Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 7
Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborg- ar hefur samþykkt leyfi til þess að rifin verði niður hús nr. 4 og nr. 6 við Laugaveg ásamt stigahúsi húss nr. 1A við Skólavörðustíg og byggt verði fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús með samtals 50 hótelherbergj- um. Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu jafnframt bókað að Samfylkingin hefði lagt til að farið yrði að fullu eftir ábendingum rýnihóps við endan- lega útfærslu húsanna við Laugarveg 4-6. Þar sem ekki hefði verið á það fallist sætu fulltrú- ar hennar hjá við afgreiðslu málsins Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast ein- dregið gegn niðurrifi á Laugavegi 4-6. Hér er um að að ræða ein elstu hús borgarinnar og eru ein örfárra sem eru í upprunalegum anda Laugaveg- arins, dönsk hús með einni hæð og bröttu þaki. Ljóst er að húsin hafa gengið í gegnum fjölmarg- ar breytingar og ekki til góðs og því væri verð- ugt verkefni að endurnýja þau þannig að sómi væri að. Hagsmunir heildarinnar, borgarbúa allra, barna framtíðarinnar og sögunnar ættu í þessu samhengi að vega þyngra en þröngir hagsmunir lóðarhafa og verktaka. Í ljósi þess að aðalskipulagsvinna stendur yfir og líkur standa til þess að heildstæðari húsverndaráætlun líti dagsins ljós í því samhengi er varað við að óaft- urkræfar ákvarðanir verði teknar á þessu stigi segir í samþykkt Vinstri grænna og F-lista. Í góðu samræmi við umhverfið Fulltúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks bókuðu eftirfarandi: “Húseignin við Laugaveg 4-6 hefur verið til umfjöllunar í skipu- lagsráði um nokkurt skeið og byggir á deiliskipu- lagi þessa svæðis sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Einnig hefur að málinu komið rýni- hópur er fjallar um útlit húsa við Laugaveg. Náið samstarf hefur einnig verið við framkvæmdaað- ila sérstaklega varðandi útlit bygginganna. Tekið hefur verið gott mið af athugasemdum og ábend- ingum skipulagráðs og rýnihóps við úrvinnslu tillögunnar og telur meirihluti skipulagsráðs að niðurstaðan sé í góðu samræmi við umhverfið og kröfur um gæði bygginga á þessu mikilvæga svæði. Tekið er undir ábendingar rýnihóps hvað varðar mikilvægi yfirborðsfrágangs hússins og er málinu vísað til embættis byggingarfulltrúa til fullnaðarúrvinnslu bæði hvað varðar frágang ytra byrðis og fínpússun á útlits gafls.” 7VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2007 AUGL†SINGASÍMI 511 1188 & 895 8298 Laugavegur 4-6. Húsin hafa tekið allmiklum breytingum í dagana rás. Niðurrif Laugavegar 4 og 6 samþykkt í skipulagsráði Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70765

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.