Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 10
Knattspyrnudeildin er stærsta deildin innan KR með 550 iðkend- ur í þrettán flokkum stráka og stelpna, auk meistaraflokka karla og eldri flokka karla og kvenna. Deildin hefur skilað mörgum frá- bærum knattspyrnumönnum og frambærilegum einstaklingum í gegnum tíðina og stefnt er að gera enn betur. Knattspyrnudeild- in hefur verið með átak í kvenna- flokkum sem hefur skilað sér í sterkum kvennaflokkum allt frá sjöunda flokk kvenna til meistara- flokks kvenna. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með fram- förum kvennaflokkana sem endur- speglast í árangri meistaraflokks kvenna. Knattspyrnudeildin hvet- ur alla krakka til þess að koma og reyna sig. Flokkar • 8. flokkur er fyrir þá einstak- linga sem eru að stiga sín fyrstu spor í íþróttinni, flokkurinn er bæði fyrir drengi og stúlkur sem eru á síðasta ári í leikskóla. • 7.flokkur drengja og stúlkna er fyrir börn fædd 2000 og 2001 • 6.flokkur drengja og stúlkna er fyrir börn fædd 1999 og 1998 • 5.flokkur drengja og stúlkna er fyrir börn fædd 1997 og 1996 • 4.flokkur drengja og stúlkna er fyrir börn fædd 1995 og 1994 • 3.flokkur drengja og stúlkna er fyrir krakka fædd 1993 og 1992 Æfingagjöld og æfingatíma má sjá á heimasíðu knattspyrnudeild- ar, www.kr.is/knattspyrna Knattspyrnudeild KR vinnur markvisst eftir námskrá félagsins, einnig er uppeldisstefna hjá knattt- spyrnudeildinni þar sem foreldrar í hverjum flokki fyrir sig hafa sinn fulltrúa. Markmið með uppeldis- starfinu eru: • Að ala upp bestu knattspyrnu- menn landsins. • Að KR-ingar séu heilbrigðir og vel undirbúnir undir lífið. • Að flestir Vesturbæingar verði virkir KR-ingar alla ævi. Knattspyrnudeild KR leggur mikla áherslu á gott samstarf við foreldra þeirra barna og unglinga sem stunda æfingar og keppni á vegum deildarinnar. Þetta sam- starf tekur til þátttöku foreldra í æfingum, keppni og öðru starfi á vegum deildarinnar; ásamt góðu flæði upplýsinga til foreldra. Körfuknattleiksdeild KR býður upp á æfingar fyrir bæði stráka og stelpur í öllum aldurshópum. Deildin rekur mjög metnaðarfullt krakka og unglingastarf þar sem félagsþátturinn er í hávegum hafð- ur. Hjá Körfuknattleiksdeildinni er ekki bara verið að æfa körfubolta heldur eru haldin pizzu partý og ýmislegt fleira. Farið er á skemmti- leg mót þar sem boðið er upp á hoppukastala, kvöldvökur, sund- ferðir, bíó og margt, margt fleira. Körfuknattleiksdeild KR rekur líka metnarfullt afreksstarf þar sem margir af hæfustu þjálfurum lands- ins keppast við að kenna iðkend- um galdra körfuknattleiksíþróttar- innar. Þrír af fimm unglingalands- liðsþjálfurum Íslands starfa hjá KR enda hefur deildin lagt mik- ið upp úr að hafa sem hæfasta þjálfara fyrir sína iðkendur. KR á langflesta atvinnumenn Íslands í körfubolta og sem dæmi fór Jón Arnór Stefánsson alla leið í NBA deildina. KR á fjöldann allan af unglingum í yngri landsliðum og A-landsliðum karla og kvenna. Meistaraflokkur karla varð Íslands- meistari s.l. vor sem endurspegl- ar þá umgjörð og stemningu sem stjórn og önnur ráð innan deildar- innar hafa skapað. Í sumar var lagt parket í A-sal sem breytir miklu fyrir alla iðkend- ur en parket fer mun betur með líkama þeirra sem eru stunda körfubolta. Það er mikil uppgang- ur hjá Körfuknattleiksdeild KR og eru allir velkomnir að koma og prófa. Deildin skorar á alla að koma og prófa og sjá hvort karfa sé ekki eitthvað sem hentar við- komandi. Það fá allir að prófa frítt í 2 vikur áður en þeir ákveða sig hvort körfubolti sé eitthvað sem henti þeim. Nánari upplýsingar um æfingar og annað er hægt að fá í sima 510-5312 eða á heima- síðu körfuknattleiksdeildar, www. kr.is/karfa 2 Badmintondeild KR er alltaf að eflast og iðkendum fer ört fjölg- andi. Reynir Guðmundsson er yfir- þjálfari en ásamt honum eru þau Daníel Reynisson, Óskar Braga- son og Þorgerður Jóhannsdóttir þjálfarar hjá deildinni. Markmið deildarinnar er að byggja upp starfið og koma KR í fremstu röð í íslensku badmintonlífi. Deildin hef- ur fengið til sín meistaraflokks- og landsliðsmann til margra ára og verið er að vinna í því að fá fleiri góða spilara. Æfingar hjá deild- inni eru á þriðjudögum, fimmtu- dögum, föstudögum og sunnudög- um. Æfingagjöldum er stillt í hóf og verða ávalt 2 þjálfarar á hverri æfingu. Fullorðnir eru líka hvattir til að skrá sig í trimmara tímana og eins og margir vita er badmint- on ein besta líkamsrækt sem völ er á. Öllum KR-ingum er boðið að koma á sunnudögum í september og prufa frítt, þ.e. á sunnudögum frá 14:00 - 17:00 er opið hús í B-sal KR. Allar nánari upplýsingar eru á www.kr.is/badminton. Þar er hægt að sjá tímatöflu deildarinnar. Badminton Körfuknattleikur Vöxtur sunddeildar KR hefur verið stöðugur á síðustu árum. Gert er ráð fyrir um 270 iðkendum í deildinni í vetur sem æfa munu í 5 sundlaugum. Hjá deildinni starfa 14 þjálfarar en yfirþjálfari er Mads Claussen frá Danmörku sem starf- að hefur hjá KR frá árinu 2001. Jóhannes Benediktsson hefur ver- ið formaður deildarinnar frá 1997. Æfingatímabil sundmanna er frá ágúst til júni ár hvert en hægt er að byrja æfingar hvenær sem er innan tímabilsins. Nokkrir af bestu sundmönnum landsins æfa með KR. Meðal þeirra eru Ragnheið- ur Ragnardóttir og Hjörtur Már Reynisson sem bæði kepptu á OL 2004 í Aþenu. Ragnheiður hefur ein íslenskra íþróttakvenna tryggt sér farseðilinn á OL 2008 í Bejing. KR stefnir á að eiga 10 landsliðs- sundmenn næsta vetur. KR býð- ur 7 - 8 ára byrjendum ókeypis sundæfingar i september og októ- ber á miðvikudögum og föstudög- um kl. 16.30 - 17.10. Skráning hjá sund@kr.is Sundskóli KR KR hefur til margra ára starf- rækt sundskóla KR fyrir 5 - 7 ára börn í Austubæjarskóla og Sund- höllinni. Hver hópur mætir tvisvar i viku. Sundönnin kostar 15.500 krónur og eru tveir kennarar eru með hverjum 8- 12 manna hóp. D-hópar eru fyrir 7- 9 ára börn, en þeir æfa þrisvar sinnum í viku á Nesinu, Vesturbæjarlaug og Sundhöllinni og eru 12 - 15 börn eru í hverjum æfingahóp. Á æfingum þeirra eru farið í grunn- atrið sundtækninnar og um leið er unnið í æfingum sem auka þol, liðleika og almenna hreyfifærni. Videókvöld er haldið einu sinni í hverjum mánuði. Sundmenn D- hópa geta tekið þátt i 3 - 5 mótum á tímabilinu auk þess sem farið er i tvær æfinga- og skemmtiferðir yfir veturinn. Æfingagjald er 3.400 krónur á mánuði. C-hópar eru fyrir 8 - 12 ára börn og þeir æfa þrisvar sinnum í viku á Nesinu, Vesturbæjarlaug og Sundhöllinni og eru 12 - 15 börn í hverjum æfingahóp. Á æfingum hópsins eru farið nánar í sund- tækni og um leið er unnið í æfing- um sem auka þol, liðleika, kraft og almenna hreyfifærni. Sundmenn C-hópa geta tekið þátt i 5 - 7 sund- mótum á tímabilinu auk þess sem farið er i tvær æfingaferðir yfir helgi. Fræðslu- og videókvöld er haldið einu sinni i hverjum mán- uði. Æfingagjaldið er 4.100 krónur á mánuði. B hópur er fyrir 10 - 15 ára og hann æfir 5- 6 daga vikunnar í Vesturbæjarlaug, Nesinu og í Laug- ardal. Sundmenirnir taka þátt í fjölmörgum mótum ár hvert auk þess farið er i æfingabúðir. Æfinga- gjald er 5.700 krónur á mánuði. A- hópur fyrir 14 ára og eldri en sá hópur er skipaður 32 sundmönn- um sem æfa 6 - 10 sinnum í viku. Sundmennirnir taka þátt i fjölmörg- um mótum innanlands ár hvert og fara erlendis á sundmót eða til æfinga. Æfingagjald er 6.700 kón- ur á mánuði. Allar nánari upplýs- ingar um deildina má finna á www. kr.is/sund eða i síma 690- 6500 en skráning fer fram á sund@kr.is Sund Knattspyrna Skíðadeild KR er alltaf að eflast og er eina af tveimur deildum inn- an KR sem hefur fengið viðurkenn- ingu sem fyrirmyndarfélag hjá ÍSÍ. Yfirþjálfari deildarinnar er Jóhann Friðrik Haraldsson. Deildin hefur sett á laggirnar skíðaskóla fyrir byrjendur og lengra komna og er skólinn er starfræktur í Skálafelli en þar fara æfingar fram. Markmið deildarinn- ar er að vera með gott barna- og unglingastarf og þ.a.l. hefur deild- in sett sér vinnureglur fyrir þjálf- ara sem eru svohljóðandi: “Árangur íþróttastarfs og fram- farir iðkenda í íþróttum, eins og þeirra íþróttagreina sem eru stundaðar hjá skíðadeildinni bygg- ist mjög á starfi þjálfara deildar- innar. Miklar kröfur eru gerðar til þjálfara íþróttafélaga og flest bendir til þess að þær kröfur eigi eftir að aukast á komandi árum. Stjórn deildarinnar þarf að gera kröfur um fagþekkingu og mennt- un þjálfara sem starfa fyrir deild- ina. Varast skal að skoða árangur í starfi þjálfara eingöngu út frá úrslitum í keppni. Skíðadeild KR hefur tekist að tileinka sér upp- eldisvæna þjálfunarstefnu þar sem ástundun skíðaíþrótta í heil- brigðu umhverfi og félagsskap og hver og einn fær notið sín er sam- þættuð tækniþjálfun og keppni á uppbyggilegan hátt.” Skíðaíþróttin er ein af fáum íþróttagreinum þar sem öll fjöl- skyldan getur verið saman að leik. Komið á skíði og njótið samver- unnar með börnunum, vinum ykk- ar og vinum þeirra. Skíðadeild KR er í samstarfi við Ármann/Þróttt með æfingar. Skíði Keiludeild KR er orðin ein allra öflugasta keiludeild lands- ins. Aðstaða deildarinnar í Keilu- höllinni er mjög góð og deildin er með hæfa þjálfara. Keiludeild- in býður upp á æfingar fyrir alla aldurshópa jafnt fyrir drengi sem stúlkur. Deildin hefur á síð- ustu árum lagt mikla áherslu á unglinga- og barnastarf, það er að skila sér í fleiri iðkendum og góðum árangri í keppni. Keiludeild KR býður öllum að koma og prófa sig áfram í íþróttinni jafnt yngri sem eldri. Nánari upplýsingar eru á www. kr.is/keila Keila

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.