Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 1
11. tbl. 8. árg. DESEMBER 2005Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Miðborg ? bls. 18 Bernskuminningar úr Suðurgötu ? bls. 23 Íþróttir Eiðistorg ? Opið virka daga 9-19 og laug. 10-14 JL húsið ? Opið virka daga 9-21og helgar 10-21 Melhaga ? Opið virka daga 9-18 og laug. 10-14 Austurstræti ? Opið virka daga 10-18           Hagamel 39 val sælkerans St af ræ na p re nt sm ið ja n / 7 21 6 Hamborgar hryggurJ óla 990 kgVerð áður 1571 kg á m eð an b ir gð ir e nd as t Jólastemmning á Austurvelli Mikill mannfjöldi var á Austurvelli þrátt fyrir að nokkuð kalt væri í veðri. Fjölmenni var á Austurvelli síðdegis á sunnudag þegar ljósin voru tendruð á Óslóarjólatrénu. Það var sjö ára gömul norsk-ís- lensk stúlka að nafni Kristín Magnúsdóttir sem sá um að kveikja ljósin að þessu sinni. Tréð er gjöf Norðmanna til Ís- lendinga, en rúmlega hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslending- um fyrst risajólatré að gjöf til að prýða borgina. Tréð stóð við Sanderstua í Maridalen í Ósló og er rúmlega 12 metra hátt en það voru starfsmenn Náttúru- og úti- vistarsviðs Óslóarborgar sem hjuggu það. Lúðrasveit Reykjavík- ur lék í upphafi jólalög á Austur- velli og Dómkórinn söng nokkra jólasálma. Guttorm Vik, sendi- herra Norðmanna á Íslandi, af- henti Reykvíkingum jólatréð fyrir hönd Oslóarbúa. Síðan tók við glens og gaman. Fyrst komu fram Reyndar og Raunar úr aðventu- ævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, og þeir fluttu m.a. jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Árna Egilsson- ar. Síðan kom söng- og leikatriði úr Jólaævintýri Hugleikis sem er byggt á jólasögu Dickens um Ebenezer Skrögg. Jólasaga sem margir þekkja en boðskapur hennar ekki nær kannski til þeirra allra yngstu. Síðast komu svo Stekkjastaur, Stúfur og Þvörus- leikir, sem sögðust hafa sérlega gaman af jólaljósum. Einhverjir söknuðu reyndar Grýlu og Lep- palúða, en það er ekki á allt kosið. Mörgum finnst jólin fyrst vera að nálgast þegar kveikt er á ljósun- um á Oslóartrénu, og undir það skal tekið. ? Þessi litla stúlka fylgdist af athygli með því sem gerðist á Austurvelli, og ekki var verra að sitja á háhesti. Gleðileg jól!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.