Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2007 Frá haustinu 2005 hefur Vesturbæjarskóli ver- ið móðurskóli í verkefninu “Drengir og grunn- skólinn”. Markmið verkefnisins er að leita leiða til að bæta líðan og námsárangur drengja í skól- anum, en rannsóknir sýna að drengjum farnast almennt verr í skólum en stúlkum. Lögð er áhersla á að stúlkur muni á engan hátt líða fyrir verkefnið, þvert á móti er stefnt að því að þær njóti ekki síð- ur góðs af þróunarstarfinu en drengirnir. Verkefn- ið er styrkt af Menntasviði Reykjavíkur og hafa sex til sjö starfsmenn tekið þátt í því. Á fyrsta tímabilinu aflaði hópurinn sér fræðilegrar þekkingar á málefninu, leiddi það þátttakendur til tveggja skóla í London sem báðir hafa skarað fram- úr hvað varðar velferð drengja. Annar þessara skóla er Ardleigh Green Junior School, en rannsakendur við Oxford háskóla veittu því athygli að minni mun- ur var á námsárangri drengja og stúlkna við skólann en almennt tíðkast í Englandi, en allstaðar eru stúlk- ur hærri að meðaltali. Einkunnir nemenda skólans í samræmdum prófum hafa jafnframt verið með því hæsta í landinu. Kennarahópurinn frá Vesturbæjarskóla hreyfst mjög af kennsluaðferðum í Ardleigh Green og sá fram á að auðvelt yrði að aðlaga þær að starfinu í Vesturbæjarskóla. Það varð úr að skólastóri Ardle- igh Green, John Morris auk Jackie Avis kennara komu hingað til lands og héldu eins dags námskeið fyrir kennara Vesturbæjarskóla þar sem þau veittu innsýn í aðferðir sínar í móðurmálskennslu. Í stuttu máli einkennast þær af skýrum mælan- legum markmiðum og fjölbreytni þar sem leitast er við að nemendur upplifi tilgang með vinnu sinni. Nú þegar má sjá áhrif námskeiðsins í skólastofum Vesturbæjarskóla. Verkefnisstjóri móðurskólaverk- efnisins “Drengir og grunnskólinn” er Nanna Kristín Christiansen. Enskir straumar í Vesturbæjarskóla Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 Fermingarbörn í Dómkirkjunni vorið 2008 áttu nýlega samverustund í safnaðarheimilinu með sóknar- prestinum sr. Hjálmari Jónssyni og starfsmönnum. Sjúkraliðar Fjölbreytt og sjálfstætt starf! Hvernig væri að prófa? Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar, það býður upp á mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu, um er að ræða fram- tíðarstarf og einnig tímabundnar afleysingar, um er að ræða vaktavinnu á morgun- kvöld- og næturvaktir bæði heilsdags- og hlutastörf í boði. Endilega hafið samband við okkur til að athuga hvort leiðir okkar gætu legið saman. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir Helga J. Karlsd. starfsmannastjóri virka daga milli 8-15 í síma 530-6165 eða helga@grund.is. Grund, dvalar-og hjúkrunarheimili Hringbraut 50 s: 530-6100 www.grund.is Jackie Avis og John Morris útskýra verkefnið “Drengir og grunnskólinn” fyrir kennurum Vestur- bæjarskóla. Uppbygging er orð sem oft- ast er notað um verklegar fram- kvæmdir en má einnig nota um okkur sjálf. Hér er lagt út frá þessu hugtaki í sambandi við upp- byggingu á samfélagi okkar. Ekki nægir að hver og einn hugsi um sig heldur er mikilvægt að við tökum höndum saman. Grunnskil- yrði þess að við getum byggt upp betra samfélag er að við tökum sjálf ákvörðun um að gera slíkt en ætlumst ekki til að aðrir geri það fyrir okkur. Því er mikilvægt að íbúar hvers hverfis taki virkan þátt í samstarfi um slíka uppbygg- ingu. En hvernig byggjum við upp sam- félag? spyr Óskar Dýrmundur Ólafs- son, forstöðumaður Vesturgarðs. Gott er að huga fyrst að eigin garði, vanda til uppeldisins, rækta tengsl við foreldra og ekki gleyma makanum! Hægt er að taka virk- an þátt í starfi foreldrafélaga og skapa þannig enn betra uppeld- isumhverfi fyrir börnin. Við get- um verið góð fyrirmynd með því t.d. að taka þátt í almenningsíþrótt- um á borð við sund og hlaup og virkjað helst alla fjölskylduna með í þeirri hreyfingu. Einnig er mikil hvatning þessa dagana að virkja börn og ungmenni í heilbrigðu íþrótta- og félagsstarfi enda búið að sýna fram á hve sterkt forvarn- argildi slík þátttaka hefur. Íbúar hafa tekið þátt í nágrannavörslu að frumkvæði lögreglunnar og þjónustumiðstöðvarinnar þar sem áhersla er lögð á að nágrannar hjálpist að við að tryggja öryggi í sínu næsta umhverfi. Mikilvægt er að rækta góð nágrannatengsl og skapa þannig gagnkvæmt traust. Við getum einnig tekið daglega lifnaðarhætti okkar til skoðunar en stöðug umræða um rusl á víða- vangi segir okkur að við þurfum að bæta umgengnina og var slíkt einhvern tímann sagt endurspegla innri mann. Umferðaröryggi hefur verið mikið áhugamál Vesturbæinga og óhætt að skoða hvort hægt sé að aka hægar, nota reiðhjól og stræt- isvagna meira til að stuðla að betri umferðarmenningu í hverfinu. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar hélt úti föstum dálki í Vesturbæjar- blaðinu síðasta vetur undir slagorð- inu ,,Uppeldi sem virkar”, þar sem foreldrum voru gefin góð ráð um uppeldi barna sinna. Í vetur ætlum við að halda áfram með fastan dálk þar sem við horfum til forvarna í víðum skilningi og hvernig við getum með ýmsu móti vandað til verka við uppbyggingu samfélags okkar. Við munum taka þátt í og bjóða uppá vettvang fyrir frekari og vonandi frjóa umræðu. Hverfa- samstarfshóp- urinn ,,Vestur- bærinn-bærinn okkar” stefnir að því að leggja fram forvarna- ste fnu fyr ir hverfið og ste- fnt er að því að skoða hvernig við getum búið til umhverfis- sáttmála Vest- urbæjar. Síðar í vetur er svo stefnt að því að halda foreldraþing, þar sem foreldrum barna upp að 18 ára aldri verður boðin þátttaka til að ræða málefni barna, þjónustu við þau og uppeld- isumhverfi þeirra. Tækifæri til þátt- töku gefast því fjölmörg í vetur. Í raun er virk þátttaka hvers og eins í sínu nærumhverfi lykillinn að því að okkur takist að byggja upp heilbrigt og sterkt samfélag og því mætti spyrja: Hvaða hlutverki getur þú gegnt í því? Uppbygging samfélags, vöndum til verka Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Óskar Dýrmundur Ólafsson. www.borgarblod. is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.