Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 18
18 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� ����������� Á Mýrargötu 2 hefur hafið starf- semi íþróttafélag þar sem hægt að læra MMA, Kickbox og Brasil- ískt Jiu-Jitsu. Brasilískt Jiu-Jitsu er sjálfsvarnaríþrótt bæði fyrir konur og karla, gengur út á það að ná yfirburðastöðu á móti and- stæðingnum og fá hann svo til að gefast upp með lás, svæfingu eða einhvers konar taki, en slíkt er mun mannúðlegri leið til að yfirbuga árásarmann en t.d. að brjóta kjálka með sparki. Lögð er áhersla á vogarafl umfram styrk. Hjá Mjölni er einnig hægt að læra æfingar með ketilbjöllum, eða Kettlebells, en þessi íþrótt er ný hér á landi. Kettlebells, eða Gyria á rússnesku, hafa verið þekktar í núverandi mynd í meira en hund- rað ár en upprunalega voru þær notaðar við vigtun á korni og öðr- um landbúnaðarafurðum úti á ökrunum í Rússlandi. Með tíman- um urðu mismunandi lyftur með lóðunum vinsælar keppisgreinar á mörkuðum eða við aðrar sam- komur, og var þetta skemmtileg aðferð til að sýna styrk og úthald karlmannanna á staðnum. Ketilbjölluþjálfari Mjölnis er Vala Mörk, sem er alin upp í Vest- urbænum en fór eftir menntaskóla til Danmerkur þar sem hún lærði iðjuþjálfun og starfaði við það í 9 ár með aukastarf sem spinning- kennari og einkaþjálfari. Áhug- inn á líkamsræktinni og hennar forvarnargildi jókst jafnt og þétt hjá Völu og árið 2005 gerði hún þjálfunina að sínu aðalstarfi. Í febrúar, fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan fór hún til Danmerkur á kynningu í ketilbjölluæfingum, eft- ir að maðurinn hennar hafði rekist á umfjöllun um kúlurnar á netinu. “Á þeirri fjögurra tíma kynningu varð ég algerlega heilluð af því hversu vel æfingarnar taka á öll- um líkamanum í einu, og ekki bara vöðvastyrk, heldur líka þolinu. Maður fær í raun “allan pakkann” og það í einni svona lítilli kúlu sem þú getur tekið með þér í bíl- inn, æft inni og úti og kúlan bilar aldrei og skemmist aldrei,” segir Vala Mörk. Eftir þessa kynningu keypti hún sína fyrstu kúlu og skráði sig jafn- framt á leiðbeinendanámskeið hjá Pavel Tsatsouline sem var hald- ið nokkrum mánuðum seinna, en Pavel er rússneskur og hann kynnti þessa íþrótt fyrir Banda- ríkjamönnum og svo Vestur-Evr- ópumönnum. Æfingar með kettlebellskúlum draga fleiri vöðva og liði inn í hreyfinguna en hefðbundnar æfing- ar með lóðum. Þegar fleiri en einn liður er hreyfður myndast “keðja vöðvahreyfinga”, en það er nátt- úruleg aðferð líkamans við vinnu. Líkaminn er þjálfaður í að bregð- ast við álagi eins og hann þarf að bregðast við því í raunverulegum aðstæðum. “Þegar þú þarft til dæmis að ýta bílnum þínum upp úr skafli reynir þú ekki að einangra einn vöðva- hóp til að ýta bílnum, heldur not- ar þú allan líkamann, vöðva og liði til að vinna verkið. Þessi samhæf- ing vöðvanna er einn mikilvægasti þátturinn í því hversu sterk við raunverulega erum, þegar við þurf- um að ýta bílnum eða flytja hús- gögn. Þegar þú æfir á þann hátt að þú lætur vöðvana vinna sem ein heild, örvar þú taugakerfið og eykur samhæfingu vöðvanna og uppskeran er styrkur og úthald sem gagnast þér í öllum aðstæð- um; þ.e. hagnýtur styrkur! Ég hef notað ketilbjöllurnar í einkaþjálfuninni með virkilega góð- um árangri, var t.d. með eina konu síðasta vetur sem missti yfir 20 kg á 9 mánuðum. Einna skemmtileg- ast finnst mér þó að kenna ketil- bjölluhópatíma. Þar myndast mik- il stemmning þar sem allir eru að keppa við sjálfan sig, hver og einn miðar við sína getu, en um leið kemur löngunin og getan til að gera betur, því stemmningin er svo góð. Æfingarnar með bjöllun- um eru mjög krefjandi fyrir miðju líkamans, þ.e. fyrir bak, kvið, rass og læri og það er líklega einkum á því svæði sem fólk finnur hvað mestan mun á sér. Núna hef ég þjálfað mjög breiðan hóp af fólki, bæði þrautþjálfaða bardagaíþrótta- menn, boxara, frjálsíþróttamenn og handboltamenn, einnig lög- reglumenn, einkaþjálfara og aðra sem þurfa að vera í góðu formi starfs síns vegna og svo líka venju- legt fólk, sem jafnvel er að prófa líkamsrækt í fyrsta sinn,” segir Vala Mörk. Ketilbjölluæfingar eru krefjandi fyrir alla vöðva líkamans Vala Mörk í æfingu sem heitir “Turkish get-up”. Hún byrjar á gólfinu en svo er staðið upp með 24 kg kúlu og lagst aftur niður. Vala Mörk er eina konan hérlendis sem ræður við þessa þyngd í æfingunni. vesturgÖtu 12 opiÐ 14-18 mÁn.-lau. www.nornabudin.is galdrar Í neytendapakkningum, spÁspil, rÚnir og Óvenjuleg gjafavara. n rnabúðin Erling með bestu ljósmyndina „Feðgar” mynd Erlings Ó. Aðal- steinssonar, ljósmyndara á Eiðs- torgi var valin besta ljósmyndin ásamt mynd eftir Lárusar Karls Ingasonar á Íslandsmeistaramóti hársnyrta, snyrtifræðinga, gull- smiða, klæðskera og ljósmynd- ara innan Samtaka iðnaðarins, sem fór fram í Laugardalshöll helgina 1. til 2. september sl. Erling Ó. Aðalsteinsson lærði ljósmyndun hjá Guðmundi Kr. Jóhannessyni í Nærmynd en hann hóf nám hjá honum 1994. Hann lauk sveinsprófi í ljósmynd- un frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1996. Árið 2000 opnaði hann eigin ljósmyndastofu sem hann starfrækti í fyrstu við Laugaveg en undanfarin tvö ár á Eiðstorgi á Sel- tjarnarnesi. Erling er einnig með BA próf í ensku úr Háskóla Íslands og menntaður kennari og hefur starfað við kennslu í fjölda ára. Á stofunni starfar ásamt Erling sam- býliskona hans og jafnframt nemi, Silla Páls. Silla er menntaður förð- unarmeistari og hefur kennt förð- un og unnið við það undanfarin 10 ár. Hún hefur jafnframt starfað við hlið helstu ljósmyndara landsins og stílíserað og myndað í áraraðir. Verðlaunamyndina má sjá á heima- síðu Erlings www.erling.is Mynd Erlings,”Feðgar” var valin besta ljósmyndin ásamt mynd Lárusar Karls Ingasonar. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.