Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Síða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Síða 1
9. tbl. 10. árg. SEPTEMBER 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Nágrannar Keilugranda 1 ósáttir við borgarstjórn Á fundi skipulagsráðs Reykja- víkurborgar nýverið var lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýs- ingin stóð yfir frá 13. júlí til 24. ágúst 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir; 6 íbúar við Fjöru- granda 14, 16 og 18; Margrét Magn- úsdóttir og Valgeir Pálsson Boða- granda 10; Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2; Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11; Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8; Börk- ur Vígþórsson skólastjóri Granda- skóla; Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15 og Gunnar Finnsson Boðagranda 2a ásamt undirskriftarlista 395 íbúa. Afgreiðslu var frestað. Íbúar í nágrenni reitsins Keilu- granda 1 hafa brugðist við af undr- un og reiði yfir þeim áformum borg- arstjórnar Reykjavíkur að breyta bæði aðalskipulagi og deiliskipu- lagi til að byggja megi margfalda byggð á reitnum Keilugranda 1 umfram þá, sem gildandi skipu- lag heimilar. Meðal þeirra fjölda athugasemda, sem fram koma kemur fram að Skipulagsstofnun hefur bent á að rökstuðning vant- ar fyrir tillögum borgarinnar og að samkvæmt skipulagsreglugerð þarf að gera grein fyrir umhverfis- áhrifum hennar sem og þéttleika byggðar. Þó að andstaða gegn áformun borgarinnar sé mikil og almenn eins og fjöldi andmælenda ber vitni um, telja andmælendur að borgarstjórn hafi enn ekki hlust- að og virðist því vera að ganga erinda eiganda reitsins á kostnað lífsgæða. Ekkert samráð Í bréfi til borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, nýverið segir m.a. að byggð á svæðinu sé þeg- ar mjög þétt og hærri en í öðrum sambærilegum hverfum. Bent er á að meðal afleiðinga af tillögum borgarinnar sé mikið skuggavarp, stórskert úsýni, sjónmengun, mikl- ir sviptivindar, áhrif á grunnvatns- stöðu, stóraukin umferðarþungi með alvarlegum áhrifum á umferð- aröryggi einkum barna á leið úr og í Grandaskóla, sem er á bak við Keilugranda 1, og æfingasvæð- is KR. “Við leggjum áherslu á að við drögum ekki í efa réttinn til að byg- gja á reitnum Keilugranda 1. Það má hins vegar ekki gerast á kostn- að öryggis barna sem og lífsgæða og verðmætis húsnæðis íbúa í nágrenninu. Skipulagsyfivöld borg- arinnar verða að fylgja þeim regl- um sem þau hafa sett sér sjálf en ekki gera á þeim geðþóttabreyting- ar, sem aðeins þjóna væntingum og hagnaðarsjónarmiðum eigenda reitsins. Því beinum við þessum orðum til þín að þú hefur sýnt í orð- um og verki að þú virðir hag hins almenna borgara og að borginni sé stjórnað á sönnum og traustum lýðræðisgrundvelli en fyrri athuga- semdum okkar til Skipulagsráðs Reykjavíkur og Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur hingað til verið litill gaumur gefinn og ekkert orð- ið úr yfirlýsingum þaðan um frek- ari samráð við okkur,” segir í bréfi íbúa í nágrenni Keilugranda 1. Börn og starfsfólk Leikskólans Dvergasteins við Seljaveg buðu fyrir nokkru foreldrum, öfum og ömmum til skemmtunar þar sem m.a. var sungið fyrir viðstadda. Líf og fjör á Dvergasteini Vetrarstarf KR - Kynning í meðfylgjandi fjórblöðungi Hagamel 39 998.-meðan birgðir endast kglambalæri Tilboð á Af nýslátruðu Tilboðið gildir 14.-16. september St af ræ n a p re n ts m ið ja n -1 07 23

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.