Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Sofðu sofðu... íslenskar vögguvísur á geisladisk Nýlega var haldin útgáfuhá- tíð á geisladisk sem inniheldur eingöngu íslenskar vögguvísur. Kynningin fór fram í leikskól- anum Ægisborg og er þetta er örugglega í fyrsta sinni sem kynning á nýjum geisladiski fer fram í leikskóla. Geisladiskur- inn heitir “Sofðu, sofðu, íslensk- ar vögguvísur” og inniheldur 13 sígildar vögguvísur í flutn- ingi Kiddý Thor en um allan hljóðfæraleik sá Vilhjálmur Guð- jónsson. Lög og ljóð eru öll eftir íslenska höfunda þar á meðal Halldór Laxnes, Hallgrím Pét- ursson, Sigfús Einarsson og Sig- valda Kaldalóns. Kiddý Thor heitir fullu nafni Kristjana Helga Thorarensen og er fædd og uppalin í 101 Reykja- vík. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur starfað sem leik- skólastjóri í rúm 12 ár. Um tíma stundaði hún söngnám við Söng- skólann í Reykjavík og lauk 5. stigi þaðan. Hún hefur víða kom- ið fram sem einsöngvari en einnig sungið með ýmsum kórum m.a. Kammerkór Bústaðakirkju og Bar- börukór Hafnarfjarðar. Einnig hef- ur hún starfað með hinum þekkta Jazz frumkvöðli Árna Ísleifssyni og Þorvaldi Halldórssyni. Hún hefur frá unga aldri sungið trúar- lega tónlist inn á plötur ýmissa listamanna en Sofðu, sofðu... er hennar fyrsta sólóplata. Hugmyndin að sofðu sofðu... á rætur sínar að rekja til þess að í leikskólastarfinu hefur ver- ið skortur á rólegri tónlist á íslensku fyrir börn. Þegar hafist var handa við að skoða þau lög sem kæmu til greina á geisla- diskinn var ljóst að hægt væri að gera disk sem væri ekki eingöngu ætlaður til slökunar heldur hefði einnig uppeldis- og menningar- legt gildi. Þess vegna voru ein- göngu lög eftir íslenska höfunda valin. Fræðimenn hafa gert ótal rannsóknir og sett fram fjölmarg- ar kenningar um tónlistaruppeldi barna en það sem þeir leggja flestallir sérstaka áherslu á eru þjóðlöginn þ.e. að börn þekki tón- listararf sinn. Sofðu sofðu... er þannig viðleitni Kiddý Thor til að varðveita þennan hluta tón- listararfsins fyrir komandi kyn- slóðir ásamt því að vera athvarf í amstri dagsins. Kristjana er að halda í haust til London til náms í leikþerapíu, en það er meðferðarúrræði með börnum sem m.a. eiga erfitt með félagsleg tengsl. Á netfanginu kisamin.is er hægt að heyra tóndæmi af geisla- disknum. Kristjana Thorarensen umvafinn börnunum á leikskólanum Ægisborg, þar sem hún var leikskólastjóri í 7 ár. Rétttrúnaðarkirkjan verður við Mýrargötu Sérkennilegs misræmis gætti í fundargerðum skipulagsráðs og borgarráðs Reykjavíkur í júlímán- uði þar sem rætt var um stað- setningu kirkju Rétttrúnaðarkirkj- unnar í Reykjavík. Í fundargerð skipulagsráðs segir að kirkjan verði við Nýlendugötu 20 en í fundargerð borgarráðs að kirkj- an verði við Mýrargötu 20. VESTURBÆJARBLAÐIÐ tók fundargerð skipulagsráðs trúan- lega og sagði kirkjuna munu rísa við Nýlendugötu en kirkjan mun rísa við Mýrargötu. Það leiðrétt- ist hér með. Tók samræmt próf upp úr 8. bekk Kara Magnúsdóttir í Tjarnar- skóla í Reykjavík eini nemand- inn á landinu sem þreytti sam- ræmt próf í íslensku upp úr 8. bekk á sl. vori, en allflestir nem- endur þreyttu það í 10. bekk. Í Tjarnarskóla eru nemend- ur frá 7. bekk upp í 10. bekk, en kennsla í 7. bekk hófst fyrir tveim- ur árum við skólann og er það lið- ur í ákveðinni skólaþróun að sögn Mörtu Guðjónsdóttur kennara. Þessi þróun hefur meðal annars leitt til þess að nemendur hafa meira svigrúm til þess að takast fyrr á við samræmdu prófin. “Gaman er að geta þess að Kara Magnúsdóttir er einn af þeim nem- endum sem hófu nám við Tjarn- arskóla í 7. bekk og þreytti sam- ræmt próf í íslensku í 8. bekk og er eini nemandinn sem það gerði á landinu sl. vor. Hún ætlar að ljúka grunnskólanum næsta etur upp úr 9. bekk en það ætla fleiri nemendur skólans að gera. Þetta er í takt við þá þróun sem á sér stað í framhaldskólum en þeir hafa stigið nýtt skref í þá átt að taka á móti duglegum 9. bekk- ingum með tilteknum skilyrðum,” segir Marta Guðjónsdóttir kenn- ari. Tjarnarskóli var settur í gær. Kara Magnúsdóttir ásamt Mörtu Guðjónsdóttur kennara. Kaupi hljómplötur (LP) rokk, jazz og íslenskt. Annað kemur til greina. Ingvar sími: 699 3014 & 534 9648.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.