Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2007 Birgir H. Sigurðsson skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar segir það hagvæmt að þétta byggð í borginni enda sé byggðin afar dreifð. Sjá megi á ferðum erlend- is að milljónaborgir séu á sömu stærð svæðis og Reykjavík. Til þess að geta nýtt betur gatnakerf- ið, lagnakerfið og alla þjónustu sé mikilvægt að koma fleirum inn á minna svæði en er í dag. Því hefur verið unnið að þétt- ingu borgarinnar. Þetta kemur m.a. fram í blaði Lands & sögu um skipulagsmál. Birgir segir helstu svæðin sem verið sé að horfa til þéttingar á íbúabyggð séu í jaðri miðborgar- innar, s.s. Mýrargatan, Slippasvæð- ið og Skuggasvæðið og byggð milli Einholts og Þverholts svo fá dæmi séu tekin. Húsbruninn í Austur- stræti í sumar hafi orðið til þess að hrundið var af stað ákveðinni hugmyndaleit um hvernig standa ætti að uppbyggingu í Kvosinni. Flestir virðast sáttir við þá niður- stöðu sem þar fékkst, enda er sú niðurstaða í takt við söguna en gefur engu að síður tækifæri til að tengja saman nýtt og gamalt en svo má að orði komast. Svo mun Landsbankinn byggja höfuðstöðvar sínar í miðborginni ekki fjarri menningarhúsinu sem er að rísa á hafnarbakkanum. Þetta bankahús verður væntan- lega eitt af glæsihúsum miðborg- arinnar en í gangi er hugmynda- samkeppni um það. Gangi allar þessar áætlanir eftir muni það efla miðborgina til mikilla muna, ekki síst mannlífið. - Sumar áætlanir um þéttingu byggðar hafa valdið óróa meðal þeirra íbúa sem búa í nágrenni svæðisins, s.s. við Keilugranda og Ánanaust. Kemur það þér á óvart? “Nei, raunar ekki. Það má einnig nefna Lýsislóðina og BYKO-reitinn í vesturborginni og á sínum tíma voru miklar athugasemdir gerðar vegna byggingaáforma á Slippa- svæðinu. Það er ekkert óeðlilegt við það að menn staldri aðeins við þegar slíkar áætlanir eru lagð- ar fram.” - Eru þessar athugasemdir byggð- ar á því að fólk er að mestu sam- þykkt þeim en bara ekki í bakgarð- inum hjá þeim? “Bæði og. En ég ber fulla virð- ingu fyrir þeim sjónarmiðum sem þarna hafa komið fram. Borgur- unum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir við uppbygg- ingaráform og yfir þær er farið. Við höfum kappkostað að eiga samræður við næstu nágranna þegar farið er inn í svona áform á þessum þéttingasvæðum. Þær viðræður eru ákaflega mikilvægar fyrir okkur sem erum að vinna að skipulaginu og eins fyrir íbú- ana sem þá sjá vonandi að það er reynt af fremsta megni að taka tillit til þeirra sjónarmiða. Það er yfirlýst stefna borgaryf- irvalda að þétta byggð í borginni með skynsamlegum hætti og það gefur auga leið að þessi þéttinga- svæði eru í eða inni í grónum hverfum.” Vesturhluti borgarinnar tekur miklum breytingum Svo eru áform um landfyllingar eins og við Ánanaust og á Granda- garði og það verkefni er í undir- búningi. Innan ekki margra ára mun yfirbragð vesturhluta borgar- innar kringum höfnina taka mikl- um breytingum sem felast fyrst og fremst í því að þarna koma inn íbúar, en það er liður í því að styrkja miðborgina. “Það er vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóa- hafna um framtíðarskipulag Örfiriseyjar og hvaða möguleikar felist þar.” - Sumir óttast að uppbygging í Örfirisey muni eyða öllum minjum um sjósókn og fiskvinnslu á Grand- anum og ekki verði hægt að finna fiskilykt þarna sem margir telja að verði að vera. Er þessi ótti ástæðu- laus? “Ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að ryðja út þessu gamla umhugsunarlaust og ég veit að það var gerð sú breyting á skipu- lagi Slippasvæðisins nýverið að Daníelsslipp yrði haldið inni að hluta en í fyrri áætlunum átti hann að hverfa. Þannig væri áfram hægt að sjá minjar um þá atvinnustarfsemi sem þarna var og tengist ekki síst útgerðinni á síðustu öld. Það væri einnig akk- ur fyrir svæðið að hafa einhverja minningu um það hvaða starfsemi var þarna tengd sjávarútvegi og hvernig hún var. Þetta er bara spurning um útfærslu. Í Halifax er glæsilegt bryggju- hverfi, og þar við bryggju eru bundnir gamlir dallar og bátar sem búið er að leggja. Þessi skip eru hluti af atvinnusögunni og kennslunni fyrir ungviðið, þarna er hægt að sjá hvernig lífið var um borð í þessum skipum fyrir margt löngu. Það er reyndar vísir að þessu hér á Grandanum fyrir tilstilli Sjóminjasafnsins, en það má eflaust gera betur.” Hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina opinberuð í nóvember - Framtíð Vatnsmýrarinnar hefur mikið verið til umræðu undanfar- in ár. Fer fram einhver vinna því svæði tengdu? “Það fer fram hugmyndasam- keppni um framtíð Vatnsmýrarinn- ar og í nóvembermánuði ætti von- andi að vera komin niðurstaða í það mál. Þetta er tveggja þrepa samkeppni, þ.e. það gátu allir tek- ið þátt í henni í upphafi og komu þá vel yfir 100 tillögur. Dómnefnd valdi svo 16 tillögur til áframhald- andi þátttöku. Þessi hugmynda- samkeppni um Vatnsmýrina er líka liður í því að styrkja miðborg- ina.” - Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan fékk nýverið úthlutaða lóð undir kirkju við Mýrargötuna. Muslimar hafa líka sótt um lóð fyrir alllöngu, m.a. í Öskjuhlíð, en ekki fengið svar frá borginni. Má búast við að þeir fái svör innan tíðar? “Það er ákveðin vinna í gangi til að finna lóð fyrir muslimana. Bygging muslima gæti orðið eitt af kennileitum borgarinnar og því þarf að vanda til staðarvals- ins. Erlendis eru þessar bygging- ar reisulegar og fallegar, og það sama verður eflaust uppi á ten- ingunum hér í Reykjavík,” segir Birgir Hlynur Sigurðsson skipu- lagsstjóri. Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. “Hagkvæmt að þétta byggð í borginni” - segir Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri ������ � � ��������� ��������������� ���������� ������� Deiliskipulag Slippsvæðisins.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.