Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 16
12 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum Bogi Ágústsson fjölmiðlamaður er Vesturbæingur í húð og hár. KR hefur leikið stórt hlutverk í lifi hans frá frá upphafi því foreldrar hans bjuggu á Nesveginum við hliðina á versluninni Straumnesi, þar sem hann fæddist. Það er ekki nema um 200 metra frá KR-heimilinu. Slík örlög fær enginn umflúið. Að alast upp í Vesturbænum á sjöunda áratug síðustu aldar var að upplifa Bítlabyltinguna, stóveldistíma KR, fermingu í Neskirkju, Melaskóla og Haga- skóla og svo seinna MR. Ekk- ert sjónvarp og örfáir þættir í Útvarpinu þar sem heyra mátti dægurtónlist. Þess vegna var hlustað á Kanann, en þar heyrðist lítið í breskum hljóm- sveitum. Ellefu ára gamall heyrði ég í fyrsta sinn í Bítlunum heima hjá Einari Ingólfssyni, bernskuvini, sem var ári eldri. Við áttum það sameiginlegt að feður okkar voru títt erlendis, Ingólfur Guðmunds- son faðir Einars var flugvélstjóri hjá Flugfélagi Íslands, faðir minn stýrimaður hjá Eimskip. Ingólfur hafði keypt fyrstu Bítlaplötuna, Please, please me og við hlustuð- um af ákefð. Sögur höfðu borist af síðhærðum Liverpool piltum sem voru að gera allt brjálað á Englandi með tónlist sinni þar sem mikið var öskrað. Einari var ekki langra lífdaga auðið, hann var rétt um tvítugt þegar sá góði drengur lést úr krabbameini. Forfallinn Bítlaaðdáandi Þegar við hlustuðum á plöt- una komust við að því að minna var um öskur en fína músík. Frá þessum degi 1963 hef ég verið forfallinn Bítlaaðdáandi. Ferm- ingagjöfin sem ég óskaði mér eftir að séra Jón Thorarensen hafði tekið mig í tölu kristinna var ekta Höfner fiðlubassi, eins og Paul McCartney lék á. Faðir minn keypi hann í Hamborg og ég á hann enn og hefur verið sagt að þetta séu nú orðnir dýr- mætir safngripir. Þann grip not- aði ég í hljómsveit í Hagaskóla með Gunnari Gunnarssyni, Krist- jáni Inga Einarssyni, Sigurbirni Björnssyni og Atla Viðari Jóns- syni. Sú hljómsveit varð hvorki fræg né langlíf. Ég naut þeirra forréttinda að ferðast til útlanda og 1962 þegar ég fór í annað sinni voru utanlandsferðir barna afar sjaldgæfar. Faðir minn var þá stýrimaður á Lagarfossi og á myndinni erum við að leggja í hann, Gréta Sveinsdóttir, kona Kristjáns Jónssonar, förðurbróð- ur míns, er með á myndinni. Fyrsta sumarvinnan var sem sendill i Reykjavíkurapóteki. Það er til marks um sakleysi þessa tíma að fyrsta verkefni mitt sér- hvern morgunn var að fara á gamalsdags sendlareiðhjóli með fullan kassa af lyfjum á Landa- kotsspítala. Nokkuð hæpið að tíu ára gamlir drengir fengju að fara með slíkan varning einir á hjóli núna. Seinna vann ég við að bera út símskeyti og tólf ára gerð- ist ég þingsveinn og vann við sendlastörf á hinu háa Alþingi. Mér er minnisstætt að þingsvein- arnir héldu af til sína eigin þing- fundi í sal Neðri deildar þegar raunverulegum þingstörfum var lokið og þingmenn farnir á brott. Við lékum þingskörunga þess tíma, Bjarna Benediktsson, Einar Olgeirsson, Gylfa Þ. Gíslason og fleiri, sátum í þeirra sætum í saln- um og héldum innblásnar ræður. Stundum enduðu orðræðurnar í tuski. KR hluti af lífsmunstrinu KR hefur leikið stórt hlutverk í lifi mínu frá upphafi, foreldrar mínir bjuggu á Nesveginum við hliðina á versluninni Straum- nesi þegar ég fæddist. Það er ekki nema ca 200 metra frá KR- heimilinu. Slík örlög fær enginn umflúið. Ég æfði bæði fótbolta og handbolta með KR, við Sóf- us Guðjónsson, vinur minn og bekkjarbróðir í Melaskóla reynd- um fyrir okkur í körfunni. Ég var arfaslakur og hætti eftir einn vetur en Sófus var prýðisgóður og síðar Íslandsmeistari. Knatt- spyrnuiðkun hætti ég 15 ára í 3. flokki þegar ég fór til sjós á sumr- in. Áhuginn á fótbolta og KR hef- ur þó alla tíð haldist og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri núna er að vera í KR útvarpinu á heimaleikjum. KR var með sig- ursælt lið á þessum tíma, urðu til dæmis bikarmeistarar fyrstu fimm árin sem bikarkeppnin var haldin og margoft Íslandsmeistar- ar. Engan óraði fyrir því haustið 1968 að áratugir myndu líða uns Íslandsbikarinn kæmi aftur í Vest- urbæinn. Landsprófsbekkur í Hagaskóla hjá Finni Torfa Stefánssyni, Jóhann Sigurjónsson við hlið Boga. Leggjalangir slánar, en snyrtilega klæddir og jafnvel með bindi. Tveimur árum síðar var hárið komið niður á herðar og bindin inn í skáp. Bogi Ágústsson. Bogi og Gréta Sveinsdóttir, kona Kristjáns Jónssonar, loftskeyta- manns, sem var föðurbróðir Boga. “Fyrsta sumarvinnan var sem sendill í Reykjavíkurapóteki” Með fiðlubassann góða heima hjá Kristjáni Inga Einarssyni, sem tók myndina. Bogi, Sófus og Ásmundur Guðjónssynir sumarið 1965 á Landakots- túni. Ási er nú látinn.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.