Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 17

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 17
17VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2007 Guðný Hildur Magnúsdóttir, Félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Í tengslum við forvarnadaginn, 28. septem- ber 2006, var staðið fyrir sérstakri verkefna- vinnu í 9. bekkjum grunnskóla á Íslandi. Spurn- ingar um forvarnir voru lagðar fyrir nemend- ur og ræddar í umræðuhópum. Niðurstöður þessarar verkefnavinnu voru teknar saman í skýrslu sem meðal annars má finna á heimasíð- unni http://www.forvarnardagur.is/ . Hér fyrir neðan eru tilvitnanir í svör unglingana sem fram koma í skýrslunni. Það er bæði mjög gagnlegt og áhugavert að skoða tilögur og ábendingar unglingana. Hjá þeim kemur fram áhugi á að verja meiri tíma með fjölskyldum sínum. Einfaldar samveru- stundir, s.s. að borða og elda saman, fara sam- an í ferðalög, horfa saman á sjónvarp, fara í bíó saman eða kaupa ís eru algengastar þegar rætt er um góðar samverustundir. Unglingarnir tala um að þeir gætu sjálfir sett fjölskylduna í meiri forgang: “Hanga ekki alltaf inní herbergi heldur koma fram og horfa saman á sjónvarpið eða tala saman”. En einnig eru ábendingar til for- eldra um að setja fjölskyldulífið í meiri forgang: “Vinna minna og tala meira við börnin sín” og “kaupa minni íbúð þá þufa foreldrar ekki að vinna eins mikið og allir eru í meira návígi og meira saman.” Unglingarnir tala líka um að aukið traust á milli foreldra og unglinga sé mikilvægt: “Foreldrar þurfa að treysta börnum og leyfa þeim að taka þátt í því sem þau eru að gera, ekki bara láta þau vera áhorfendur eða taka fram fyrir hendurnar á þeim” og “ekki endalausar ræður, heldur venjuleg samtöl.” Í verkefninu voru unglingarnir spurðir um álit þeirra á íþrótta og æskulýðsstarfi, en rannsókn- ir hafa sýnt að þátttaka í slíku starfi minkar þegar kemur fram á unglingsár. Það kom fram hjá unglingunum að áhugamálin og áherslur breytast þegar komið er fram á unglingsár en einnig séu kröfurnar í íþróttum líka orðnar meiri: “Þegar hormónaflæðið fer að af stað verða unglingar latir” og “skipuleggja æfing- arstarf fyrir krakka sem vilja stunda íþróttir án þess að taka þátt í keppnum, það hafa ekki allir áhuga á að keppa þó þeir vilja hreyfa sig.” Einnig kemur fram að stuðningur foreldrana skipti miklu máli: “Foreldrar verða að styðja krakkana sína - andlega.” og “foreldrar eiga ekki að vera geðbilaðir í skapinu þegar börn- in þeirra eru að keppa í íþróttum.” Jafnframt kom fram hjá unglingunum að það skipti máli að foreldrar þeirra taki afstöðu gegn drykkju og annari neyslu barna sinna alveg fram til 18 ára aldurs: “Að foreldrar passi börn sín áfram í menntaskóla, fáránlegt að það virðist allt í einu í lagi að drekka af því maður er komin í menntaskóla og foreldrar kaupa jafnvel vín fyrir krakkana sína 16-17 ára.” Fram kom hjá unglingunum að forvarnir séu nauðsynlegar og hafi árhrif: “Forvarnir eru snilld því að við skiptum máli.” Raddir unglingana: Samverustundir fjölskyldunnar mikilvægar Útivera í hjarta miðborgarinnar Þar sem hjartað slær, þar erum við Vegna aukinna verkefna óskum við eftir jákvæðum og liprum einstaklingum til starfa sem fyrst. Okkur vantar líka fleiri konur í hópinn í hlutastarf eða fullt starf Starfssvið • Eftirlit með bifreiðastöðum og notkun gjaldskyldra bílastæða utanhúss • Ritun umsagna vegna álagðra gjalda • Mikil samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn Hæfniskröfur • Ökuréttindi áskilin • Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulund, jákvæðni og áræðni • Stundvísi, reglusemi og almennt hreysti • Skriffærni á íslensku • Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og einu norðurlandamáli Annað Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 28. október n.k. og skal senda umsóknir til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur merkt “Stöðuvörður”, Hverfisgötu 14, 101 Reykjavík. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í afgreiðslu okkar eða senda umsókn á albert.heimisson@reykjavik.is Nánari upplýsingar eru veittar í síma 411-3400. Eggert Ól. Jónsson, aðalvarð- stjóri svæðisstöðvar VIII Seltjarn- arnes/Vesturbær, segir að það sé aðallega tvennt sem valdi lög- reglunni á svæðisstöðinni áhyggj- um. Það sé fyrst og fremst aukið veggjakrot en einnig hafi búðar- hnupl færst í aukana. “Höfum við lögreglumenn í Vest- urbæ og víðar komið að málum þar sem eignir fólks svo sem bygg- ingar og bifreiðar hafa orðið fyrir tjóni. Skemmdavargar hafa úðað á eigur fólks og valdið eignar- spjöllum. Þetta hefur kallað á fjár- útlát, vinnu við þrifnað og jafnvel vinnutap þegar atvinnubifreiðar hafa verið skemmdar. Þeir einstak- lingar sem staðnir hafa verið að verki við þessa iðju eru flestir á aldrinum 11 til 18 ára. Dæmi eru um það að foreldrar hafi keypt málningu fyrir börnin í þeirri trú að þetta væri leyfilegt. Einnig hafa unglingar verið staðnir að verki við það að stela málningu sem þeir ætla að nota við fyrrnefnd- an verknað. Það þarf tíunda það að verknaður af þessu tagi, eigna- spjöll, er ólöglegur, telst til hegn- ingalagabrota og um saknæmt athæfi er að ræða. Það ætti að vera ljóst að ekki má valda öðr- um tjóni. Oft eru þessi eignaspjöll unnin í skjóli myrkurs og jafnvel hafa unglingarnir laumast úr eftir að foreldrar þeirra hafa gengið til náða,” segir Eggert. Heitið á aðstoð foreldra Lögreglan hefur orðið vor við aukið búðahnupl. Nokkrir ung- lingar hafa verið gripnir við iðju sína og hefur þá komið í ljós að þeir eru ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Aðspurðir segjast sumir hafa gert þetta oftar en tíu sinn- um. Þegar haft er samband við foreldra þeirra einstaklinga, sem staðnir hafa verið að verki, hef- ur það oft ekki komið foreldrum á óvart því barnið hafi verið að segja frá öðrum börnum sem hafi verið að stela úr verslunum. “Nú viljum við lögreglumenn á svæðisstöð VIII Seltjarnarnesi / Vesturbæ að biðja ykkur foreldra að aðstoða okkur við það að upp- ræta þessi brot. Það getið þið gert t.d. með því að upplýsa börnin ykkar um að það sé ólöglegt og auk þess saknæmt að stela og að skemma eigur annarra. Jafnframt getið þið gert börnum ykkar grein fyrir því að við brotum af þessu tagi liggi refsing, sekt og jafnvel fangelsisdómur. Einnig hefur verið nokkuð um innbrot í bifreiðar undanfarið þar sem þjófar hafa stolið þó nokkrum verðmætum og má þar nefna far- tölvur og fleira verðmæti. Því er ástæða til að minna fólk á að taka allt verðmætt úr bifreiðum þegar þær eru yfirgefnar,” segir Eggert Ól. Jónsson, aðalvarðstjóri. Lögreglan biður um aðstoð gegn veggja- kroti og búðarhnupli Veggjakrot eins og þetta á Hjarðarhaganum er alls ekki listrænt, og öllum til ama, ekki síst þeim sem fyrir því verða. borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.