Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 10
Nýliðinn júlímánuður var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi víðast fyrir norðan, en við austur- og suðausturströnd- ina var hitinn nærri meðallagi. Óvenjuþurrt var um mikinn hluta landsins mestallan mánuð- inn, jafnvel svo að gróðri hrak- aði og vatnsból þornuðu. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 12,8°C og er það 2,2 stigum ofan meðallags. Þetta er næsthlýjasti júlímánuður sem komið hefur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1871, hlýrra varð 1991, en þá var meðalhitinn 13,0°C. Með- alhiti í júlímánuðunum 1936, 1939 og 1944 er þó ekki marktækt lægri en hitinn nú. Séu mánuðirnir júní og júlí teknir saman er jafnhlýtt nú og var sömu mánuði árið 2003, hvoru tveggja hlýrra en dæmi eru annars um frá upphafi mælinga. Þetta er 12. júlímánuðurinn í röð með hita yfir meðallagi í Reykja- vík. Úrkoma í Reykjavík mældist 33 mm og er það 63% meðalúr- komu í júlí. Þetta er þurrasti júlí síðan 1993. Úrkoma í júní og júlí var samtals 58 mm en dreifðist mjög misjafnt á tímabilið. Þurrt mátti kalla frá 10. júní til mánaða- móta og síðan var úrkoma áfram mjög lítil fram til 19. júlí. Úrkoma á Akureyri mældist 17 mm í júlí og er það aðeins röskur helmingur meðalúrkomu. Á allmörgum stöðv- um um norðvestanvert landið var mánaðarúrkoman innan við 10 mm og í beinu framhaldi af þurr- um júní er sums staðar farið að gæta vatnsskorts. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 226 og er það 55 stundum umfram meðallag. Sól- skinsstundir hafa ekki mælst jafn- margar í júlí í Reykjavík frá 1993. Heitast 13. júlí Til fróðleiks má geta þess að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á árunum 1881 til 1923 mældist 24,7 gráður árið 1891. Heitasti dagur- inn í nýliðnum júlímánuði var 13. júlí, en Þá hófust Hundadagar. Að kvöldi þess dags eftir kl. 18.00 mældist 20,5 stiga hiti í Reykjavík. Í dag, 23. ágúst, lýkur Hundadög- um. Nafnið kemur frá Forn-Grikkj- um og er sá tími sumars þegar heitast er, þá fer stjarnan Síríus að sjást á suðurhveli himins. Á Íslandi var hún forðum kölluð hundastjarna. Meðalhiti í júní líka yfir meðallagi Meðalhiti í Reykjavík í júní var 10,7 stig og er það 1,7 stigum yfir meðallagi. Þetta er fimmti hlýjasti júní í Reykjavík síðastliðin 130 ár, en hlýrra var bæði 2002 og 2003. Júní 2003 var sá hlýjasti. Mjög þurrt var á landinu í júní, fádæma þurrt norðaustanlands og hefur aldrei mælst jafnlítil úrkoma í júní á Akureyri og nú, en þar mældist mánaðarúrkoman aðeins 0,4 mm. Í maí 1933 mældist engin úrkoma á Akureyri. Í Reykjavík var úrkoman nú 25 mm og er það um helmingur með- alúrkomu. Ámóta lítið rigndi í júní 1998 og heldur minna í júní 1997. Sólskinsstundir í Reykjavík mæld- ust 195 og er það 34 stundum yfir meðallagi, langt frá meti. 10 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Næsthlýjasti júlímánuður í Reykjavík frá upphafi mælinga borgarblod.is Á Laugaveginum var talsvert af fólki en fremur rólegt í verslunum. Þessir herramenn sátu fyrir utan Herrabúðina.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Vesturbæingur og móðir hennar, Ingibjörg Níelsdóttir, þáðu veitingar við veitingastað- inn Thorvaldsenbar við Austurvöll í blíðunni í júlímánuði. Ellert Schram þingmaður var í fótbolta með syni sínum og nafna neð- an Ægisíðu, og hefur greinilega ekki gleymt neinum töktum. Strákur- inn var á leið með 3. flokki KR til Bolton í æfinga- og keppnisferð. Á Ingólfstorgi voru þessi börn að nálgast gosbrunn en reyndu að gæta þess að bleyta ekki skóna. En vatnið var vissulega spennandi. Yfirleitt voru öll borð utan við veitingastaði setinn í miðborginni, líka í Hafnarstrætinu.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.