Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2007 Flugmál í borginni Í ágústmánuði sl. birtist hér á einni síðu Vesturbæjarblaðsins grein um skýrslu Einars Gunnars Birgissonar um Reykjavíkurflug- völl og hans tillögur um úrbætur á flugumferð einshreyfils flugvéla sem honum er mjög í nöp við. Í stuttu máli þá leggur hann til að fram fari vinna til að minnka hávaða við flugvöllinn og skoða æskilegar fluglínur “smárellna” sem hann er ósáttur við. Ég vil benda skýrsluhöfundi á að sú vinna hefur þegar farið fram og það oftar en einu sinni enda er flugumferð við völlinn í sífelldri endurskoðun til að gera allt sem hægt er til að bæta sambýli flug- vallar og borgar. Alvarlegar ásakanir Skýrsluhöfundur gerir flugmála- yfirvöld, samgönguráðuneyti, Flugmálastjórn, Flugstoðir, flugrek- endur og flugmenn tortryggileg í skýrslu sinni og lætur í veðri vaka að umræddir aðilar vinni mark- visst að því að skaða borgina með hávaða og rekstri einshreyfils flug- véla. Sömuleiðis er í sífellu endur- tekið að borgaryfirvöld séu ekki starfi sínu vaxin, séu getulaus, hafi brugðist skyldum sínum, þetta sé hneisa fyrir borgaryfirvöld og sagt að það sé skylda borgaryfirvalda að veita Flugmálastjórn Íslands aðhald o.s.frv. Þetta eru ekki litlar ásakanir og alvarlegt mál að senda svona skjal til Umhverfissviðs Reykjavíkurborg- ar, Umhverfisráðs Reykjavíkurborg- ar og annarra sem málið varðar. Ástæðan er sú að hætta er á að efni hennar verði tekið trúanlegt þó að skýrsluhöfundur opinberi með afgerandi hætti vanþekkingu sína á flugrekstri og flugi viðkomandi flugvéla og sýni um leið flugrekend- um og fagfólki í umhverfis- og skipu- lagsmálum vanvirðingu. Eftir að hafa fengið afrit af skýrsl- unni í hendur til að kynna mér hana betur þá varð það sífellt betur ljóst eftir því sem á leið að skýrslan er full af rangfærslum, óvísindalegum getgátum og óábyrgum áróðri gegn flugvellinum og flugrekstrinum í heild sinni og þannig aðför að ein- um stærsta vinnustað höfuðborg- arsvæðisins og þeirra fjölskyldna sem eiga viðurværi sitt komið und- ir honum. Ég fullyrði hér að ALLIR sem vinna við eða tengjast flugrekstri á einn eða annan hátt á Reykjavíkur- flugvelli hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka hávaða við völlinn og þannig bæta sambýli vallar og borgar. Ég tek hins vegar einnig fram að ég er opinn fyrir þeirri hugmynd að gera megi betur. Flugleiðirnar Flugleiðum til og frá vellinum hefur verið breytt gegnum árin og þess gætt að trufla borgarbúa eins lítið og frekast er unnt. Ekki má heldur gleyma að flugöryggi er alltaf efst á lista og þannig má ef til vill mistúlka eitthvað sem leik- manni sýnist vera óeðlilegt flug eða eins og skýrsluhöfundur orðar það: “Mér sýnist að smárelluflug- menn fljúgi eftir hentugleikum yfir nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur, eins og t.d. yfir Kópavogi, en ég hef ekki gert neinar nákvæmar athuganir þar að lútandi....”. Hefur skýrsluhöfundur þá ekki sömuleiðis eitthvað við það að athuga að nágrannasveitarfélög- in fengu ekki að greiða atkvæði um framtíð flugvallarins á sínum tíma, þrátt fyrir að hann þjóni öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu? Hvers vegna skiptir skoðun nágrannasveitarfélaganna þá máli núna? Spyr sá sem ekki veit. Ef skýrsluhöfundur hefði kynnt sér takmarkanir á flugleiðum til og frá Reykjavíkurflugvelli þá hefði hann ef til vill séð að flugmenn þurfa að fara eftir ákveðnum leið- um og halda ákveðnum hæðum. Flugmenn eiga að fylgja þeim í hví- vetna nema flugumferðarstjórn telji sérstaka ástæðu til að víkja frá þeim kröfum vegna hagkvæmni- og öryggissjónarmiða. Er þá flugvélum leiðbeint með tilliti til flugumferðar og þá eru einhver frávik réttlætan- leg. Að sjálfsögðu er flugöryggi og öruggur aðskilnaður flugvéla ávallt hafður í fyrirrúmi. Einnig má benda á að miklar takmarkanir gilda um hvaða tíma dags og hvaða daga má æfa lendingar. Hávaði - ásættanlegur eða ekki? Annars staðar í skýrslunni segir um þyrlur og hávaða frá þeim: “Hún hafðist síðan lengi vel við yfir Kollafirðinum og flaug þar um í sveigjum og beygjum áður en að hún stefndi eitthvert í norðurátt. Hún var ekkert að flýta sér.” Þyrlur eru að mínu mati eitt van- metnasta vitnið um hugvitsemi mannsins. Það er eðli þeirra að gera okkur kleift að vinna ákveðin verk úr lofti sem flugvélar ráða ann- að hvort ekki eða illa við. Umrædd þyrla hefur ef til vill verið í kvik- myndaflugi fyrir sjónvarpsstöð eða að sinna umferðareftirliti fyrir Lög- regluna? Því miður fylgdi ekki skýr- ing með í skýrslunni. Þyrlur í hang- flugi (kyrrar á lofti) eru hávaðasam- ar ef þær eru lágt á lofti. Hins vegar er það mín skoðun að verkið sem þær eru færar um að framkvæma sé þess eðlis að ég á mjög auðvelt með að fyrirgefa þann hávaða. Á sama hátt fyrirgef ég hávaða í krana- bíl fyrir utan gluggann hjá mér með- an skipt er um ljósaperu í götuljósi, nú eða sírenuvæl sjúkrabíla. Þessa vinnu þarf að vinna og mikilvægi hennar á ekki að draga í efa eða tortryggja. Hraðfleygari og stærri flugvélar klifra oftast bratt burt frá flugvell- inum og þar er meðal annars eitt markmiðið að minnka hávaða yfir borginni, þ.e.a.s. klifra hratt miðað við farna vegalengd því meiri hæð yfir borginni skilar minni hávaða til borgarbúa. Eðli málsins sam- kvæmt er hávaðinn þá meiri strax eftir flugtak en minnkar óðum eftir því sem vélin hækkar flugið. Sömu- leiðis vil ég benda á að hávaði frá flugvél sem nálgast, fer yfir og deyr út hefur jákvæðari áhrif en stöðug- ur umferðarhávaði við götur eins og t.d. Hringbraut og Miklubraut. Umferðarhávaði hefur neikvæð og truflandi sálræn áhrif á íbúana við þær götur. Það er stórt vandamál fyrir íbúana sem enn sér ekki fyrir endann á. Er það ekki hneisa fyrir borgina? 1-7 sæta flugvélar Einshreyfils flugvélar eru fæstar mjög kraftmiklar enda voru þær (og eru) flestar hannaðar með ákveðin afköst og hlutverk í huga og eru þannig af ýmsum stærðum og gerðum, algengast er að þær séu 1-6 sæta en stærri vélar eru líka til. Flestar íslenskar flugvélar eru hannaðar á þeim árum þegar hugtakið “pólitísk rétthugsun” var ekki til og vangaveltur um hávaða ekki til staðar. Það eru þó gleðifrétt- ir að flugvélaframleiðendur hafa undanfarin misseri lagt mikla áher- slu á að hanna hljóðlátari flugvélar. Flugvélahreyflar eru sífellt að verða hljóðlátari, sparneytnari en um leið kraftmeiri. Sú mikla vinna sem lögð hefur verið í þróunina er hægt og rólega að skila sér hingað til lands í nýrri flugvélum og hægri endur- nýjun flugflotans. En þá má spyrja hvers vegna þetta gerist ekki hrað- ar? Ástæðan er fyrst og fremst tví- þætt: Í fyrsta lagi; með mjög miklu reglugerðarstýrðu eftirliti, ströngu viðhaldi og réttri meðferð sam- kvæmt leiðbeiningum framleiðenda geta einshreyfils flugvélar, og reynd- ar allar flugvélar, flogið án vand- ræða í tugi ára og þannig skilað miklu miðað við líftíma. Til gamans má hugsa sér hversu margar bif- reiðar meðaltalsfjölskyldan hefur átt á sama tímabili. Reyndar má ekki heldur gera lítið úr því að flug- vélar eru töluvert dýrari farartæki og þá komum við að seinni ástæð- unni; skattaumhverfi Íslands er ekki vinsamlegt þeim sem vilja end- urnýja flugvélar til einkaflugs, þó svo að þær séu að miklu leyti not- aðar til að afla ungum og verðandi atvinnuflugmönnum mikilvægrar flugreynslu. Nýjar flugvélar eru dýrar og það er ekki nema flugfélög eða aðra aðila í flugrekstri að standa í slík- um kostnaði þar sem vitað er að fjárfestingin muni skila sér nokkuð örugglega. Eigendafélög einshreyf- ils flugvéla eiga mun erfiðara með slíkar fjárfestingar. Sem dæmi má nefna að nýleg 4ra sæta flugvél sem er hljóðlát og mjög umhverfisvæn kostar um 19 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt. Það er stór biti að kyngja fyrir mörg eigendafélög. Mikilvægt háskólanám Þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í flugi. Fjölmargir nemendur læra til atvinnuflugmanns í námi sem telst á háskólastigi. Til að ljúka atvinnu- flugnámi þurfa menn fyrst að ljúka mikilvægum áföngum á leið sinni til flugstarfa hjá flugfélögum. Sú starfsemi sem nær yfir einkaflug og eigendafélög lítilla flugvéla er gjarn- an kölluð grasrót flugsins, því þar hefja verðandi atvinnuflugmenn sinn feril og þjálfun. Þessi hluti flugsins er einnig sá mikilvægasti því á þessum tíma mótast grunn- hugmyndir og grunnfærni flugnem- ans. Flugnemar læra fyrst hjá flug- skólum til einkaflugprófs sem veita þeim réttindi til að fljúga með far- þega án endurgjalds. Flestir eign- ast svo hlut í flugvél eða flugklúbbi þar sem þeir hafa aðgang að flug- vél til að öðlast frekari þekkingu og byggja upp reynslu sem flugfé- lögunum þykir eftirsóknarverð. Samhliða því að stunda verklegt flugnám og safna reynslutíma, halda þeir náminu áfram og læra til atvinnuflugprófs, blindflugsprófs, flugstjóraréttinda og áhafnarsam- starfs. Algengt er að námið taki 2-4 ár og fer oft eftir efni og aðstæð- um því verklegi hluti námsins er ekki lánshæfur hjá LÍN og eingöngu hluti bóklega námsins. Þess vegna er mjög líklegt að sá flugmaður sem flýgur vélinni sem þú sérð yfir borg- inni sé í háskólanámi. Er það nám ekki alveg jafn mikilvægt og nám annarra háskólanema í borginni? Reykjavíkurflugvöllur mik- ilvægur grunnur Því miður er erfitt að skýra öll sjónarmið flugfélaganna, flugrekstr- araðila, flugvélaeigenda, þyrlueig- enda, flugnema, einkaflugmanna og atvinnuflugmanna hér í einni grein en vonandi hefur mér tekist að fræða borgarbúa örlítið um flug- vélar og um hvað máli skiptir fyrir fólk sem starfar að flugmálum og er að læra flug. Íslendingar eru mikil flugþjóð og verðmæti þeirrar þekk- ingar í flugrekstri og flugnámi sem hér er verður seint metin til fulls. Reykjavíkurflugvöllur hefur gengt mikilvægu hlutverki gegnum árin og mun áfram tryggja að íslenskir flugmenn fái flugfjaðrirnar svo þeir geti tekið þátt í að efla eina mik- ilvægustu atvinnugrein landsins, ferðamannaiðnaðinn. Reykjavíkur- flugvöllur og sú aðstaða sem þar er fyrir hendi gerir hann einstakan í þessu tilliti. Ég er sannfærður um að aðrir flugvallarkostir hærra yfir sjávar- máli og jafnvel í nágrenni fjalla myndu hafa afar slæmar afleiðingar í för með sér fyrir allt flug. Það er engin tilviljun að nær allir flugvellir landsins eru við sjávarmál þar sem nýting þeirra er sem best, fyrst og fremst vegna veðurfarsins, en það er reyndar efni í aðra grein. Matthías Arngrímsson atvinnuflugmaður, flugkennari og einkaflugmaður TF-FUN. Ljósm. Steward Andrew. Ef skýrsluhöfundur hefði kynnt sér takmarkanir á flugleiðum til og frá Reykjavíkurflugvelli þá hefði hann ef til vill séð að flugmenn þurfa að fara eft- ir ákveðnum leiðum og halda ákveðnum hæðum. Flugmenn eiga að fylgja þeim í hvívetna nema flug- umferðarstjórn telji sérstaka ástæðu til að víkja frá þeim kröfum vegna hagkvæmni- og öryggissjón- armiða. Miklar takmarkanir gilda um hvaða tíma dags og hvaða daga má æfa lendingar. Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.