Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 1
11. tbl. 10. árg. NÓVEMBER 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Bónus á uppfyllingu í Ánanausti? Verslun Bónus á Seltjarna- nesi lokar 1. febrúar nk. en þá rennur samningur um leigu á húsnæðinu út. Jóhannes Jóns- son, forstjóri Bónus, segir að opn- uð verði verslun úti á Granda- garði þar sem Húsasmiðjan var til húsa, en þeirri verslun hefur verið lokað. “Það er algjör bráðabirgðalausn meðan við erum að finna aðra betri lausn fyrir Vesturbæinga og Seltirninga. Við höfum þjónað á Nesinu í hartnær 14 ár en nú úthýsir bæjarstjórnin þar okkur, hennar framkoma við okkur er fyrir neðan allar hellur. Íbúar þar sem og í Vesturbænum hafa sótt í okkar þjónustu í þessari verslun og því er það metnaðarmál okkar að koma til móts við þá. Við erum að skoða tvo til þrjá möguleika í vesturhluta Reykjavíkur, en helst horfum við þess að fá lóð á þeirri uppfyllingu sem vonandi verður í Ánanaustum í framtíðinni. En vegna mótmæla nágranna við áformum um uppfyllingu þarna er það auðvitað bara vonarpeningur í dag. Við þurfum stórt bílastæði við verslunina og möguleikarnir eru vissulega þar,” segir Jóhannes Jónsson. Næsta Bónusverslun með góð bílastæði er í Holtagörðum en verslun er einnig á Laugavegin- um, en eðli málsins samkvæmt með takmörkuðum bílastæðum. Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Þrír nemendur Austurbæjarskóla hlutu viðurkenningu, þau Breki Þórðarson fyrir góða þekkingu á íslensku máli, Emilía Ósk Þórðardóttir fyrir frjóa tjáningu í bundnu og óbundnu máli og Skurta Krutaj fyrir framúrskarandi árangur í íslensku sem öðru tungumáli. Sjá nánar grein um Austurbæjarskóla og viðtal við Guðmund R. Sighvatsson skólastjóra á bls. 4. Skólavörðustíg 11 Sími: 550 1200 Stjórnkerfisnefnd Reykja- víkurborgar hefur lagt til við borgarráð að starfsemi hverfa- ráða verði efld. Í því skyni verði fjölgað í ráðunum úr þremur í sjö. Hlutverk ráðanna við úthlut- un hverfistengdra styrkja verði undirstrikað og útfært frekar. Umsagnarhlutverk hverfaráða í skipulags- og samgöngumálum verði skilgreint. Jafnframt geti ráð- in haft frumkvæði að tillögugerð sem lýtur að opnum svæðum, útivistarmöguleikum og umhirðu í hverfunum og verið umhverfis- ráði og eignarsjóði til samráðs um forgangsröðun slíkra fjárveit- inga. Auk þess verði ráðin vel- ferðarráði til ráðgjafar varðandi starfsemi þjónustumiðstöðva í viðkomandi hverfi. Borgarstjóra verði falið að gera tillögu um nánari útfærslu og fjárveitingar vegna breytinganna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísaði á fundi borgarráðs til tillögu sem ekki kom til atkvæða á fundi stjórn- kerfisnefndar en þar segir m.a. að á það sé fallist að skoða þurfi stöðu hverfaráða í borgarkerfinu. Verkefni ráðanna eru vandræði- lega lítil og ábyrgð þeirra engin. Samtíningur nýrra verkefna sem sett eru fram í tillögunni sé ekki sannfærandi. Starfsemi hverfisráða efld ÚTSALA Hagamel 39 23. - 24. og 25 .nóvember á folaldakjöti St af ræ n a p re n ts m i j an / 11 15 4 - MEDAN BIRGDIR ENDAST -

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.