Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2
Viðtöl borgarstjóra á Þjónustumiðstöðvum mælast vel fyrir Færri komust að en vildu í við- talstíma Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra í þjón- ustumiðstöð Vesturbæjar, Vest- urgarði, þann 18. nóvember síð- astliðinn. Íbúar Vesturbæjar fengu tækifæri til að ræða við borgarstjórann um þau málefni sem þeim voru hugleikin. Pantað er viðtal á þjónustumiðstöðinni, og stoppaði vart síminn hjá þjón- ustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði, til að bóka tíma. Til þessa hefur borgarstjóri haft við- talstíma einu sinni í viku í Ráð- húsinu og hafa þeir alltaf verið vel nýttir. Með viðtölum í þjónustu- miðstöðvum er verið að bæta þessa þjónustu, fjölga viðtalstím- um, og nú úti í hverfunum á vettvangi. Steinunn Valdís segir að viðtölin hafi gengið afar vel í Vesturbænum: „Það sem ég hef strax séð er að viðfangsefnin sem koma upp í við- tölum úti í hverfunum eru eðlisó- lík því sem kemur til mín í Ráð- húsið. Á þjónustumiðstöðvunum er fólk mikið að ræða um leikskól- ana, skólana, umferðina í hverfinu og nærsamfélagið í heild sinni. Þessi mál eru íbúum hugleikin, og mörgum finnst þægilegra að koma í þjónustumiðstöðina sem staðsettar eru í öllum hverfum Reykjavíkur.“ Endurbætur á leiksvæðum Framkvæmdaráð borgarinnar hefur samþykkt að gerð verði út- tekt á öllum leiksvæðum í borg- inni með það í huga að sett verði fram tillögur um endurbætur sem taka mið af mismunandi aldri not- enda leiksvæðanna svo og aldurs- samsetningu hverfa borgarinnar og aldri byggðarinnar. Hugað verði sérstaklega að því að sett verði upp þrenns konar leiksvæði sem miðist við eftirfarandi aldurs- skiptingu barna og ungmenna. • Svæði I fyrir börn á aldrinum 0-6 ára, • Svæði II fyrir börn á aldrinum 6-12 ára • Svæði III fyrir börn á aldrinum 12-18 ára. Framkvæmdasviði verði falið að gera tillögu að svæðaskiptingu innan hverfa borgarinnar, sam- kvæmt skiptingu borgarinnar í níu hverfi, sem taki mið af aldurs- samsetningu íbúa og aldri byggð- arinnar. Skilgreina skal m.a. há- marks gönguvegalengdir mismun- andi aldurshópa á leiksvæðin. Framkvæmdasviði verði falið að vinna að tillögu sem feli í sér m.a. lýsingu af hverri gerð þar sem fram komi hvaða búnaður skuli vera til staðar, frágangi yfirborðs, gróðri, ásamt viðmiðunarstærð svæðisins og lögun. Lýsing verð- ur gerð á rekstri svæðanna og viðhalds- og eftirlitsáætlun fyrir þau. Viðhalds- og eftirlitsáætlunin skal uppfylla reglugerð um opin svæði sem tekur gildi um næstu áramót. Sífellt verið að bæta og laga Á nýlegum fundi skipulagsráðs um byggingamál var tekið fyrir er- indi VHR-eignarhaldsfélags Smiðjuvegi 14 í Kópavogi, Rositsa Slavcheva Guðfinnsson, Ránar- gata 10, 101 Reykjavík og Ránar- götu 10,húsfélags um samþykki fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs á baklóð og fyrir breytingu skúrs (matshl. 70) í vinnustofu með matshlutanúmerið 02, fyrir af- mörkun ósamþykktra íbúða á 2. hæð og innréttingu gistiheimilis í kjallara og á 1. hæð stækkaðs matshluta 01um áður gerðan kvist á suðurþekju, stækkun kjall- ara inn á baklóð ásamt fjölbýlis- húsinu áður matshluta 02 á lóð nr. 10 við Ránargötu. Samþykki sumra eigenda áritað á teikningu, bréf f.h. umsækjenda dags. 22. nóvember 2005, kaupsamningar vegna 2. hæðar innfærðir 5. júlí 202 og 5. júlí 2005 fylgja erindinu. Afgreiðslu var frestað. Sótt var um af Huldu Björk Ge- orgsdóttur, Loga Bergmanni Eiðs- syni og Svanhildi Hólm Valsdótt- ur að breyta innra fyrirkomulagi og eignarhaldi á geymslurýmum í kjallara hússins nr. 6-6A á lóðinni nr. 6 við Ránargötu. Afgreiðslu frestað. Leiðakerfið endurskoðað Stjórn Strætó bs. hefur hafið end- urskoðun leiðakerfis og gerð fjár- hagsáætlunar 2006. Á fundinum voru kynnt drög að að samantekt um greiningu farþegafjölda í októ- ber 2005. Lögð fram samantekt, út- tekt á leiðakerfi - fjárhagsáætlun 2006 frá 23. nóvember sl. Farið var yfir mögulegar breytingar á einstök- um leiðum. Kannski eiga Vesturbæ- ingar sem og aðrir þá von á bættri þjónustu Strætó á komandi ári. Reykvískir nemendur bestir í lestri Námsmatsstofnun hefur að beiðni Menntasviðs Reykjavíkur- borgar tekið saman stöðu nem- enda í Reykjavík samanborið við nemendur í öðrum landshlutum í svonefndri PISA rannsókn sem lögð var fyrir vorið 2003. Nemendur á Íslandi voru í 15. sæti meðal allra þátttökulanda í stærðfræði en séu reykvískir nemendur skoðaðir sérstaklega hafi þeir verið í 12. sæti og í 9. sæti sé aðeins miðað við OECD löndin 30. Sé fjöldi nemenda á hæfnisþrepum skoðaður kemur í ljós töluverður landshlutamunur hér á landi, sérstaklega hvað varði niðurstöður pilta en 18,6% reykvískra pilta var á þrepum 5 og 6 á móti 16,8% pilta í nágrenni Reykjavíkur og 11,4% í dreifbýli. Sambærileg hlutföll stúlkna eru 16,3% í Reykjavík, 15,2% í ná- grenni Reykjavíkur og 16,1 í dreif- býli. Ennfremur eru reykvískir nemendur bestir í lestri þegar landshlutarnir eru bornir saman og þá sérstaklega stúlkur. Heildar- niðurstaða íslenskra nemenda í lestri var ekki sérstök, rétt undir meðaltali OECD. Lóðarhluti tekin af íbú- um á Vesturgötu 26.a Karl R. Lilliendahl á Vesturgötu 26.a segir það vera stefnu núver- andi borgaryfirvalda að þétta byggð og húsflutningur að Ný- lendugötu 5.a sé liður í þeirri stefnu. „Með þessum aðgerðum tók Reykjavíkuborg 100m2 af þing- lýstri eign okkar á Vesturgötu 26.a eignarhaldi og seldi þá fer- metra eigendum hússins sem nú stendur við Nýlendugötu 5.a. Þegar við sem búum hér í þessu húsi komumst að þessu höfðum við samband við Skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Þar var okkur tjáð að ef við vildum ræða frekar við borgaryfirvöld um þetta mál þá skyldum við ráða okkur lög- fræðing, annars yrðu engin sam- skipti við okkur af þeirra hálfu. Það gerðum við, enda tilneydd. Og nú, 12 mánuðum, ótal bréfa- skriftum og mörg hundruð þús- und króna lögfræðikostnaði síðar, hefur ekkert gerst. Borgin sýnir málinu engan áhuga, heldur fram- kvæmdum áfram og bíður eftir að fólk gefist upp, enda er það ekki á allra valdi að hafa lögfræðing í vinnu í svona langan tíma. Svona vinnur Reykjavíkurborg. Þeirra stefna er að planta húsum allstað- ar þar sem eitthvað pláss er án þess að ráðfæra sig við íbúa,“ segir Karl R. Lilliendahl. Vesturbæingar - Jólin eiga að vera gleðigjafi. Hjá þér líka! DESEMBER 20052 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 11. tbl. 8. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Í slendingar eru alltaf að komast á blað og fá athygli um-heimsins, stundum er sú athygli gleðiefni en einnig áhyggju- efni, og stundum veldur sú athygli bara leiða hérlendis. Við eigum heimsmet í vöruverði þó það hafi verulega batnað með tilkomu Bónus, hér er mjög misveðrasamt en það ráðum við ekkert við, ekki heldur Bónus. Eftir að hafa sjálfur ekið erlendis verð ég því miður að taka undir skoðanir margra, einnig Íslend- inga, að við eigum met í umferðarómenningu og tillitsleysi. Það kom reyndar á óvart þegar aðreinum frá akstri um umferðar- brýr fjölgaði að þá virtist kurteisi skyndilega skjóta upp kollin- um, bílum var hleypt inn í umferðina en ekki flautað á þá með slíku offorsi að halda mætti að viðkomandi væri með krampa í hendinni. En betur má ef duga skal. Hvít heil lína við umferðar- ljós er til þess að stöðva við ef ljósið er rautt, ekki að hafa hana undir miðjum bílnum, það á ekki að aka á vinstri akrein þar sem tvær akreinar eru ef viðkomandi heldur löglegum öku- hraða niðri og ef bílstjóri vill skipta um akrein og gefur stefnu- ljós til merkis um það á að sýna það umburðarlyndi að hægja á sér en ekki flauta á hann. Síðast en ekki síst á að virða hámarks- hraða, ekki síst í íbúðarhverfum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. En hverjar eru ástæðurnar? Er það slæm ökukennsla, slæleg auglýsingaherferð Umferðarstofu, eða þarf að kenna Ís- lendingum betri mannasiði til þess að þetta fari að lagast? Kannski þarf allt þetta og meira til. Því miður eykst þessi óþolinmæði í nálægð jóla, og það er auðvitað mjög miður. Bílaeign Reykvíkinga eykst hröðum skref- um, umferðin síðdegis á föstudögum er eins allir séu að missa af einhverju tækifæri sem aldrei kemur aftur. Fjölgun bílastæða og ný bílastæðahús virðast litlu breyta. Þetta er vandamál sem allir þurfa að leysa, ekki bara lögregla, Umferðarstofa eða Reykjavíkurborg. Kærleikur á aðventu Aðventan stendur nú sem hæst og er undanfari þeirrar kær- leikshátíðar sem jólin eru. Við skulum hins vegar ekki hugsa bara um okkar nánustu, heldur einnig um þá sem þurfa aðstoð vegna eymdar og einmannaleika. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur löngum veitt ómetanlega aðstoð þeim sem sem þjást af hungri víða um heim og einnig veitt aðstoð hér innanlands. Við getum lagt þessu starfi lið með því að láta eitthvað rakna af hendi, það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum, allt eftir efnum og ástæðum. Ýmis önnur líknarfélög eru einnig að vinna kærleiksríkt starf, s.s. við að miðla matvælum til þurfandi svo þeir fari ekki á mis við jólahátíðina. Hjálpræðisherinn býð- ur fólki til sín á aðfangakvöld og gefur því veislumat, það er mannkærleikur sem ekki verður metinn til fjár. Sá sem leggur eitthvað af mörkum til þess að aðrir megi einnig njóta jólahá- tíðarinnar, þiggur að launum sannari jólagleði. GLEÐILEG JÓL. Geir A. Guðsteinsson Umferðin á aðventunni Óskum Vesturbæingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.