Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 7
Bóksala kaþólska safnaðarins, eða Kaþólska búðin við Hávalla- götu lætur ekki mikið yfir sér, enda ekki í stóru rými í sambýli við safnaðarheimilið, og það tak- markar eflaust nokkuð umsvifin. Jón Gunnar Kristinsson, betur þekktur sem Jón Gnarr, tók við rekstri verslunarinnar sl. sumar en áður hafði Torfi Ólafsson rek- ið búðina í hartnær 20 ár. Hann ámálgaði það við Jón hvort hann væri tilbúinn að reyna að reka búðina, og það varð úr. Búðin er aðeins opin eftir messu á sunnudögum og milli 15.00 og 16.00 á miðvikudögum. „Hér er selt allt milli himins og jarðar, þó aðallega vörur sem tengjast kaþólskri trú. Hér eru bækur sem flestar tengjast kaþ- ólskri trú og flestar á ensku en einnig á þýsku og eitthvað á Norðurlandamálunum, gjafavara, krossar, rósakransar, styttur, talnabönd en einnig DVD-diskar sem innihalda bíómyndir og heimildarþætti. Hér er ég einnig að selja handunna muni frá kven- félagi Kristkirkju, m.a. dúkkur, barnaföt o.fl. sem er þá tekjulind kvenfélagsins.“ - Er þetta eini staðurinn þar sem kaþólskir geta verslað svona vöru hérlendis? „Nei, Karmelsystur í Hafnarfirði eru einnig með verslun í klaustr- inu og þar er mjög gaman að koma. Vöruval þar er meira hand- unnar vörur af þeim. Kaþólikkar koma hingað nokkuð oft, ekki alltaf við að versla heldur ekki síður til að skoða en oft til að kaupa rósarkransa, talnabönd eða verndardýrðlinga. Margt af þessum vörum hefur þá sérstöðu að vera framleiddar í klaustrum úti um allan heim. Ég er hér t.d. með sápu sem er framleidd í klaustri í Bandaríkjunum, og það er haganlega búið um hana í tré- kassa, gæti verið hin skemmtileg- asta gjöf. Það er einnig töluvert hér af annari gjafavöru, og ég er að gera mér vonir um að það komi meira af vörum fyrir jólin, en ég stýri ekki innkaupunum, enda umsvifin ekki mikil. Þetta er fyrst og fremst góð- gerðarstarfsemi, álagning er lág, og ég er ekki á neinum launum, ég geri þetta í sjálfboðavinnu, þetta er fyrst og fremst hugsjónarstarf hjá mér. Hingað eru allir velkomn- ir, hverrar trúar sem þeir eru.“ - Hvað er það dýrmætasta hér, ekki síður andleg verðmæti en ver- aldlega? „Ætli það sé ekki bókin „Immitation of Christ“ sem er mest lesna bók með kaþólikka fyr- ir utan Biblíuna. Hún er eignuð Tómasi frá Kentish og er leiðbein- ing í því hvernig lifa eigi djúpu trúarlífi, en er upphaflega skrifuð fyrir klaustur.“ - Hefurðu alla tíð verið kaþólskur? „Nei, það er rúmt ár síðan ég tók kaþólska trú. Ég hef alltaf ver- ið trúaður og um alllangt skeið verið viðloðandi þessa kirkju. Allt frá því að ég var unglingur hefur kaþólsk trú heillað mig. Það sem heillar mig mest er að hún er sýnileg ólíkt lútherskri trú. Mót- mælendur leggja mun minna upp úr því að sýna trú sína, og þeir segja að Guð sé alls staðar og hver skírður maður sé hólpinn. Í kaþólskri trú er Guð vissulega alls staðar, en aðallega í kirkjunni. Dýrðlingar og María mey eru milligöngumenn milli manna og Guðs. Altarisgangan er mikilvæg í kaþólskri trú en síður í lútherskri trú, og kaþólskir trúa því að við altarisgöngu sé verið að meðtaka Krist í alvörunni með blessaðri ol- bátu, hann sé viðstaddur, en í lútherskri trú er aðeins um tákn- rænan atburð að ræða,“ segir Jón Gnarr. ■ DESEMBER 2005 7Vesturbæjarblaðið - segir verslunarstjórinn Jón Gnarr „Kaþólska búðin er opin öllum hverrar trúar sem þeir eru“ Jón Gnarr í Kaþólsku búðinni.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.