Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.08.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið ÁGÚST 2007 Frábær ferðadragt Þær einfaldlega krumpast ekki Mörg snið stærðir 36-48 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli. Laugavegi 63 • Sími 5514422 BASIC DRAGTIN ALLTAF KLASSÍSK, ALLTAF FLOTT Skoðið Basic bæklingin á Laxdal.isSkoðið Basic bæklinginn á Laxdal.is Sjúkraliðar Fjölbreytt og sjálfstætt starf! Hvernig væri að prófa? Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar, það býður upp á mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu, um er að ræða fram- tíðarstarf og einnig tímabundnar afleysingar, um er að ræða vaktavinnu á morgun- kvöld- og næturvaktir bæði heilsdags- og hlutastörf í boði. Endilega hafið samband við okkur til að athuga hvort leiðir okkar gætu legið saman. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir Helga J. Karlsd. starfsmannastjóri virka daga milli 8-15 í síma 530-6165 eða helga@grund.is. Grund, dvalar-og hjúkrunarheimili Hringbraut 50 s: 530-6100 www.grund.is Sól og stuð í vesturbænum Fjöllistahópur Frostaskjóls er samansettur af unglingum í 9 bekk Hagaskóla. Þessir hressu krakkar vinna á vegum vinnu- skólans og Frístundamiðstöðvar- innar Frostaskjóls í því að lífga upp á mannlífið í Vesturbænum með skemmtilegum uppákom- um. Hópurinn byrjaði á því að taka ljósmyndir af fallegum og áhuga- verðum stöðum í Vesturbænum og setti upp ljósmyndasýningu í Melabúðinni og í Kjötborg. Auk þess hefur hópurinn verið með gjörninga á hringtorgum og fjöl- förnum stöðum í Vesturbænum. Má þar nefna sólböð í rigningu, myndastyttur, Rokk &Ról- trylling og blóð heitan tangódans. Verk- efnið hefur tekist mjög vel ,en þetta er í fyrsta sinn sem hópur sem þessi þeysist um götur Vest- urbæjar í þeim eina tilgangi að gleðja vegfarendur. Ungmenni í svaðilför til Englands Í byrjun ágústmánaðar hélt frískur 10 manna hópur í ferð til flóðasvæðanna í Englandi. Farið var til Stoke-On-Trent. Ferðin var þriðji og síðasti hluti samstarfs- verkefnis Frostaskjóls og Evrópu Unga Fólksins, en það eru sam- tök innan Evrópusambandsins sem styrkir ungt fólk til að taka þátt í lýðræðislegum verkefnum innan Evrópu. Farið var í vatns- leikjagarð, tívoli og enska þingið heimsótt, svo eitthvað sé nefnt. Sterk tengsl hafa myndast á milli íslensku og erlendu krakkanna á þessu ári sem er liðið síðan þau hittust í fyrsta skipti. Verkefni þetta byggist upp á þriggja landa ungmennaskiptum sem ungmenni frá Íslandi, Finn- landi og Englandi taka þátt í. Mark- mið verkefnisins er að auka skiln- ing ungs fólks á ólíkum aðstæðum og menningarmismun milli landa en vonast er til að kveikja áhuga ungs fólks á frekari þátttöku í lýð- ræðislegum verkefnum í framtíð- inni. Fyrir hverja heimsókn söfn- uðu ungmennin sér fyrir ferðun- um með alls kyns fjáröflunum og vinnu á viðburðum og uppákom- um í félagsmiðstöðinni. Fyrsti hluti verkefnisins fór fram fyrir rétt rúmi ári síðan þeg- ar hópur ungmenna ásamt leið- beinendum fór í heimsókn til Kon- tula í Finnlandi. Hópurinn dvaldi þar í góðu yfirlæti finnsku félaga sinna og ferðin þótti afskaplega vel heppnuð í alla staði. Seinni hluti verkefnisins fór fram hér á Fróni í febrúar, en þá kom í heimsókn hópur af ung- mennum og leiðbeinendum þeir- ra frá Stoke-On-Trent í Englandi. Íslensku ungmennin sáu að mestu leyti sjálf um skipulagningu á dag- skránni fyrir Englendingana og voru frábærir gestgjafar. Englend- ingarnir fengu að kynnast bestu hliðum íslenskrar náttúru og mat- argerðar enda er t.d. Bláa lónið og reykt hangikjöt ekkert slor. Stærri tækjasalur og ný gólfefni í Þrekhúsinu Miklar breytingar eiga sér stað í Þrekhúsinu að Frostaskjóli 6, við hlið KR-hússins. Sævar Pét- ursson, framkvæmdastjóri, seg- ir að verið sé að stækka tækja- salinn og leggja á ný gólfefni til þess að gera salinn enn áhuga- verðari fyrir þá sem þangað sækja en verið hefur til þessa. “Eftir breytingarnar getum við tekið fleiri hingað inn en verið hef- ur til þessa enda höfum við tekið í notkun sal sem var inn af tækja- salnum til notkunar sem tækja- sal svo nú höfum við stækkað starfsemina um líklega 30%,” segir Sævar Pétursson. Sævar segir að þeir sem sæki Þrekhúsið séu á öllum aldri, en flestir þó á aldrinum 25 til 45 ára. En í Þrekhúsið komi líka fólk sem sé bæði yngra og eldra og einn þeirra sem hefur verið að stunda tækjasalinn í Þrekhúsinu er 82 ára, og kemur þrisvar í viku! Sævar segir að vel sé tekið á móti fólki sem ekki hefur stundað líkamsrækt af neinu tagi um lang- an tíma, en þarf virkilega á hreyf- ingu að halda. Þrekhúsið setur upp prógram fyrir þetta fólk og þjálfari fylgist svo með framvindunni og breytir prógrammi ef þurfa þykir með til- liti til þreks viðkomandi. Fjöllistahópurinn. Ásta Böðvarsdóttir hefur kennt jóga í þó nokkur ár, hér heima aðallega í Vesturbænum þar sem hún býr, lengst af við Jógastöð Vesturbæjar sem var í Héðinshúsinu. “Jógað gerði mér mjög gott og eftir nokkurra ára ástundun dreif ég mig í að læra meira. Ég fór til Kripalucenter í Massachu- settes í Bandaríkjunum og tók jógakennaranámið þar. Þetta var árið 1997, en á þeim tíma bjó ég í Stokkhólmi. Ég kenndi á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal ann- ars á leikskóla dóttur minnar þar sem leikskólakennarar og foreldr- ar komu í jóga og eins fólk úr hverfinu sem frétti af þessu. Nú verð ég með jóga í salnum í Safnaðarheimili Neskirkju á mánu- dögum og fimmtudögum frá klukkan 17.20 til 18.30, en við byrj- um mánudaginn 3. september nk. Þetta er mjúkt jóga sem styrkir og skapar vellíðan. Áhersla er lögð á jógateygjur, öndun og slök- un. Ég er glöð með að geta haldið mig við Vesturbæinn þar sem ég bý og starfa. Ég hlakka til að leiða jóga í þessu fallega og góða húsi sem Safnaðarheimili Neskirkju er og vonast til að sjá sem flesta,” segir Ásta Böðvarsdóttir. Kennir jóga í Safnaðarheimili Neskirkju Ásta Böðvarsdóttir jógakennari. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 borgarblod@simnet.is borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.