Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 1
8. tbl. 10. árg. ÁGÚST 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg - bls. 4 Nýr skólastjóri Hagaskóla - bls. 19 Íþróttir Fríkort í strætó dregur úr mengun Nemendur í framhaldsskólum og háskólum á höf- uðborgarsvæðinu fá frítt í strætó skólaárið 2007- 2008. Nemendur fá afhent kort merkt nafni hvers og eins af þessu tilefni. Að verkefninu standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur verið kynnt að Kópavogsbær mun bjóða öllum íbú- um bæjarins frítt í strætó frá næstu áramótum. “Ég býst við að umferðarmenningin munu breytast til betri vegar,” segir Anna Lilja Johansen hjá BÍSN sem var á kynningu á verkefninu Frítt í strætó fyrir námsmenn sem borgarstjóri og formaður umhverfis- ráðs héldu í Höfða. Fulltrúum nemenda í framhalds- og háskólum á höfðuborgarsvæðinu var boðið í Höfða til skrafs og ráðagerða um þá nýbreytni að veita nemendum frítt í strætó skólaárið 2007-2008. “Ef ekkert er að gert mun bílum fjölga enn á götum Reykjavíkurborgar sem og í nágrannasveitarfélögun- um. Við viljum því grípa til aðgerða og gera tilraun með að hafa ókeypis í strætó fyrir námsmenn,” segir Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. “Til að það heppnist verðum við að fá ykkur í lið með okkur. Allar biðstöðvar munu fá eigið nafn sem birtast á ljósaskiltum í vögnunum og í framtíðinni verða í vögnunum ljósaskilti sem sýna hvað biðstöð er næst.” Anna Lilja Johansen og Jón Ólafur Valdimarsson komu á fundinn fyrir hönd BÍSN, þ.e. Bandalags íslenskra námsmanna. “Mér líst ofboðslega vel á þetta, þetta er jákvæð hugmynd sem byggir á því að nýta fleiri ferðamögu- leika ásamt því að draga úr mengun,” segir Jón Ólaf- ur. Anna Lilja segir að þetta sé mjög góður kostur og í kjölfarið þurfi að auka tíðni ferða, hafa hæfilega stutt á milli biðstöðva, stöðva hjá stofnunum til að enn fleiri geti nýtt sér almenningssamgöngur. Skerjafjörðurinn getur verið hreint augnayndi á kvöldum eins og þessum þegar kvöldsólarinnar nýtur við, Hallgrímskirkja trónir á Skólavörðuholtinu og fjær lúrir Esjan, stolt Reykvíkinga! Reykjavík í kvöldsól Formaður umhverfisráðs kynnir fríkortin. ���������� ������������� ���������������������������������������� ����������������������������� ������������� St af ræ n a p re n ts m ið ja n -1 06 02

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.