Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 14
10 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2007 Sunnudagsmessan Alla sunnudaga ársins og á hátíð- um er messað kl. 11. Barnastarf kirkjunnar er á sama tíma. Börn- in eru með í upphafi messunnar en fara síðan í safnaðarheimilið þar sem sunnudagaskólinn held- ur áfram. Messurnar eru hátíð safnaðarins. Æ fleiri sækja mess- ur og æ fleirum er boðið að taka þátt í undirbúningi og helgihaldi messunnar. Í vetur verða stofnað- ir nokkrir messuhópar. Meðlimir þeirra munu aðstoða við útdeil- ingu sakramenta í messunni, lesa lestra, og jafnvel undirbúa prédik- un með þeim prestinum sem stíg- ur í stólinn. Fyrirbænamessa Í hverri viku ársins er fyrirbæna- messa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukk- um hringt. Síðan er sunginn sálm- ur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbæn- ir er altarisganga. Mörgum þykir gott að geta gengið í guðshús í miðri viku og þegið sakramenti. Að messu lokinn getur fólk fengið sér hressingu á Torginu, súpu og brauð, kaffi og meðlæti. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Karl biskup og Hjörtur skáld Fyrsta samvera eldri borgara, Opið hús, verður 3. október. Bisk- up Íslands, Karl Sigurbjörnsson, kemur í heimsókn. Hjörtur Páls- son, skáld og guðfræðingur verð- ur umsjónarmaður Opinna húsa í vetur. Sem fyrr munu prestar Neskirkju taka þátt í starfinu. Sam- verurnar verða á miðvikudögum frá kl. 15-17 nema þegar farnar verða ferðir. Eftir kaffisopa á Torg- inu verður gengið til dagskrár kl. 15.30. Í lokin verða helgistundir. Allir velkomnir á opin hús. Tólf sporin - andlegt ferðalag Í haust fer í gang, fimmta árið í röð, tólf spora vinna. Tólf spora vinna hentar þeim sem vilja vinna með tilfinningar sínar, öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu. Litlir hópar hafa reynst góður vettangur fyrir þá vinnu. Aðferðin er sprott- in upp úr starfi AA-hreyfingarinn- ar en í hinu kirkjulega samhengi er hún unnin í fravegi kristinnar trúar og ætluð öllum. Fyrsti kynn- ingarfundur í Neskirkju verður 17. september kl. 20. Fermingarstörf Vetrarnámskeið fermingarbarna hefst fimmtudaginn 15. septem- ber kl. 15.10. Skráning fer fram í síma 5111560 eða þegar börnin koma í fyrsta skipti, þau sem ekki hafa skráð sig nú þegar. Fermingar vorið 2008 verða sem hér segir: Laugardaginn 15. mars kl. 11 og 13.30. Pálmasunnudag 16. mars kl. 13.30._Annan í páskum 24. mars kl. 11. Sunnudaginn 30. mars kl. 13.30. Ertu nýbúin/n að eignast barn? Á fimmtudagsmorgnum kl. 10-12 eru oft barnavagnar í röðum und- ir kirkjuveggnum. Á gólfinu í safn- aðarheimilinu eru dýnur og þar hjala ungbörn. Aðallega mömmur hafa sótt foreldramorgna en pabb- ar eru bæði velkomnir og vinsæl- ir. Elínborg Lárusdóttir, félagsráð- gjafi, stjórnar starfi og dagskrá. Í mörg ár hefur Hanna Johannes- sen, varaformaður sóknarnefnd- ar, stutt þetta starf með ýmsum hætti. Ert þú með ungbarn á heim- ilinu? Hvernig væri að koma og blanda geði við foreldra sem eru í sömu sporum? Upplýsingar Neskirkja er við Hagatorg. Sími 5111560. Skrifstofan er opin frá kl. 10-16 virka daga. Netfang: nes- kirkja@neskirkja.is Vefföng og upp- lýsingar: www.neskirkja.is. Barna og unglingastarf Barna og unglingastarf Neskirkju er blómlegt að vanda og kirkjan býð- ur upp á skemmtilegt og fræðandi starf fyrir alla aldurshópa. Sunnudagaskólinn er þegar haf- inn. Þar komum við saman og syngj- um, hlustum á sögur og fáum jafnan góða gesti í heimsókn. Öll börn fá afhenta kirkjubókina sína sem mun fylga þeim í vetur og í hverri sam- veru er afhentur nýr límmiði til að setja í bókinå. Við hvetjum foreldra til að koma til kirkju með börn sín í vetur og eiga með okkur góða sam- verustund á sunnudagsmorgnum. Starf fyrir 6 ára börn í Melaskóla fer fram á mánudögum í vetur og er í samstarfi við Selið, frístundaheim- ili skólans. Starfið er frá 13.40-14.40. Börnin eru sótt í skólann og þeim fylgt yfir í safnaðarheimili kirkjunn- ar þar sem stundin fer fram með fræðslu, söng og leik. Starf fyrir 6 ára börn í Grandaskóla er á þriðju- dögum klukkan 14.20-15.00 og fer fram í skólanum sjálfum. Starf fyrir 7 ára börn Melaskóla er á miðvikudögum í vetur og er í sam- starfi við frístundaheimilið. Börnin eru sótt að skóla loknum klukkan 14.30 og eru í kirkjunni til 15.30. Stundin fer fram með fræðslu, söng og leikjum. Auk biblíusagna munum við vinna með ævintýri C.S Lewis um “Ljónið, nornina og skápinn,, en kvikmyndin eftir þeirri sögu er sér- lega áhugaverð til fræðslu. Í Granda- skóla verður starf fyrir annan bekk á mánudögum frá klukkan 14.30- 15.10 en það fer fram í skólanum. Hinn vinsæli krakkaklúbbur, sem er ætlaður börnum í 3.-4. bekk fram í kirkjunni á fimmtudögum klukkan 14.30-15.30. Í krakkaklúbbnum vinn- um við m.a. við stuttmyndagerð og stærri verkefni sem henta börnum á þessum aldri. Æskulýðsfélagið Nedó, sem er samstarfsverkefni Neskirkju og Dómkirkju fer fram á þriðjudags- kvöldum í vetur. Tekið verður upp á þeirri nýjung að hafa á undan samverunni opið hús í kirkjunni. Opna húsið er tilraunaverkefni og felst í að opna dyr kirkjunnar fyrir unglingum á aldrinum 13-18 ára. Ungmennin geta komið til kirkjunn- ar, hlustað á tónlist, horft á videó, spilað, farið í tölvuleiki og spjallað við starfsmann á staðnum en ekki verður skipulögð dagskrá. Boðið verður upp á léttar veitingar. Húsið opnar kl. 17:30. Nedó hefst síðan klukkan 19.30 og stendur til 21.30. Þetta starf verð- ur með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem starfsfólk Neskirkju og Dómkirkju verða með dagskrá fyrir nemendur Hagaskóla og annarra nærliggjandi skóla á gagnfræðistigi (13-16 ára). Farið verður á lands- mót Æskulýðsfélaga og tengslin styrkt við önnur félög á höfuðborg- arsvæðinu. Á sama tíma og Nedó starfið fer fram verður boðið upp á starf fyrir ungmenni sem eru komin á mennta- skólaaldur. Ætlunin er að bjóða þeim krökkum upp á samverur í kirkjunni sem að hafa verið viðloð- andi síðastliðin ár í æskulýðsstarfi. Einnig bjóðum við að sjálfsögðu ný andlit velkomin til kirkjunnar. Þessar stundir fara fram á þriðju- daskvöldum klukkan 19.30 -21.30. Í lok kvöldanna verður sameiginleg bænastund með öllum aldurshóp- um. Tónlistarstarf Kór Neskirkju hefur vaxið og dagnað á undanförum árum und- ir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kórinn getur alltaf við efnilegu og áhugasömu söngfólki sem vill taka þátt í uppbygging- arstarfinu með okkur. Kunnátta í tónlist og nótnalestri er kostur en ekki skilyrði. Dagskrá haustsins er metnaðar- full og er ætlunnin að flytja verk- ið L’alllegro, il penseroso ed il moderato eftir Georg Friedrich Händel. Verkið var samið 1740 og hefur líklega aldrei verið flutt hér á landi áður. Áætlað er að flytja verkið á Tónlistarhátíð Nes- kirkju í byrjun desember 2007. Auk kórsins koma einsöngvarar og hljómsveit að flutningnum. Barnakór Neskirkju hefur nú nýtt starfsár og verður boðið upp á tvær deildir. Eldri deildin (8-11) æfir líkt og undanfarin ár kl. 15 á þriðjudögum. Yngri deild- in (6-8 ára), sem er ný, mun æfa kl. 15. á miðvikudögum. Æfingar hefjast þriðjudaginn 11. septem- ber og tekið er við skráningu á skrifstofu kirkjunnar og í síma 511 1560. Skráningargjald er kl. 5.000 á önn sem greiðist við inn- ritun. Þess má geta að kórarnir eru bæði fyrir stráka og stelpur og hafa verið um 10 stákar verið í eldri deild. Litli kórinn er ætlaður hressu fólki á aldrinum 60 ára og eldri. Æfingar verða í safnaðarheim- ili kirkjunnar á mánudögum kl. 14.30. Kórinn syngur í nokkrum messum í vetur og mun koma fram á ýmsum samkomum eldri borgara. Verkefni kórsins eru bæði sálmar og veraldleg lög. Stjórnandi er Inga J. Backmann. Þau sem hafa áhuga á að syngja í kórnum hringi í stjórnandann í síma 552 2032 Vetrarstarf í Neskirkju “Mig langar svo á kyrrðardaga, en ég hef ekki tíma til að ganga í svoleiðis klaustur í þrjá daga!” sagði kona við mig. “En hvað segir þú um að nota einn laugardag fyr- ir kyrrðardag?” spurði ég á móti. Niðurstaða hennar var að það væri kannski mögulegt. Fyrir einu ári hófst svo tilraun með kyrrðardag í Neskirkju, sem tókst svo vel að ákveðið var að halda þessu kyrrð- arstarfi áfram. Í vetur verða kyrrðardagar haldn- ir reglulega í Neskirkju. Þeir verða á laugardögum. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um 16,30. Prestarn- ir Sigurður Árni Þórðarson og sr. Halldór Reynisson stjórna þessum kyrrðardögum. Fyrsti kyrrðardagur haustsins verður 29. september og þá mun dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sjá um íhuganir og fjalla um bæn og bænalíf. Fjöldi fólks hefur sótt kyrrð- ardaga í Skálholti og uppgötvað hversu kyrrð og róleg hrynjandi tíðagerða og íhugana hefur góð áhrif. Stressað fólk nær meiri hvíld og slökun en á mörgum vikum á sólarströnd. Hinn innri maður fær allt í einu næði til að vera, sækja í sálardjúp, gaumgæfa lífsspurning- ar og guðstrú. Kyrrðardagur í borg er knapp- ari en margir dagar á kyrrðardaga- setri eins og Skálholti. Dagskrá er þéttari og aðlöguð tímaramma og aðstæðum borgarkirkjunnar. Nes- kirkja rammar með andblæ og gerð kyrrðardagastarf vel. Kirkjan, safnaðarheimilið og flatirnar eru hentugt umhverfi þeirrar stillu sem kyrrðardögum eru nauðsynlegur. Fyrir hverja er kyrrðardagur Nes- kirkju? Fyrir alla, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Skráning er í Neskirkju, s. 511-1560. Allir velkomnir. Sigurbjörn á kyrrðardegi

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.