Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 13
Upphaf nýs skólaárs er alltaf spennandi tími fyrir börn og unglinga. Skólinn byrjar, vinirn- ir koma úr fríum jafnframt því sem alls kyns frístundastarf fer af stað. Tölvunotkun hefur aukist mikið á undanförnum árum og þar með hættan á að börn og ung- lingar festist fyrir framan tölvur og sjónvarp og einangrist, á sama tíma og offita barna hefur aukist hröðum skrefum. Samkvæmt nið- urstöðum rannsókna undanfarin ár á líðan barna bendir ýmislegt til þess að bestu forvarnir til við- bótar samveru með foreldrum felist í skipulögðu frístundastarfi. Reykjavíkurborg hefur innleitt frístundakort, sem hefur áhrif á möguleika barna og unglinga til iðkunar íþrótta- og tómstunda og gefur fleirum tækifæri en áður. Nú gefst foreldrum kostur á niður- greiðslu, sem nemur 12.000 krón- um, vegna iðkunar barna sinna. Á næsta ári hækkar upphæðin í 25.000 krónur og árið 2009 munu foreldrar hafa 40.000 krónur til ráðstöfunar. Það gefur auga leið að þessi styrkur til frístundaiðk- unar barna mun jafna mjög stöðu barna til iðkunar heilbrigðra tóm- stunda og þar með betra lífs. Hlutverk foreldra Æ oftar heyrist rödd foreldra um að þeirra hlutverk í sambandi við iðkun barnanna felist aðallega í að “sækja og senda”. Stuðningur foreldra er lykilatriði í vel heppn- uðu frístundastarfi. Æskilegt er að foreldrar setjist niður í upp- hafi vetrar með börnum sínum og fari í gegnum áhugasviðið með þeim í leit að áhugaverðu tómstundatilboði. Fyrir þá sem tækifæri hafa til er gott að mæta reglulega á íþróttaæfingar og fara í félagsmiðstöðina til að kynnast því fólki sem kemur að starfinu þar. Það sama gildir um aðrar tómstundir. Nauðsynlegt er að huga að eftirfylgdinni þegar degi lýkur og spyrja reglulega hvernig gangi í þeim tómstundum sem barnið sækir. Með því sýna for- eldrar áhuga og mynda um leið það tengslanet sem hverju barni er svo mikilvægt. Gott utanum- hald er lykillinn. Í Vesturbæ er mikið úrval tóm- stundatilboða og mjög vel að því staðið. Miklar kröfur eru gerðar til starfmanna um uppeldismennt- un auk þeirrar sérmenntunar sem krafist er í tengslum við þær fjölbreyttu frístundir sem í boði eru. Þeir sem koma að upp- eldi barna eru jú fullorðnar f y r i r m y n d - ir barnanna og hafa mikil áhrif. Gott og jákvætt starfs- fólk er í lykil- stöðu og það höfum við í Vesturbæ. All- ir sem bjóða upp á skipulagt frí- stundastarf í Vesturbæ eru aðilar að frístundakortinu. Ágæti lesandi. Maður er manns gaman segir í gömlu máltæki og á það ekki síður við í dag. Ef ein- hverjar spurningar vakna eða þú æskir ráðgjafar um frístundaiðk- un barna og unglinga skaltu endi- lega hafa samband við frístunda- ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar. Nánari upplýsingar um frístundakortið má nálgast á vef Reykjavíkurborgar, www. reykjavik.is Með ósk um ánægjulegan frístundavetur. Kveðja Trausti 9VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2007 Viltu vinna í þínu hverfi? Deildarstjórar Grandaborg, Boðagranda 9, sími 562-1855 Sæborg, Starhaga 11, sími 562-3664 Leikskólakennari/leiðbeinandi: Barónsborg, Njálsgötu 70, sími 551-0196 Drafnarborg, Drafnarstíg 4, sími 552-3727 Dvergasteinn, Seljavegi 12, sími 551-6312 Furuborg, við Áland, sími 553-1835 Garðaborg, Bústaðavegi 81, sími 553-9680 Grænaborg, Eiríksgötu 2, sími 551-4470 Gullborg, Rekagranda 14, sími 562-2455 Hagaborg, Fornhaga 8, sími 551-0268 Kvistaborg, Kvistalandi 26, sími 553-0311 Lindarborg, Lindargötu 26, sími 551-5390 Sólborg, Vesturhlíð 1, sími 551-5380 Sæborg, Starhaga 11, sími 562-3664 Vesturborg, Hagamel 55, sími 552-2438 Ægisborg, Ægisíðu 104, sími 551-4810 Öldukot, Öldugötu 19, sími 551-4881 Sérkennsla, þroskaþjálfi eða sérkennari: Grandaborg, Boðagranda 9, sími 562-1855 Grænaborg, Eiríksgötu 2, sími 551-4470 Gullborg, Rekagranda 14, sími 562-2455 Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskólum eða starfsmannaþjónusta Leikskólasviðs í síma 411-7000. Allar lausar stöður í leikskólum Reykjavíkurborgar eru auglýstar á www.leikskolar.is Við leitum að áhugasömu starfsfólki með hæfni í mannlegum samskiptum. Möguleikar á fullu starfi eða hlutastarfi, til dæmis fyrir skólafólk seinni hluta dags. Frístundir, forvarnir og frístundakort Opinn fundur um fornvarnarmál í Hagaskóla 25. september Opinn fundur um forvarnamál verður í Hagaskóla þriðjudaginn 25. september nk. klukkan 20:00 - 21:00. Fundinum er einkum ætl- að að ná til foreldra og þeirra sem koma að uppeldi og frístundastarfi barna og ungmenna í Vesturbæ. Á fundinum verða kynntar niður- stöður könnunar frá því í byrjun árs 2007 um vímuefnaneyslu ung- linga í Vesturbæ auk almennrar umræðu um leiðir til varna svo sem gildi samverustunda fjölskyld- unnar, eftirlit foreldra og þátt- töku í íþrótta- og frístundastarfi en íslenskar rannsóknir hafa m.a.leitt í ljós mikilvægi þessa. Forvarnamál í víðum skilningi eru í brennidepli í starfsemi Vest- urgarðs næsta starfsár og verður leitast við að þess sjáist merki sem víðast. Í boði verða námskeið og fræðsla fyrir foreldra um uppeldis- mál auk reglulegra greinaskrifa um uppeldi og forvarnir í Vesturbæjar- blaðið. Stefnt er að því að stofnanir og félagasamtök móti eigin forvarna- áætlanir og fylgi þeim eftir í starfi sínu auk þess sem unnið er að heild- aráætlun fyrir Vesturbæ. Bryndís Guðmundsdóttir, kennsluráðgjafi í Vesturgarði, segir að í septembermánuði 2006 hafi að frumkvæði forseta Íslands í sam- vinnu við félagasamtök og fyrirtæki verið efnt til forvarnadags í grunn- skólum undir kjörorðinu “Taktu þátt!” Hvert ár skiptir máli “Nemendur 9. bekkja unnu þar verkefni og svöruðu m.a. spurning- um um afleiðingar og áhrif neys- lu fíkniefna, þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi og samverustund- ir fjölskyldunnar. Niðurstöður úr þessari verkefnavinnu eru athygl- isverðar og sýna að þessi mál eru unga fólkinu hugleikin. Þau virðast þekkja vel afleiðingar neyslu vímu- efna og benda auk þess á margar áhugaverðar leiðir til úrbóta. Stefnt er að því að gera þessari vinnu ung- linganna góð skil síðar á fundum með foreldrum og skóla. Í maí voru birtar niðurstöður úr könnun Vesturgarðs meðal foreldra 7-12 ára barna um frístundastarf í Vesturbæ og eru þær upplýsing- ar m.a. aðgengilegar á heimasíðu, www.vesturbaer.is Við teljum að öflugt samstarf og virk þátttaka allra sem koma að uppeldi og þroska barna sé lykillinn að sterku og heilbrigðu samfélagi. Þar skiptir hver og einn máli,” segir Bryndís Guðmundsdóttir kennslu- ráðgjafi Vesturgarði. Starfsemi Frístundaklúbbs Frosta Frístundaklúbburinn Frosti er að hefja vetrarstarfið. Klúbburinn er ætlaður börnum í 5. - 7. bekk. Markmið klúbbsins er að bjóða upp á jákvæðan valkost í frítím- anum og kynna fyrir börnunum fjölbreytta möguleika í frístunda- starfi. Markmið klúbbsins er ekki síður að leyfa börnunum að njóta þess að vera í samveru við jafn- aldra sína undir handleiðslu frí- stundaráðgjafa. Boðið verður upp á námskeið, smiðjur og opið starf. Klúbburinn verður starfræktur á þriðjudögum fyrir 5. og 6. bekk á milli 15:00 og 17:00 og fimmtu- dögum fyrir 7. bekk á milli 15:00 og 17:00. Skráningargjald er 2000 krónur en kostnaði er haldið í lámarki. Á móti því kemur að börnin þurfa greiða vægan efniskostað í þeim tilvikum sem við á. Kynning hefur farið fram í skólunum og þar fá börnin afhent skráningarblöð, en nánari upplýsingar má fá í Frosta- skjóli. Könnun um frístundastarf Í maímánuði sl. var gerð könn- un hjá foreldrum barna í 1.-6. bekk í Vesturbæ um frístunda- starf fyrir börn. Könnuninn er hluti af aðgerðaráætlun “Vinnu- hóps um samfellu í skóla- og frístundastarfi í Vesturbæ” og var kostuð og framkvæmd af Frí- stundamiðstöðinni Frostaskjól og Þjónustumiðstöð Vesturbæj- ar. Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsráðgjafi og félagsfræðingur MA hjá Þjónustumiðstöð Vestur- bæjar, hélt utan um framkvæmd- ina og vann úr niðurstöðum. Hrefna Pálsdóttir frá Frostaskjóli aðstoðaði við undirbúning og framkvæmd. Send var netkönnun til for- eldra allra barna í 1.-6. bekk í Mela- Granda-, Vesturbæjar- og Landakotsskóla og svöruðu for- eldrar 837 barna af 1.069. Svar- hlutfall var 79%. Foreldrar voru spurðir um þátttöku barna sinna í frístundastarfi og óskir foreldra varðandi frístundastarf í framtíð- inni. Um 87% barna sem svar- að var fyrir tók þátt í einhverju frístundastarfi á liðnum vetri og mörg þeirra tóku þátt í fleira en einu starfi. Mest þátttaka var í íþróttum, tónlistarnámi, frístundarheimilum og dansi. Um 97% foreldra sem svöruðu vildu að börn þeirra tækju þátt í frístundastarfi næsta vetur og það sem foreldrar óska helst eft- ir eru íþróttir, tónlistarnám og annað listtengt starf, dans og frí- stundaheimili. Þegar foreldrar voru spurðir hvort auka mætti framboð í einhverju þá nefndu flestir fjölbreyttara íþróttastarf og meira framboð tónlistarnáms, annars listnáms og dans. Helstu hrindranir sem foreldrar nefndu í þátttöku barna sinna í frístunda- starfi voru langar vegalendir, að Hringbrautin væri farartálmi, að starf sé utan venjulegs vinnutíma og að kostnaður sé mikill. Guðný Hildur segir að niður- stöður þessarar könnunar verði nýttar af “Vinnuhópi um samfellu í skóla- og frístundastarfi í Vestur- bæ.” Skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar má finna á heima- síðu Reykjavíkurborgar fyrir Vest- urbæ; www.vesturbaer.is Trausti Jónsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.