Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 5
Nýlega urðu útibússtjóraskipti í Vesturbæjarútibúi Kaupþings á Hótel Sögu við Hagatorg, en við starfinu tók Aðalheiður Guðgeirs- dóttir sem hafði áður starfað í höf- uðstöðvum Kaupþings þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á lánaborði viðskiptabankasviðs. Aðalheiður er ein af 8 konum sem starfa sem útibússtjóri hjá Kaup- þingi en alls eru útibússtjórarnir 25 talsins. Í útibúinu við Hagatorg starfa 15 manns. Aðalheiður hóf störf hjá Kaupþingi fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hún framkvæmdastjóri Kjötbankans í Hafnarfirði og þekkir því mjög vel að vera hinu megin við borð- ið og hefur þá reynslu sem hún segir mikilvæga. Hún kann hins vegar mjög vel við sig í bankaum- hverfinu, segir það eiga mjög vel við sig. Aðalheiður býr í Hafnarfirði og er þar uppalin, er þriggja barna móðir og gift E. Birgi Blandon flug- stjóra hjá Icelandair sem er gamall Vesturbæingur og KR-ingur. Hún er stúdent og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1993. Eitt helsta áhugamál hennar og fjölskyldunn- ar eru skíðaferðir erlendis í stórum vinahópi. Börnin eru 13 ára, 7 ára og 5 ára, og þau hafa tekið “skíða- bakteríuna” í arf, en dóttirin æfir einnig sund og móðirin eyðir mörg- um helgum á sundlaugabakkanum við að hvetja hana. Strákarnir eru í fótboltanum í FH og þar er mamm- an einnig mætt á hlíðarlínunni þeg- ar tími gefst til. Stórfjölskyldan er með sumarbú- stað uppi í Skorradal og þar dvelur fjölskyldan oft og stundar vatna- sport þegar veður gefur tilefni til. Aðalheiður segist einnig hafa mjög gaman af ferðalögum og almennri útiveru og stundum tengist það starfi eiginmannsins. Aðalheiður segir að í þessu nýja starfi hennar í Vesturbænum eigi hún auðvelt með að hugsa eins og KR-ingur, ekki síst vegna þess að hún hafi í 20 ár verið í hjónabandi með einum slíkum. Persónuleg tengsl mikilvæg Aðalheiður segir að útibússtjóri geri raunar allt sem viðkomi dag- legum rekstri útibúsins, ber ábyrgð á stjórnun og verkskipulagi innan útibúsins, að farið sé að reglum bankans og að veita viðskiptavin- um hverskonar fjármálaráðgjöf sem sniðin er að þörfum hvers og eins, svo eitthvað sé nefnt. Í útibúi eins og Vesturbæjarútibú- inu hljóta persónuleg tengsl við við- skiptavinina að vera mikilvæg og áríðandi fyrir útibússtjórann ekki síður en aðra starfsmenn að þekkja þá sem flesta og geta afgreitt þá á persónulegum nótum. “Það er stór hluti af mínu starfi að kynnast fólkinu sem hefur verið í viðskiptum hérna, en fyrr á árinu voru tvö útibú Kaupþings í Vest- urbænum sameinuð í eitt, sem nú heiti Vesturbæjarútibú. Það eru því margir einstaklingar og fyrir- tæki í viðskiptum hérna, sem ég vil kynnast enda gengur þetta allt út á mannleg samskipti. Hér er gott og reynslumikið starfsfólk sem hefur góða þekkingu á bankastörfum og er í góðum samskiptum við okkar viðskiptavini. Það mun ég reyna að nýta mér sem best,” segir Aðalheið- ur Guðgeirsdóttir.” - Eru flestir ykkar viðskiptavina Vesturbæingar? “Það eru mjög margir Vesturbæ- ingar og Seltirningar í viðskiptum hérna en einnig fólk sem býr ann- ars staðar á landinu, enda er þetta orðið eitt markaðssvæði. Unga fólkið sem ólst upp í Vesturbænum og hóf sín bankaviðskipti hér er kannski flutt í annað hverfi en held- ur margt hvert sínum tengslum við okkur. Þetta eru oft námsmenn sem eru að taka skrefin út í lífið og við tökum þá þau skref með þeim og þeim breytingum sem fylgja því að fara út í atvinnulífið. Við reynum alltaf að gera betur fyrir okkar við- skiptavini. Mörgum námsmannin- um við Háskóla Íslands finnst það þægilegt að vera í viðskiptum við banka nálægt skólanum þó þeir eigi lögheimili úti á landi og flytji þangað aftur að loknu námi. Þeir hafa margir hverjir haldið þeim við- skiptum þótt náminu sé lokið. Breytingarnar eru töluverðar sem hafa átt sér stað í bankageiran- um á undanförnum árum. Fólk er í minna mæli að koma til gjaldkera, margir sinna sínum helstu viðskipt- um í netbanka og eru í þjónustu sem fækkar heimsóknum í við- skiptabankann. Þá skiptir raunar ekki máli hvar hann er staðsettur en að sama skapi hefur símtölum og tölvusamskiptum við þjónustu- ráðgjafa okkar farið fjölgandi. Við erum með þjónustuver sem er opið fram á kvöld og á laugardögum sem er aukin þjónusta sem er í vaxandi mæli nýtt. Auk þess vil ég nefna að Kaupþing er með mjög metnaðar- fulla þjónustustefnu og að við í úti- búinu erum með þjónusturáðgjafa, námsmannafulltrúa, fyrirtækjaráð- gjafa og ráðgjafa í lífeyris- og trygg- ingarmálum,” segir Aðalheiður Guð- geirsdóttir, útibússtjóri Kaupþings við Hagatorg. 5VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2007 “Persónuleg tengsl við viðskiptavinina mikilvæg” Aðalheiður Guðgeirsdóttir, útibússtjóri Vesturbæjarútibús Kaup- þings. Við hlið hennar er auglýsing bankans vegna þjónustu við ungt fólk, “Þú ert leikstjórinn í þínu lífi” sem er þjónusta fyrir ungt fólk sem hefur tileinkað sér lífsstíl sem er bæði fjölbreyttur og spennandi. Mikið úrval annarra ísrétta, svo sem bragðarefur, sjeik, jógúrtís o.fl. að ógleymdum ljúffengum kaffi-sjeik og cappucino-sjeik. ÍSHÖLLIN Melhaga 2 - 107 Reykjavík Sími 551 9141 - segir nýr útibússtjóri Kaupþings við Hagatorg

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.