Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Þann 30. júní sl. var haldið upp á afmæli verkamannabú- staðanna í portinu milli Hring- brautar, Ásvallagötu, Hofsvalla- götu og Bræðraborgarstígs. 70 ár eru liðin síðan fyrstu íbúarn- ir fluttu þar inn en framkvæmd- ir hófust við Verkamannabú- staðina árið 1931, fyrst við Hringbraut, Bræðaborgarstíg og Ásvallagötu, alls 54 íbúðir. Verkamannabústaðirnir leystu úr miklum húsnæðisvanda, en því fór þó fjarri að þeir leysti allan vanda. Margir þeirra sem fluttu þarna inn höfðu t.d. ekki haft salerni, heldur þurft að nota útikamar, svo þessar íbúð- ir voru sem himnasending fyrir margra þá sem þarna fluttu inn, þeir fyrstu árið 1932. Til afmæl- ishátíðarinnar var boðið íbúum, brottfluttum verkóbúum, afkom- endum frumbyggja og fjölskyld- um þeirra. Flutt voru ávörp, boðið var upp á leiðsögn um bústaðina, flutt voru tvö atriði úr “Dýrunum í Hálsaskógi”, leik- tæki voru fyrir börnin og lifandi harmonikkutónlikst hljómaði um svæðið. Húsfélag alþýðu bauð upp á kaffiveitingar en formaður þess, Kristín Róbertsdóttir stjórnaði samkomunni af skörungsskap. Margir hverjir sem þarna mættu höfðu ekki sést þarna lengi, jafnvel í áratugi, og víða varð fagnaðarfundur þegar fólk átt- aði sig á því að það var að hitta gamla æskufélaga. Enda var oft stutt í að gamlar æskuminning- ar, og bernskubrek, voru rifjuð upp. Upprifjunin vakti oft mikla kátínu, svo þennan eftirmið- dag ríkti mikil kátína og gleði í Verkóportinu. Frábær afmælishátíð í Verkóportinu Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við rum fl tt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 Margt var um manninn, og það ekki síst fólk sem þarna hafði átt heima í æsku, en einnig afkomendur þeirra, jafnvel í þrjá ættliði. Portið sem í upphafi og langt fram yfir stríðsárin var aðeins malarklætt er nú grasi gróið. Þessar heiðurskonur voru að hittast í fyrsta sinn eftir áratugi. Þær eru Ingibjörg Ólafsdóttir sem bjó á Brá- vallagötu 42, Erla Sigþórsdóttir sem bjó á Ásvallagötu 61 og Guðrún Guðmundsdóttir sem bjó á Brávalla- götu 50. Guðjón Ari Logason, dóttursonur Eddu Óskarsdótt- ur, sem bjó að Ásvallagötu 33 í 30 ár, fyrst með móð- ur sinni og systur, og síðan þar áfram eftir að hún giftist, nýtur þess að sitja í fanginu á Mikka ref. Systkinin Róbert Gestsson, 83 ára, og systir hans Guðný sem er 85 ára, voru með þeim fyrstu sem fluttu í verkamannabústaðina. Þau bjuggu á Ásvallagötu 63, tveggja herbergja íbúð. Pabbi þeirra, Gestur Pálsson, var sjómaður lengst af en síðan verkamaður. Róbert keypti íbúð á Hringbraut 80 en síðan gömlu íbúðina sem hann hafði búið í á Ásvallagötu 63. Dóttir Róberts býr þar á ganginum á móti. Guðný býr ný í Hátúni. Guðfinna Helgadóttir og Atli bróðir hennar bjuggu á Hofsvallagötu 20. Á spjalli við þau er Sigurður Hannesson. Andrea Hannesdóttir er frumbyggi í verkamanna- bústöðunum, og býr þar enn, að Ásvallagötu 65. Hún er ein af 4 frumbyggjum í verkamannabústöð- unum sem þar býr enn. Andrea verður áttræð á næsta ári.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.