Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið JÚLÍ 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum Minningarbrot af Kvisthaganum Við fluttum í nýbyggt hús að Kvistahaga 19 haustið 1950, er ég var fimm ára. Mér eru flutn- ingarnir minnisstæðir vegna atviks er henti á leiðinni. Við bjuggum á Hraunteig og þar var búslóðinni staflað á vöru- bílspall. Ekki var skipulega staflað og varð úr myndarlegur haugur og efst á honum trón- aði ruggustóllinn hennar Frið- nýjar ömmu. Ég fékk leyfi til að sitja í hrúgunni á leiðinni. Svona voru tímarnir þá, ekki verið að hugsa um barnabíl- stóla eða öryggisbelti. Er við komum á hringtorgið hjá Mela- vellinum ók bílstjórinn líklega of hratt inn á hringtorgið með þeim afleiðingum að slinkur kom á hlassið og ruggustóll- in flaug í stórum boga af pall- inum. Er stóllinn kom niður brotnaði hann í spað og ég minnist þess ekki að gert hafi verið við hann. Mig minnir að ég hafi heyrt síðar að amma hafi séð mikið eftir stólnum. Við sem fluttum vorum for- eldrar mínir Páll S. Pálsson og Guðrún Stephensen, Sella systir fædd ‘46, Páll Arnór fæddur ‘48, Signý nokurra mánaða gömul og amma Friðný Gunnlaugsdótt- ir, þá 66 ára, en lést vorið eftir eða 15. apríl 1951. Hún ofreyndi sig er hún var að hlaupa á eftir strætó. Náði vagninum og fékk sæti, en varð bráðkvödd þar. Tarsanleikur í stillönsum Er við fluttum var rúmur helm- ingur húsa við Kvisthagann ris- inn og önnur í smíðum. Næstu árin voru stillansar út um allt og hægt að vera í Tarsanleik og bófahasar allan daginn. Smiðun- um var ekkert sérstaklega vel við þetta príl í okkur krökkun- um og eitt sinn gómuðu þeir einn félagann og hengdu hann uppá nagla á jakkakraganum, öðrum til viðvörunar. Við príl- uðum minna á vinnutíma þeirra eftir þetta. Vantaði meiri ögrun þá voru hæg heimatökin að klifra í still- önsunum við Neskirkju er þá var í byggingu. Þá var hægt að sigla á stöðuvatni í grunninum þar sem Bændahöllin reis síðar. Fyrir utan kunningja úr næstu húsum myndaðist vinahópurinn af jafnöldrum úr Melaskólanum. Flest börnin komu af Melunum, Högunum, úr Skjólunum og af Grímsstaðarholtinu. Athafna- svæðið var því stórt og rann hópurinn um svæðið léttur á fæti. Á sumrin var oft farið á Melavöllinn að horfa á fótbolta eða íþróttamót. Á vetrum var skautasvell á Melavellinum, sem var mikið sótt og einnig var far- ið á skauta á Tjörninni. Gaman var að leika sér í fjörunni við Ægisíðuna og alltaf var vel fylgst með grásleppukörlunum á vorin og afla þeirra. Mömmurnar heima með mjólk og heimabakkelsi Það var gott að vera barn á þessum árum. Mömmurnar heima og tilbúnar að hugga þeg- ar smáskeinur þurftu lagfæring- ar við. Það var nóg af mjólk og heimabakkelsi á öllum heimil- um. Það skipti ekki máli á hvaða heimili var farið þegar hungrið svarf að. Það þurfti mikinn orku- gjafa fyrir unga athafnamenn sem lögðu hart að sér í stríði og leik. Trípolíbíó var vinsæll stað- ur um helgar en bestu mynd- irnar voru í Austurbæjarbíói með Roy Rogers og Trigger og svo í Gamla bíói með Zorro. Á sumrum var oft farið í Tívolíið í Vatnsmýrinni og dvalið þar daglangt. Ég minnist þess ekki að við höfum þurft aðstoð for- eldra við Tívolíferðirnar held- ur gátum við farið þangað eftir hentugleikum, ef við áttum ein- hvern smáaur fyrir aðgangseyri og fyrir aðgangi í einhver ódýr tæki. Ódýr og drjúg skemmtun var að leigja þar báta sem siglt var með handknúnum sveifum er sneru spöðum. Sjóorustur voru háðar og stundum voru menn vel blautir eftir skvettur frá spöðunum eða dýfu í báta- tjörnina, sem var nú reyndar hálfgerður drullupollur. Klessu- bílarnir voru vinsælastir, en það var líka dýrast í þá. Oft var mik- ill mannfjöldi í Tívolí og sérstak- lega þegar fegurðarsamkeppn- irnar fóru fram utandyra. Við þau tilefni flugu flugvélar yfir svæðið og hentu niður sælgæti. Var hart barist um þau verð- mæti og töldu menn ekki eftir sér að vaða út í tjarnirnar til þess að ná góðgætið. Stóð stuggur af Melabragganum Við Hjarðarhagann þar sem nú stendur Kvisthagi 2 var stór tveggja hæða braggi sem við kölluðum alltaf Melabraggann, en var víst opinberlega nefnt Melahúsið. Okkur krökkunum stóð einhver stuggur af því að fara inn í þetta hús og minnist ég þess er varð einu sinni að fara þangað ófús. Þannig vildi til að við leikfélagarnir vorum að gamna okkur við ágætis leik, sem var að slöngva þungum hlut yfir braggann. Stóðum við sitt hvorum megin við bragg- ann og köstuðumst á. Þetta var erfitt því bragginn var hár. Eitt sinn tókst mér ekki betur til en svo að skotið lenti í glugga á efri hæðinni og braut hann. Við hlup- um að sjálfsögðu burtu, en er ég kom heim skýrði ég mömmu frá óhappinu. Þegar pabbi kom heim og frétti þetta varð hann reiður því þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég varð fyrir því óhappi að brjóta rúðu. Hann fór rakleiðis með mig í braggann, uppá aðra hæð og að íbúðinni með brotna gluggann. Þar lét hann mig biðjast afsökunar og bauðst til að bæta tjónið. Þetta var góð lexía og man ég enn eft- ir dimmum göngunum í bragg- anum og skömminni yfir því að skemma eigur íbúanna. Rúður ótrúlega brothættar Það er annars ótrúlegt hve rúður voru brothættar á æsku- árum mínum. Á meðfylgjandi mynd af pabba með okkur þrjú börnin á tröppunum á Kvist- haga 19, má sjá brotna rúðu í úti- hurðinni fyrir ofan höfuð Sellu. Þessa rúðu braut ég óvart þegar ég ætlaði að geyma hlut á tröpp- unum. Ég hafði fundið skaft af handblysi og kastaði því neð- an frá götunni uppá tröppurnar, en þá þurfti rúðan endilega að vera þarna. Á sömu mynd sést lítil rúða bera við höfuð mitt í eldhúsglugganum hjá Bubbu á neðri hæðinni. Þessi rúða brotn- aði einnig óvart þegar ég ætl- aði að geyma skíðastaf á tröpp- unum. Ég skutlaði honum frá götunni en hann lenti í litlu rúð- unni og hékk þar. Af þessu varð mikil rekistefna því mig minnir að nokkru áður hafi rúða hjá tengdaforeldrum Bubbu, sem bjuggu í kjallaranum, einnig brotnað óvart. Ég var þá að æfa mig í markskotum og notaði til þess kjallaravegg á milli glugga, sem var gráupplagt því er ég þrumaði í vegginn kom boltinn alltaf aftur til mín. Í síðasta skipt- ið kom hann þó ekki aftur því skotið geigaði og boltinn lenti í gluggarúðu og stóð þar fastur. Sella, Páll Arnór, pabbi Páll S. Pálsson og ég, Stefán. Stefán Pálsson lögmaður. Ég, Stefán, og bróður minn Páll Arnór við gamla bjöllu. Stefán Pálsson lögmaður segir frá bernsku sinni í Vesturbænum. Hann flutti á Kvisthagann 5 ára gamall.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.