Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 S. Ingibjörg Jósefsdóttir var í vor ráðin skólastjóri Hagaskóla næsta skólaár af Menntaráði Reykjavíkur. Ingibjörg hefur undangengin 5 ár starfað sem aðstoðarskólastjóri Réttarholts- skóla, áður kennari við sama skóla, en eins og kunnugt er þjónar hann nemendum í 8. - 10. bekk eins og Hagaskóli. Hagaskóli og Réttarholtsskóli eru byggðir eftir nánast sömu teikningunni, en Réttarholts- skóli hefur starfað tveimur árum lengur en Hagaskóli. Nýjum skól- astjóra ætti því að vera kunnug- ur arkitektúrinn. Kristín Jóhannsdóttir hefur ver- ið ráðin aðstoðarskólastjóri við Hagaskóla, skólaárið 2007-2008. Kristín hefur kennt í mörg ár, síð- ast í Austurbæjarskóla, en þar var hún deildarstjóri. Hún býr í Laugarnesinu. Ingibjörg hefur verið kennari frá árinu 1999 en hún segir að þegar dóttir hennar hafi farið í 1. bekk í Breiðagerðisskóla hafi for- eldrum verið boðið í heimsóknir og dvelja þar hluta úr degi. Það fannst Ingibjörgu mjög spennandi og í framhaldinu tók hún ákvörð- un um að sækja um í Kennarahá- skólanum. Hún fór síðan að kenna í unglingadeild þótt áhuginn hafi kviknað í 1. bekk. Því sér hún ekki eftir, segir það frábært að starfa með unglingunum, þau séu opin og skemmtileg þótt stundum séu þau pínulítið hvatvís. “Hagaskóli er öflugur grunn- skóli í Reykjavík og því er ég mjög stolt að hafa fengið þetta starf. Við eigum að sýna Reykvíkingum hvað þetta er flottur skóli og hvað hér er sterkur starfsmannahóp- ur og kraftmikill. Ráðningar kenn- ara hafa gengið vel, annað hvort réttindafólk eða fólk með mikla háskólamenntun en án kennslu- réttinda. Þetta hefur gengið vel þrátt fyrir að atvinnutækifæri séu fjölmörg í íslensku þjóðlífi í dag, það er einfaldlega svo gaman að starfa við grunnskóla. En því mið- ur stendur kennarastarfið höllum fæti launalega samanborið við mörg önnur störf. Úr því þarf að bæta. Kennarar skila tæplega 43 vikustundum á starfstíma skóla og því eru þeir búnir að vinna sér inn þessa örlitlu lengingu á sum- arfríi,” segir Ingibjörg Jósefsdótt- ir, nýr skólastjóri Hagaskóla. Hagaskóli hefur gegnum tíð- ina mótað ákveðna skólastefnu og segir Ingibjörg að hennar áherslur verði að koma til móts við hvern og einn, og hún leggi mikla áherslu á virðingum, vænt- umþykja og vellíðan. Hún vill að nemendur sýni ábyrgð og hefur til þeirra miklar væntingar. Skólastjóri í stórum skóla eins og Hagaskóli er hefur ekki kennsluskyldu, en Ingibjörg hyggst ekki loka sig bak við skrif- borð á sinni skrifstofu, hún verði mikið á ferðinni og muni “detta” inn í tíma, en verið geti að hún sinni eitthvað forfallakennslu, enda sé það bæði ögrandi og skemmtilegt. “Það vekur ekki mikla hrifningu hjá nemendum, þeir vilja helst fá frí ef kennari forfallast, en ég mun leggja áherslu á að þeir nýti tím- ana til vinnu.” Gott samstarf við foreldra “Það verða alltaf einhverjar breytingar með nýjum stjórnend- um en þær verða að sjálfsögðu unnar í samstarfi við skólasamfé- lagið, jafnt við starfsfólk sem for- eldra og nemendur. Það skiptir miklu máli að eiga gott samstarf við foreldra, og við viljum m.a. auka áhuga foreldra á að koma inn í skólann. Innan nemenda- þjónustu skólans er námsverið, námsráðgjafi, leiklistarmeðferðar- fræðingur og atferlisþjálfi. Nem- endaþjónusta er þjónusta við alla nemendur skólans og foreldra þeirra.” Ingibjörg býr í Smáíbúðahverf- inu í húsi sem hún er að taka í gegn. Hún segir að þrátt fyrir það sé hún að reyna að vera KR-ingur, hugsa eins og KR-ingur, en þegar sonur hennar er að spila hand- bolta heldur hún með Víkingi. Ein- hvern tíma gæti það því orðið erfitt að halda skilyrðislaust með KR! Fimmtugasta starfsárið Hagaskóli var settur í 50. sinn í gær, en formlega tók hann til starfa í októbermánuði 1958. Fyrstu tvo dagana verður lögð áhersla á hópefli og farið í vett- vangsferðir til að hrista betur saman nemendur og starfsfólk. Á mánudaginn verður farið að kenna samkvæmt stundatöflu. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri segir að starfsárið mun bera keim af því að þetta er afmælisár og næsta vor verður haldin vegleg afmælishátíð. Kristín Jóhannsdóttir aðstoðarskólastjóri t.v. og S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri. Nýr skólastjóri Hagaskóla leggur áherslu á virðingu �������������������� ����������� ���������� ������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������ ������������������� ������������������������ ������� ���������������������������������� ��������������������� ����������������������������� ��������������������� �������������� ��� ��������������� ��������������� ��� ��������������� ��������� � ��������

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.