Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 11
Einar Gunnar Birgisson hef- ur ásamt nokkrum öðrum lagt í vinnu við að úbúa skjal um Reykjavíkurflugvöll þar sem fjallað er um umferð smárellna til og frá og yfir flugvellinum. Skýrslunni hefur verið skilað til Umhverfisráðs og Umhverfis- sviðs Reykjavíkurborgar. Sam- kvæmt þeim tillögum sem þar eru lagðar fram þá myndi núver- andi umferð smárellna yfir íbúa- byggð höfuðborgarsvæðisins verða beint út fyrir byggð eins og kostur er. Þetta yrði að mati skýrsluhöfunda til mikilla hags- bóta fyrir þá sem búa í Vestur- bænum, enn líka fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins almennt. “Megintillaga mín er sú að erlendir sérfræðingar verði fengn- ir til að taka út allar fluglínur smárellna á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur til úrbóta. Tillögur sem verða settar fram með hagsmuni íbúa höfuðborgar- svæðisins að leiðarljósi. Ég vona að Umhverfisráð Reykjavíkurborg- ar muni taka þetta mál fyrir ein- hvern tímann eftir kosningar. Það er ekki talað neitt rósamál í skýrsl- unni og þeir aðilar hjá borginni sem sjá um málefni flugvallarins fá falleinkun. Hagsmunir íbúa höf- uðborgarsvæðisins hafa verið fyr- ir borð bornir. Það er hægt að losa okkur íbúa höfuðborgarsvæðisins við ónæðið af smárellunum, svona að mestu leyti, og það með einföldum aðgerðum sem eru í anda starfs- leyfisins fyrir Reykjavíkurflugvöll. Í skýrslunni er bent á færar leiðir til að ná þessu markmiði. Megin- tillagan sem lögð er fram í skýrsl- unni er sú að erlendir sérfræðing- ar verði fengnir til að hanna uppá nýtt, með hagsmuni íbúa höfuð- borgarsvæðisins að leiðarljósi, all- ar fluglínur smárellna yfir höfuð- borgarsvæðinu. Það má benda á það í lokin að samkvæmt ákvæði 5.1 í starfsleyfinu fyrir Reykjavík- urflugvöll (“Rekstraraðila er skylt að gera allt sem í hans valdi er til að draga úr hávaða af völdum flug- umferðar...”), þá er flug smárellna eins og því er háttað í dag yfir höfuðborgarsvæðinu algjörlega ólögmætt. Banna ber snertilendingar Einar Gunnar Birgisson segir að hann hafi verið upplýstur um að einhver hluti snertilendinga fari núorðið fram á Keflavíkurflugvelli. Því fylgi vissulega einhverjir ókost- ir að láta snertilendingar fara fram þar. Það geti verið erfitt að samræma æfingaflug og umferð stórra flugvéla og varla hafi flug- umferðarstjórar mikinn áhuga á að hafa hringsólandi smárellurnar í sínu hlaði vegna öryggismála. “Ég hef fylgst með samspili stórra farþegaflugvéla við lend- ingu og flugtak og smárellna í snertilendingum á Reykjavíkur- flugvelli. Smárellurnar hringsóla og hringsóla, jafnvel hver á eftir annarri. Þær taka sér hlé frá hring- sólinu og halda sig fjarri vellinum á meðan stór vél lendir eða tekur á loft. Síðan halda þær hringsól- inu áfram. Eftir því sem ég best veit var komin ágætis aðstaða til snerti- lendinga á Sandskeiði vorið 2007 og til stendur að beina snertilend- ingum þangað eins og kostur er. Þó er hætt við að þeim sem vilja æfa snertilendingar muni aðeins nota Sandskeið og Keflavíkurflug- völl þegar að það hentar þeim. Þess ber að geta að nýtt starfs- leyfi verður gefið út árið 2008. Borgaryfirvöldum ber skylda til að banna alfarið snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli frá þeim tíma. Hverjar væru hinar raunveru- legu ástæður fyrir því að flug- menn myndu taka Reykjavíkur- flugvöll fram yfir Sandskeið og Keflavíkurflugvöll til æfinga á snertilendingum? Þær væru vís- ast eftirfarandi: a) Að nota Reykjavíkurflugvöll sparar eldsneyti. b) Að nota Reykjavíkurflugvöll sparar tíma. c) Það er svo gaman að hring- sóla yfir höfuðborgarsvæðinu og miklu skemmtilegra enn að hring- sóla yfir auðnum. Það er engin ástæða til að ætla annað enn að smárellurnar fylgji svipuðu háttalagi í þeim tilvikum og við önnur flugtök. Mér sýnist að smárelluflugmenn fljúgi eftir hentugleikum yfir nágrannasveita- félögum Reykjavíkur, eins og t.d. yfir Kópavogi. Varðandi flug smárellna yfir höfuðborgarsvæðinu þá hefur hagsmunum íbúa svæðisins á ólögmætan máta verið fórnað fyr- ir sérhagsmuni fárra. Ófremdará- standinu og lögleysunni í lofthelgi höfuðborgarsvæðisins verður að linna. Það er komin tími til að borgaryfirvöld og yfirvöld bæjar- félaga á höfuðborgarsvæðinu taki sig saman í andlitinu og í samein- ingu kasti smárelluokinu af herð- um íbúana,” segir Einar Gunnar Birgisson. 11VesturbæjarblaðiðÁGÚST 2007 HIPHOP – JAZZ - FREESTYLE MODERN – SÖNGLEIKJADANS Allt það nýjasta í dansheiminum í dag! Komdu og upplifðu spennandi vandað og krefjandi dansnám hjá frábæru fagfólki. Kennarar eru þaulvanir atvinnudansarar og danshöfundar. Byrjenda- og framhaldsflokkar sýningahópar- keppnir- sýningar ofl. Námskeið hefjast 10. september Innritun hafin í síma 561-5100 Tölvupóstur: birna@dansskolibb.is Minnum á að það fyllist fljótt Nánari upplýsingar á www.isf.is/dans Dans Kennslustaðir: Sporthúsið Kópavogi Þrekhúsið Vesturbæ Rvk. Smárelluflugi yfir Reykjavík þarf að breyta Reykjavíkurflugvöllur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.