segir að fólk sem komi til hans í kauphugleiðing- um vegna frístundahúsa sé mjög oft búið að móta sér fastar hug- myndir um hvernig hús það vilji. Grandahús sjá um teikningar á húsum fyrir þá sem þess óska og stundum er einnig útveguð lóð undir frístundahúsið, en oftast er fólk búið að ganga frá þeim mál- um. Þær lóðir hafa verið um allt land. Aðspurður um sérkennilegustu beiðnina eða sérkennilegasta hús- ið, segir Jónas það líklega vera bygging á 60 fm. húsi sem var reist á stöplum yfir á, þ.e. áin renn- ur undir húsið. Jónas segir að það verk sýni berlega að ekkert þurfi að koma á óvart í þessum efnum, og raunar sé flest allt mögulegt, þótt hugmyndin virðist nokkuð óraunhæf í upphafi. 11VesturbæjarblaðiðJÚLÍ 2007 P IP A R • S ÍA • 7 12 10 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit Kraftverk Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn- ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu sem tengist Landsvirkjun og orkumálum. Kjarval, Ásgrímur, Gunnlaugur Blöndal og fleiri. Ljósafossstöð við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal. Opið 9–17 alla daga. Líf í Þjórsárdal Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á Sprengisand og í Veiðivötn. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Heimsókn í Húnaþing Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Blöndustöð, Húnaþingi Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Komdu í heimsókn í sumar! Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu. Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum Alltaf gaman á leikjanámskeið- um! Leikjanámskeiðið í Frosta- skjóli fer vægast sagt vel af stað þetta árið þar sem bæði börn og hópstjórar hafa skemmt sér meiriháttar vel í frábæru veðri. Metskráning er á námskeiðin þar sem allt að 50 börn eru skráð í hverri viku. Börnin eru á aldrinum 6-9 ára þar sem þau verja deginum í á ferðalögum um Vesturbæinn og borgina alla. Meðal annars hafa staðir eins og Hallgrímskirkja, Listigarður Einars Jónssonar, Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn, Landnáms- sýningin 871 +2 og Ráðhúsið verið heimsótt. Að auki hafa börnin farið í leiki og notið veðurblíðunnar í Hljómskálagarðinum, á Aust- urvelli og Arnarhóli. Þau hafa lært helstu glímubrögðin með aðstoð þjálfara frá Glímusam- bandinu, farið á Sumargrín, Brúðubílinn og fengið einkasýn- ingu Möguleikhússins á Pétri og úlfinum. Auk alls þessa fara börnin að meðaltali í sundlaugar borgar- innar 1-2 í viku. Bland af því besta í Frosta- skjóli Grandahús byggja frístundahús og einbýlishús í funkiesstíl Jónas Ragnarsson húsasmíðameistari og eigandi Grandahúsa við eitt frístundahúsið sem fyrirtækið byggir. borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.