Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 19

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 19
15VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2007 Metaðsókn hefur verið á leiki Landsbankadeildar karla í sum- ar og áhorfendum fjölgað umtals- vert frá því í fyrra. Að loknum 15 umferðum hafa 98.300 áhorfend- ur mætt á völlinn eða 1.320 að meðaltali á hvern leik. Aðsókn hefur aukist um tæp 22% á milli ára. Í fyrra var sett glæsilegt aðsókn- armet þegar 98.026 áhorfendur mættu á leikina í Landsbankadeild- inni og ljóst er að það met verður slegið rækilega í ár. Einnig er ljóst að háleitt markmið Landsbankans og KSÍ um að rjúfa 100.000 áhorf- enda múrinn mun nást. Ef fram fer sem horfir verður metið stórbætt. Aðsóknarmetið er því fallið og 100.000 áhorfenda múrinn fellur í næstu umferð sem hefst næsta sunnudag, 16. september. Það sem af er sumri hafa aldrei færri en 5.500 manns mætt á eina umferð en aðeins 3.000 manns vantar í 100.000 áhorfenda markið. KR gegn HK á sunnudaginn Í 16. umferð leikur KR gegn Kópavogsliðinu HK í Frostaskjól- inu og verður einfaldlega að vinna þann leik til að komast úr botnsæt- inu sem liðið hefur vermt lengst af sumars. Það er því þörf á góðri mætingu KR-inga og góðum stuðn- ingi á sunnudaginn. Síðan leikur KR gegn Fram sunnudaginn 23. september á Laugardalsvellinum og í lokaumferð Landsbankadeild- arinnar, laugardaginn 29. septem- ber, leikur KR gegn Fylki í Frosta- skjólinu. Það er því alls ekki öll nótt úti enn um að Vesturbæjar- stórveldið bjargi sér frá falli í 1. deildina. Happdrætti Í þremur síðustu umferðum Landsbankadeildar karla fá all- ir áhorfendur happdrættismiða en einn heppinn áhorfendi fær frímiða á alla leiki deildarinnar sumarið 2008. All eru þetta því 15 heppnir áhorfendur sem mæta á öllum 10 völlum Landsbankadeild- arinnar. Úrslitabarátta í deild og bikar hjá konunum Konurnar í Landsbankadeildar- liði KR eru einnig heldur betur í sviðsljósinu en þær leika í kvöld, fimmtudag, gegn Val í Frostaskjól- inu, og það er væntanlega hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistara- titilinn því liðin eru efst og jöfn í Landsbankadeildinni, bæði með 40 stig. Markatala Valskvenna er hins vegar hagstæðari sem nemur 14 mörkum svo ekkert annað en sigur gegn Val dugar KR. Síðan leikur KR við Keflavík á Keflavíkur- velli mánudaginn 17. september í lokaumferðinni. KR-ingar leika svo aftur við Kefl- víkurstúlkur í úrslitaleik VISA-bik- arkeppninnar sem fram fer á Laug- ardalsvellinum laugardaginn 22. september. Möguleikarnir á tvö- földum sigri í sumar er því sannar- lega til staðar. Áfram KR!! KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 KR tapaði fyrir FH í úrslitaleik 3. fl. kvenna KR tapaði 1-4 fyrir FH í úrslita- leik VISA-bikarkeppni 3. flokks sl. sunnudag. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark KR snemma í seinni hálfleik. KR-ingar töpuðu þar með öðrum úrslitaleiknum á einni viku, fyrst á Íslandsmótinu. En framtíð- in er þeirra því í liðinu eru margir efnilegir leikmenn sem eiga eflaust eftir að leika með meistaraflokki í framtíðinni. Í byrjunarliðinu eru sjö leikmenn á yngra árinu í 3. flokki og tveir eru í 4. flokki. Það er því, þrátt fyrir allt, býsna góð- ur árangur að ná öðru sætinu í báðum stóru mótunum í sumar. Myndin er frá leiknum. www.kr.is Íþróttaskóli barnanna í KR fyrir þriggja til sex ára börn hefst næsta laugardag, 15. sept- ember. Tímarnir verða á laugar- dagsmorgnum og er hópunum skipt eftir aldri þannig að 3 - 4 ára eru kl. 10.00 en 5 - 6 ára kl. 11.00. Íþróttaskólinn hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár en hægt er að skrá sig á skrif- stofu KR eða á staðnum í fyrstu tímunum. Íþróttaskóli barnanna hefst 15. september KR vann Val örugglega Fyrsti leikur KR í meistara- flokki karla í körfuknattleik á Reykjavíkurmótinu fór fram á sunnudaginn þegar liðið sótti Valsmenn heim í nýju Voda- fonehöllina. Lokatölur urðu 73- 101 fyrir KR eftir að staðan í háfleik hafði verið 33-63. Joshua Helm var stigahæst- ur með 19 stig og 5 fráköst. KR-ingar voru mættir með fullt lið að undanskyldum fyrirliða liðsins, Fannari Ólafssyni sem er að jafna sig á ökklameiðslum sem hann hlaut í landsleiknum gegn Austurríkismönnum. KR- ingar byrjuðu sterkt en byrjun- arliðið var skipað Ellert, Pálma, Jovan, Darra og Joshua. Lið- ið náði strax góðri forystu og aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra. KR-ingar skiptu ört inná og var töluvert um tapaða bolta hjá liðinu eða 30 stykki í heild. Í síðari hálfleik náðu Vals- menn að laga stöðuna og léku ágætlega gegn værukærum KR- ingum sem voru með þægilega stöðu en náðu ekki að bæta við. Allir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og voru sumir leik- manna að leika sinn fjórða leik á fjórum dögum, en m.a. var liðið að leika í Reykjanesmótinu þar sem liðið vann í síðasta leik lið Breiðabliks. Styttist í Íslandsmótið Íslandsmótið í Iceland Express- deild karla hefst 11. október. Tit- ilvörn KR-inga hefst með heima- leik á nýju parketgólfi í DHL-Höll- inni gegn Fjölni og svo leikur KR útileik gegn Grindvíkingum 18. október. Áður en mótið hefst fer fram leikur meistara meistar- anna, en þá leika Íslandsmeistar- ar KR gegn bikarmeisturum ÍR í Vesturbænum og fer leikurinn fram sunnudaginn 7. október. KR-konur hefja leik í Íslands- mótinu með útileik gegn Íslands- meisturum Hauka 13. október, sitja hjá í 2. umferð, en eiga svo sinn fyrsta heimaleik gegn Hamri 24. október. Hundrað þúsund áhorfendur Gríðarlegur metnaður hjá KR að vinna bikarúrslitaleikinn Agnes Árnadóttir er leik- maður með 2. flokki KR í knatt- spyrnu og hún hefur í sumar einnig leikið með meistara- flokki. Auk þess lék Agnes í sum- ar með U-19 landsliðinu sem tók þátt í úrslitakeppni Evrópumóts- ins sem haldið var hér hérlend- is fyrr í sumar. Agnes er á síðasta ári í Versl- unarskólanum og hyggur á nám næsta vetur á íþróttastyrk í Bandaríkjunum, helst á Rode Island. Agnes hefur alla tíð átt heima á Seilugrandanum í Vesturbænum og þekkir því ekkert annað en að vera Vesturbæingur og KR-ingur. Foreldrar hennar voru þó ekkert sérstaklega að halda því að henni að vera í KR að hennar sögn, pabbi hennar, Árni Þór Árnason, uppalinn Víkingur og mamman, Guðbjörg Jónsdóttir, úr Keflavík en Agnes segir að henni hafi hins vegar tekist að gera þau að KR- ingum, og er stolt af. “Pabbi var um tíma formaður Fimleikasambandsins og þá var ég að æfa fimleika, en svo nennti ég því ekki, ég var alltaf að bíða í röð, t.d. eftir því að stökkva á hesti. Svo er ég líka í handbolta með Gróttu, aðallega í unglinga- flokki, og spila vinstri skyttu en hef ekki mætt á æfingar í haust og geri ekki fyrr en fótboltatíma- bilið er búið. Ekki er allt upptalið því ég var í körfubolta þar til ég var í 9 bekk, það var svo erfitt að gera upp á milli íþróttagreina. En framan af var ég fremur lítil, en það hefur ræst úr því! Kannski ég noti hæðina nú og fari aftur í körfuna. Ég var hins vegar fimm ára þegar ég mætti á fyrsta knatt- spyrnunámskeiðið eða fótbolta- skólann. Mér fannst strax mjög gaman í fótbolta, og reyndar öllum hinum íþróttagreinunum. Ég hef orðið Íslandsmeistari með KR í 4. flokki og við urðum bikarmeistarar með 2. flokki í fyrra en þegar við vorum í yngstu flokkunum unnum við nánast öll mót sem við tókum þátt í,” segir Agnes Árnadóttir. Agnes leikur í vörninni með meistaraflokki en í framlínunni í 2. flokki og hefur auk þess staðið nokkra leiki í markinu í 2. flokki í forföllum markmannsins. Hún segir það ganga mjög vel að sam- ræma það að spila ýmist fremst eða aftast á vellinum og sem varnarmaður sé gott að þekkja hlaupin hjá framlínumönnum og geta þá tileinkað sér það. - Meistaraflokkur KR er að fara að spila úrslitaleikinn gegn Kefla- vík í VISA-bikarnum 22. septem- ber á Laugardalsvellinum. Er mik- ill metnaður í KR-liðinu að vinna þann leik? “Alveg gríðarlegur. Þetta er skemmtilegasti leikur sem hægt er að spila og í fyrsta skipti sem ég spila svona leik. Þar er allt eða ekkert. Við unnum Keflavík 8-1 síðast þegar við spiluðum við þær og svo eigum við leik gegn þeim í deildinni í Keflavík skömmu áður. Það er síðasti leik- urinn í deildinni og þá verðum við búnar að spila við Val sem er úrslitaleikurinn í deildinni. (Fer fram í kvöld). Valur er með gríðarlega sterkt lið en við ætl- um okkur að vinna þær. Eins gott að sem flestir KR-ingar mæti á þann leik, við þurfum á miklum stuðningi að halda, og reyndar líka á bikarúrslitaleikinn. Jafnvel á heimaleikjum okkar hafa stund- um verið fleiri stuðningsmenn aðkomuliðsins en okkar, það er mjög dapurt. En nú reynir á svo sannarlega á stuðninginn,” segir Agnes Árnadóttir. Agnes Árnadóttir er fjölhæfur íþróttamaður. Á dögunum gerði SPRON og handknattleiksdeild KR með sér samning þar sem SPRON styrkir uppbyggingu handboltans hjá KR næsta árið. Á myndinni eru Svanhvít Sverrisdóttir frá SPRON og Ingvar Örn Áka- son frá KR ásamt iðkendum handknattleikdeildar félagsins. Reykjavíkurmótið í körfuknattleik

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.