Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 8
Í ágústmánuði var haldin götu- hátíð á Melhaganum. Í þessari litlu götu hefur orðið mikil end- urnýjun fólks á undanförnum árum, og margt ungt fólk með börn búið sér þar heimili. Íbúar götunnar hafa kynnst vel í nábýl- inu og lengi haft á orði að gam- an væri að slá upp götuhátíð. Í sumar var loks látið verða af því. Sólríkur laugardagur í ágúst varð fyrir valinu og hófst dagur- inn á því að íbúar götunnar tóku til í görðum sínum, slógu gras, klipptu hekk og sópuðu stéttina. Götunni var lokað með góðfúslegu leyfi yfirvalda, og fólk gekk á milli garða og fékk lánuð garðáhöld. Í hádeginu voru svo grillarðar pylsur í miðri götunni, og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um sögu götunnar. Um miðan dag var svo gert hlé á dagskrá, svo fólk gæti farið í bæinn á Gay Pride, eða haldið áfram garðvinnu. Um kl. 1800 söfnuðust hinsvegar íbú- ar götunnar saman í garðinum á Melhaga 12, röðuðu saman dúk- uðum borðum, grilluðu stórsteik- ur og grænmeti og spjölluðu við nágrannana. Ótrúlega góð mæting var á hátíðina, og mætti fólk úr öll- um húsum. Tónlistarmenn eru nokkrir í götunni, og þeir tóku fram hljóð- færin og spiluðu af fingrum fram. Þegar skyggja tók, voru teknar fram kertaluktir og síðustu gestir hurfu úr götunni löngu eftir mið- nætti. Sannarlega vel heppnaður Melhagadagur. 8 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2007 Garðsláttur, stórsteikur og tónlist á Melhagahátíð sem stóð fram á rauðanótt Birna Bragadóttir, Vala Káradóttir og Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, íbúar Melhaga 12 og 16. Sjónmælingar linsumælingar ������������� Gunnlaugur Jónsson Skagamaður og knattspyrnumaður í KR og Kristín Halldórsdóttir að Melhaga 4. Hluti gestanna á Melhagahátíðinni í garðinum að Melhaga 12, en þar býr m.a. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, er fyrst kvenna til þess að gegna embætti Dómkirkjuprests en hún var vígð til embættisins þann 7. október sl. Sjö sóttu um embættið en valnefnd í Dómkirkjuprestakalli ákvað að velja sr. Önnu Sigríði. Biskup Íslands skipar í embættið til 5 ára. Sr. Anna Sigríður á margar bernskuminningar úr Dómkirkj- unni, en hún er dóttir Páls Ísólfs- sonar sem var organisti kirkjunn- ar um margra ára skeið. Sr. Anna var myndmenntakennari og fjöl- skylduráðgjafi um nokkurra ára skeið, m.a. fyrir fólk sem hefur átt í vandræðum með áfengi og fíkniefni, og aðstandendur þess. Hún segir að Dómkirkjan eigi erindi við miðbæinn og að kirkj- an hafi á ýmsan hátt gert sitt til þess að mæta þeim sem eiga um sárt að binda. Meðal þeirra séu þeir sem stríði við óreglu og hafi m.a. valdið því ónæði sem hafi átt sér stað í miðbænum. Hún fór í guðfræði þegar hún var orðin 45 ára. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir nýr prestur við Dómkirkjuna Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir á nýja vinnustaðnum, Dómkirkjunni. AUGL†SINGASÍMI 511 1188 - 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.