Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 9

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 9
Framkvæmdum við 2. áfanga 101 Skuggahverfis miðar vel en fimm byggingar verða reist- ar í þessum áfanga, samtals 97 íbúðir. Í byrjun júní hófst sala 13 íbúða sem flestar eru á efstu hæðum en afhending miðast við að þær verði tilbúnar undir inn- réttingar. Í september er áætl- að að hefja sölu 84 íbúða sem afhentar verða fullbúnar. Fyrir skömmu var undirritaður samn- ingur milli 101 Skuggahverfis og Eignamiðlunar, elstu starfandi fasteignasölu landsins, um sölu íbúðanna. Harpa Þorláksdóttir, markaðs- stjóri 101 Skuggahverfis, segir að íbúðunum sé sýndur mikill áhugi. “Yfir 400 manns hafa skráð sig á lista yfir áhugasama. Margir hafa reglulega samband til að fá fréttir af framkvæmdunum en íbúðirnar sem seldar verða nú í júní bjóða upp á einstakt útsýni.” Íbúðirnar í 2. áfanga 101 Skugga- hverfis verða 67-300 fermetrar að stærð. Þrjár byggingar tilheyra Vatnsstíg. Skúlagötumegin verð- ur 19 hæða turn, alls 63 metrar hár, með 42 íbúðum. Við Vatnsstíg verður átta hæða bygging með 15 íbúðum. Tvær byggingar verða við Lindargötu, þriggja hæða bygg- ing með 9 íbúðum og 11 hæða bygging með 31 íbúð. Við hönnum og framkvæmdir er lögð rík áher- sla á gæði og glæsilega hönnun auk þæginda. Lofthæð er yfirleitt um 2,70 metrar en nokkrar íbúðir eru með þaksvölum og möguleika á heitum potti og arinstæði. Þrjár byggingar verða reistar í 3. áfanga en þegar 101 Skuggahverfi er að fullu byggt verða 15 íbúðabygg- ingar og um 250 íbúðir á reit sem markast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Munu íbúðaturnarnir þrír setja sterkan svip á strandlengju Reykjavíkur norðanverða. Skuggahverfið verður vissulega svipmikið, ekki síst frá þessu sjónarhorni frá ytri höfninni. 9VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2007 borgarblod.is ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · itr@itr.is Frístundakort - Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík. Ballett Modern Jazzballet Freestyle Nemendur frá 3 ára aldri. Innritun og allar uppl‡singar í síma 562 0091. BALLETTSKÓLI GU‹BJARGAR BJÖRGVINS EIÐISTORGI Viltu vinna í þínu hverfi? Leikskólakennari/leiðbeinandi: Drafnarborg, v/Drafnarstíg, sími 552 3727 Dvergasteinn, Seljaveg 12, sími 551 6312 Grandaborg, Boðagranda 9, sími 562 1855 Gullborg, Rekagranda 14, sími 562 2455 Hagaborg, Fornhaga 8, sími 551 0268 Sæborg, Starhaga 11, sími 562 3664 Vesturborg, Hagamel 55, sími 552 2438 Ægisborg, Ægisíðu 104, sími 551 4810 Öldukot, Öldugötu 19, sími 551 4881 Sérkennsla, þroskaþjálfi eða sérkennari: Gullborg, Rekagranda 14, sími 562 2455 Aðstoðarfólk í eldhús: Hagaborg, Fornhaga 8, sími 551 0268 Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskólum eða starfsmannaþjónusta Leikskólasviðs í síma 411-7000. Allar lausar stöður í leikskólum Reykjavíkurborgar eru auglýstar á www.leikskolar.is Við leitum að áhugasömu starfsfólki með hæfni í mannlegum samskiptum. Möguleikar á fullu starfi eða hlutastarfi, til dæmis fyrir skólafólk seinni hluta dags. Mikill áhugi á íbúðum í 2. áfanga 101 Skuggahverfis

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.