Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13
DESEMBER 2005 13Vesturbæjarblaðið anna á milli. Hver myndskreyting, hver opna, stendur einnig svolítið sér sem myndefni. Þannig hefur þetta verið samtvinnað. Hættir og mörk innihalda 50 ólík ljóð - Þú ert einnig að gefa út ljóða- bókina „Hættir og mörk“, sem er ljóðabók fyrir fullorðna. Nafnið á bókinni þvælist kannski fyrir ein- hverjum. Hvað á það að tákna? „Það skýrist nú þegar fólk fer að rýna í bókina vegna þess að þetta vísar til þess að það er nokkuð mikið um það í þessum ljóðum gegnumgangandi bragar- hættir og fjármörk notuð nokkuð í líkindamáli bókarinnar. Það er talað um það að vera í þessum eða hinum bragarhætti, og þá er ekki alltaf verið að tala um kveð- skap. Sömuleiðis er verið að tala um sauðfjármörk, þau koma nokkrum sinnum fyrir, og þetta er þessi beina vísun. En þetta eru hvoru tveggja nöfn sem geta þýtt mjög margt, t.d. aðferð eða birtingaform og mörk geta þýtt landamæri eða mörk milli ein- hvers. Svo ef þú berð fram nafn bókarinnar mjög óskírt gæti það hljómað sem hættumörk! Þetta er ljóðasafn en ekkert sérstakt þema er í bókinni. Í henni eru rúmlega 50 ljóð og kannski má segja að það sem sameinar þau er það hvað þau eru ólík. Sum er háttbundin, sum eru í lausu máli, sum er prósa- ljóð, önnur eru örstutt og önnur lengri. Það er því enginn gegn- umgangandi þráður í henni, hvorki með hætti eða mörk, samt er það líkingamál sem bregður oftar fyrir en öðru. En að öðru leiti tel ég að bókin sé fjölbreyti- leg, ljóð frá ýmsum tímum, en flest eru þau þó tiltölulega ný. Það helgast kannski af því að þetta er fyrsta ljóðabókin sem ég gef út fyrir fullorðna í ein 14 ár. Síðan hef ég fyrst og fremst verið að skrifa prósa en líka heilmikið fyrir börn.“ Öll ævintýri H.C. Ander- sen á íslensku - Þú ert að þýða öll ævintýri H.C. Andersen á íslensku sem síð- ar eiga að koma út í heildarútgáfu hjá bókaútgáfunni Bjarti. Hvernig miðar því verkefni? „Þetta byrjaði þannig að ég heyrði minnst á það að það væri þörf á því að þýða mikið af þess- um ævintýrum upp á nýtt. Þýð- ing Steingríms Thorsteinssonar er lang þekktust en hún kom út um aldarmótin 1900 og talið að margt í henni væri orðið gamal- dags. Þýðingin var skrifuð á tal- máli þess tíma sem var mjög óhátíðlegt, ekki mjög bók- menntalegt eða uppskrúfað, og einmitt slíkt mál úreldist mjög fljótt á prenti. Einnig hafa mörg af ævintýrum H.C. Andersen aldrei verið þýdd á íslensku en með þessari þýð- ingu minni er verið að ráða bót á því. Ég er að þýða öll ævintýrin sem eru alls 156 en Steingrímur þýddi um það bil þriðjung þeirra, eða 55 ævintýri. Á seinni stigum bættu aðrir þýðendur nokkru við, t.d. Pétur Sigurðsson og Björgólfur Ólafsson. Öll þekkt- ustu ævintýrin er síðan búið margsinnis að þýða, s.s. „Eldfær- in“ og „Prinsessan á bauninni.“ Hugmyndin nú er að eiga í einni bók öll ævintýri og sögur H.C. Andersen á íslensku en þau eru um 1.000 blaðsíður.“ - Hvenær kemur þessi bók út? „Nú er 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins en það var ekkert markmið að bókin kæmi út á þessu ári, það er alveg nóg að gerast í ár. En vonandi verður það einhvern tíma á næsta ári. Ég er ekki búinn að lesa hvern einasta bókstaf til enda í ævin- týrunum en er talsvert langt kominn með þessa þýðingu. Margt af þessu hefur aldrei verið þýtt á íslensku. Mörg þessara ævintýra sem aldrei hafa verið þýdd eru mjög góð og ekkert síðri en þau sem við þekkjum í dag, en ég veit ekki hvort Stein- grímur valdi sjálfur það sem hann þýddi eða hvort hann þýddi eftir einhverri úrvalsút- gáfu á dönsku. Ég þýði úr stað- festri heildarútgáfu en þetta er með þekktustu og mest þýddu bókmenntum í heimi.“ - Mannstu hvaða ævintýri þú heyrðir fyrst í æsku? „Systir mín fékk útgáfu Stein- gríms í jólagjöf þrenn jól í röð. Ég las þetta, kannski 6 eða 7 ára gamall, og man að það var sér- staklega ævintýrið „Eldfærin“ sem höfðaði til mín. Ég held að það hafi sérstaklega verið hund- arnir, lýsingin á þeim og augna- stærðin sem byrjaði á stærð við undirskálar en endaði sem Sívali- turn. Ég skildi varla hvað það var en hlaut samt að vera óskaplega stór bygging. Þessi ævintýri eru alls ekki öll eins, þau eru t.d. mjög misjöfn að lengd, sum kannski allt að 100 blaðsíður en önnur bara hálf blaðsíða. Það halda margir að þekktustu ævin- týrin séu þjóðsögur, líkt og Grimmsævintýri, og sagnararfur. Sum eiga reyndar þannig upp- runa því H.C. Andersen hefur heyrt gamla sögu sem hann tek- ur upp og breytir í ævintýri. En langflest þeirra eru frumsamin eftir þennan sérstæða og frum- lega höfund og eru mjög fjöl- breytt. Það sem kemur mér annski mest á óvart hvað hann var nærri okkur í tíma en maður hugsaði oft. Manni finnst eins og í „Eldfærunum“, þar sem her- maður er að þramma úti í skógi, að sagan gerist á miðöldum. Eitt ævintýrið heitir „Sæslangan“, og sú slanga er í dag símastrengur- inn sem liggur í sjónum milli landa. Skáldið dó á síðasta hluta 19. aldar og þá voru auðvitað komnar lestasamgöngur, sími og einhvers staðar rafmagn.“ Skáldsöguefni fyrir fullorðna - Hvað er í farvatninu hjá þér annað? „Það er ýmislegt á hugmynda- stigi en spurningin er svo á end- anum hvað sett er í forgang. Ég er með skáldsöguefni fyrir full- orðna sem ég er að fara að sinna meira og meira og einnig er ég með barnayrkingar og smásögur. Ég er með margt undir í einu, það er bæði þægilegt og óhjá- kvæmilegt. Maður er með hug- myndir að svo mörgu og það leiðir óhjákvæmilega til þess að það er margt í gangi. Síðan er það skyndilega eitt efni sem fær alla áhersluna um sinn.“ - Eru einhverjar bækur sem koma út fyrir jólin áhugaverðari en aðrar að þínu mati? „Ég hef ekki lesið mjög margt, en mér sýnist að í skáldsagnar- gerðinni sé mikil gerjun og mikil breidd og ég get nefnt tvær bæk- ur sem ég hef lesið og mér finnst frábærar en gríðarlega ólíkar. Þetta er annnars vegar „Rok- land“ eftir Hallgrím Helgason og hins vegar „Hinir sterku“ eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Þetta eru hvoru tveggja bækur sem mér finnst mjög vel unnar og þær grípa mann heljartökum strax frá upphafi. Þær fjalla báð- ar um hina stóru eilífðar- og til- vistarspurningar en snerta líka þjóðfélagsástandið eins og það er hér og nú. Ég held að það hljóti einnig að vera vondar bæk- ur á markaðnum, það hefur alltaf verið, og á að vera! Það sem er einhvers virði lifir, annað ekki.“ Þjóðin á glæpasagna- fylleríi! - Uppgangur glæpasagna er mikill. Kemur það þér á óvart? „Það er sjálfsagt að glæpasög- ur séu skrifaðar. Það er fagnaðar- efni að það er aðallega verið að skrifa góðar glæpasögur en ég átta mig ekki alveg á þessari fagnaðarstunu sem nú um þessar mundir fer um gjörvallan bók- menntaheiminn út af þessu. Þetta er virðingarverð grein bók- mennta, þröng sérgrein, og á að vera það, en nú stendur yfir hrikalegt fyllerí á þessu! En það kemur að því að því fylleríi linnir. En það er svo margt á Íslandi sem verður svo öfgakennt. Kannski að ferða- mannageirinn þurfi að grípa inn í atburðarásina ef það fer að spyrjast út um heiminn að hjá þessari 300 þúsund manna þjóð sé allt þjóðfélagið undirlagt af glæpamönnum, raðmorðingjum og níðingum alls konar. Þetta gæti fælt frá, hingað sé stóhættu- legt að koma!,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur. ■

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.