Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 2
Keilugrandi, opnunar- tími og þyrluflug Á fundi Hverfisráðs Vesturbæj- ar í októbermánuði sl. var m.a. fjallað um fyrirhugað skipulag að Keilugranda 1 og athugasemdir íbúa kynntar. Hverfisráð Vestur- bæjar hvetur skipulagsráð til þess að taka mið af athugasemdum íbúa hvað varðar byggingamagn, umferð, bílastæði og öryggi skóla- barna. Ennfremur er óskað eftir kynningu frá fulltrúa skipulagsráðs og starfsmanns skipulagssviðs á fyrirhuguðum skipulagsfram- kvæmdum í vesturbænum. Álit borgarlögmanns vegna erind- is frá Hverfisráði Vesturbæjar um ónæði vegna næturopnunar 10-11 verslunar við Hjarðarhaga 45-47 var lagt fram. Niðurstaða hans er að hvergi er “að finna heimild fyr- ir sveitarfélög að takmarka opn- unartíma verslana ... Er því ekki hægt að hagga við opnunartíma 10-11 verslunarinnar við Hjarðar- haga.” Hverfisráðið harmar þessa niðurstöðu og hvetur til þess að borgarráð beiti sér fyrir pólitískri stefnumörkun hvað varðar opn- unartíma þjónustuaðila í íbúða- hverfum. Vísar hverfisráð til 26. greinar lögreglusamþykktar fyrir Reykjavíkurborg þar sem stendur: “Borgarstjórn getur þá takmark- að opnunar- eða þjónustutíma hjá einstökum aðilum ef starfsemin veldur nágrönnum eða vegfarend- um ónæði”. Gögn um stöðu mála er varða þyrluflug í nágrenni Skerjafjarðar voru lögð fram en málið var síðast tekið fyrir á fundi umhverfisráðs þann 25. september sl. Ár er lið- ið síðan málið var sent frá íbúum og beðið úrbóta, en enn er greini- lega ekkert að gerast. Það er ekki góð þjónusta við íbúa Skerjafjarð- ar. Fund hverfisráðs sátu Sæunn Stefánsdóttir, formaður, Sif Sigfús- dóttir, Felix Bergsson og Heimir Janusarson. Átta milljónir til kynn- ingarmála vegna jóla Borgarstjóri, Dagur B. Eggerts- son, hefur lagt til að félagið Mið- borg Reykjavíkur fái 8 milljón króna styrk til að mæta kostnaði vegna kynningarmála í aðdrag- anda jóla. Styrkurinn greiðist af liðnum ófyrirséð. Borgarráð hefur samþykkt erindið. Umræðuvettvangur leikskóla- og menntaráðs Leikskólaráð hefur samþykkt að setja á laggirnar umræðuvettvang leikskóla- og menntaráðs, ,,Brú”. Markmið Brúar er að standa fyrir opnum fundum þar sem gefst tæki- færi fyrir alla þá aðila sem tengjast skólastigunum tveimur að setja fram hugmyndir, kynna verkefni sín og ræða samstarf skólastig- anna. Hlutverk Brúar er eingöngu að vekja umræðu og vettvangur- inn mun á engan hátt ganga inn á verksvið leikskóla- og mennta- ráðs. Ábyrgðarmenn Brúar eru sviðsstjórar beggja sviða í nánu samstarfi við bæði ráð. Í nýnum meirihluta borgarstjórnar er Sig- rún Elsa Smáradóttir formaður leik- skólaráðs en Oddný Sturludóttir formaður menntaráðs. Háhraðanet fyrst í miðborginni Borgarráð hefur samþykkt að tillögu borgarstjóra að fela þjón- ustuskrifstofu Reykjavíkurborg- ar að kanna möguleika á þráð- lausu háhraðaneti í Reykjavík. Horft verði í byrjun til miðborg- ar, háskólasvæðis í og kringum Vatnsmýri, ásamt viðskiptahverf- inu í kringum Borgartún. Kannað- ir verði möguleikar borgarinnar til hagræðingar og bættrar þjón- ustu með þráðlausu háhraðaneti. Greindar verði tæknilegar útfærsl- ur og samþætting við ljósleiðara- net OR eða aðra aðila á þessu sviði til að greiða fyrir gagnaflutningum í borginni. Greindur verði stofn- og rekstrarkostnaður, möguleg fjár- mögnun og viðskiptalíkan. Kannað- ur verði áhugi háskóla, ríkis, banka og fjarskiptafyrirtækja á samstarfi í slíku verkefni. Niðurstöðum athug- unar verði skilað til borgarráðs fyrir 15. desember nk. Reykjavíkurborg eftirsóknarverðari vinnustaður Leikskólaráð hefur fagnað sam- þykkt borgarráðs um aðgerðir í starfsmannamálum Reykjavíkur- borgar sem eiga að gera Reykja- víkurborg að eftirsóknarverðari vinnustað. Samþykktin gagnast starfsmönnum leikskóla mjög vel. Leikskólaráð segir ánægjulegt er að allir starfsmenn leikskóla sem rétt hafa á yfirvinnu vegna matar- tíma fengu þær greiðslur 1. nóv- ember sl. Því er þorri starfsfólks í leikskólum þegar farinn að njóta góðs af þessum aðgerðum. Óskað breytinga að Laugavegi 46 Að lokinni grenndarkynningu var lögð fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 46 við Laugaveg. Um er að ræða m.a. stækkun á verslunarrými á 1. hæð og á íbúðarrými á 2. og 3. hæð. Grenndarkynning stóð yfir frá 28. sept. til 26. okt. 2007. Athugasemd barst frá húsfélaginu Laugavegi 44 og Önnu Þórisdóttur Laugavegi 44. Samþykkt með vísa umsókn- inni til umsagnar skipulagsstjóra og vísað til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Breytingar á Hressó Sótt hefur verið um leyfi fyr- ir breytingum á innra skipulagi Hressingarskálans að Austur- stræti 20 þannig að áður Ömmu- kaffi og veitingastaðurinn Hress- ingaskálinn verða sameinuð í eina einingu með því að opna á milli eininga og breyta áður eld- húsi Ömmukaffis í bar á lóðinni nr. 20 við Austurstræti. Skipulags- ráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði. Málinu var vísað til afgreiðslu byggingarfull- trúa. Dressmann stækkar Sótt hefur verið um leyfi til skipulagsráðs til að stækka 1. hæð að Laugavegi 18b, verslunin Dressmann, með því að færa fram inndregna verslunaglugga og loka undirgangi, innrétta íbúð í ein- ingu 0202, breyta gluggum norður hliðar 2. hæðar, breyta gistirými í íbúð, breyta skrifstofu á 4. hæð í gistirými ásamt lagfæringum á áður gerðri stækkun íbúðar á 4. hæð í fjöleignarhússinu á lóð nr. 18B við Laugaveg. Beiðnin var samþykkt en áskilin er lokaúttekt byggingarfulltrúa. Vesturgata 17 verður gistiheimili Sótt hefur verið um leyfi til að innrétta 17 herbergja gistiheimili á 1., 2. og 3. hæð í stað verslun- ar og skrifstofurýma og rífa 15 ferm. skúrbyggingu á lóðinni nr. 17 við Vesturgötu. Grenndarkynn- ing stóð frá 7. júní til og með 5. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá 9 íbúum að Vesturgötu 17A og 10 íbúum við Ránargötu 2 og 4. Erindinu var vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta hjá skipu- lagsstjóra. Afgreiðslu hjá skipu- lagsráði var frestað um sinn. Enn fjallað um Nýlendureit Lögð hefur verið fram í skipu- lagsráði tillaga endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Nýlendu- reits með nýrri afmörkun. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnun- ar þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar á sam- þykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Breytt afmörkun samkvæmt tillögu samþykkt með vísan til athugasemda Skipulags- stofnunar. Málinu var vísað til borgarráðs. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 11. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R F ífilbrekka, gróin grund,grösug hlíð með berjalautum,flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund! Yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum! Er hægt að yrkja fallegra til föðurlandsins? Þessi fyrsta vísa í Dalvísum Jónasar Hallgrímssonar segir manni að skáldið, náttúrufræðingurinn og stjórnmálamaðurinn hafi ætíð hugsað sterkt til föðurlandsins, og þá kannski helst heim að Hrauni í Öxnadal, þótt hann dveldi langdvöldum erlendis og andaðist þar langt um aldur fram. Jónas Hallgrímsson er eitt mesta skáld sem Ísland hefur átt, en stundum vilja gleymast aðrir kostir hans, eins og t.d. stjórnmálamannsins, en það hefur farið lægra. Ekkert íslenskt skáld á það betur skilið en þjóðskáldið Jónas Hall- grímsson að Dagur íslenskrar tungu sé tileinkaður honum, skáldinu sem hafði svo frábær tök á málinu og orti oft svo frábærlega. Það var líka mjög við hæfi að veita dr. Sigurbirni Einarssyni bisk- up verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Yfirburða þekking hans og vald á íslensku máli gerðu predikanir hans svo eftirtektarverðar, jafnvel svo að margir þeir sem stóðu utan Þjóðkirkjunnar hrifust með vegna orðsnillinnar. Líkt og Jónas Hallgrímsson hefur hann lagt merkt framtak til þess að tryggja framtíð íslenskrar tungu. Þjóð sem týnir tungumáli sínu, týnir einkennum sínum og að lokum sjálf- stæði sínu. Þökk sé dr. Sigurbirni að það er fjarri því að vera í nánd. Hvert fer Gröndalshús? S vokallað Gröndalshús við Vesturgötu bíður þess að vera flutt burtu af núverandi stað að baki Vesturgötu 16 þar sem það er fyr-ir skipulagi, en hvert? Meiri vilji hefur verið til þess að flytja húsið á lóð við miðbæinn en upp á Árbæjarsafn þótt eflaust færi ágætlega um það þar. Fyrst átti að koma því fyrir við Mjóstræti, en það hentaði ekki Þráni Bertelssyni baksíðupistlahöfundi, og borgaryfirvöld samsinntu því. Síðan stóð til að setja Gröndalshús niður á lóð á horni Tungötu og Garðastrætis sem í dag geymir grjótóskapnað sem á að minna okkur á stuðning við sjálfstæði Letta. Nágranni mótmælti, og ekkert varð af því. Við Grjótagötuna er róluvöllur sem fáir koma á en hefði kannski hentað sem staðsetning. Húsið hefði skyggt á útsýni frá húsi Sverris Guðjónssonar söngvara og eftir undirskriftarsöfnun sem skilað var til fyrrverandi borgarstjóra virðist sú hugmynd einnig hafa lent í ruslaföt- unni. Þessi saga er sýnishorn af afstöðu margra borgarbúa til þess þeg- ar þétta á byggð í grónum hverfum. Flestir eru því sammála, bara ekki í þeirra baklóð. Á meðan grotnar Gröndalshús niður, eða hvað? Meirihlutinn í Vesturbænum N ýlega urðu breytingar á stjórn borgarinnar þegar Fram-sóknarflokkurinn skipti um samstarfsflokk, setti Sjálfstæð-isflokkinn af skútunni og tók Samfylkingu, Vinstri græna og varafulltúa Frjálslyndra um borð. Til fróðleiks má geta þess að meirihluti borgarfulltrúa býr í Vesturbænum eða Miðbænum, eða 8 af 15 borgarfulltrúum. Sex þeirra búa í Vesturbænum en tveir í Þing- holtunum, þ.á.m. nýr borgarstjóri sem býr við Óðinsgötu en formað- ur menntaráðs við Sjafnargötu. Í fjölmennasta hverfinu, Grafarvogi, býr enginn borgarfulltrúi og heldur enginn í því nýjasta, Grafarholti. Hvort búseta hafi áhrif á ákvarðanatöku er hins vegar dregið í efa, borgarfulltrúar eru fulltrúar allra borgarbúa, ekki bara sumra. Geir A. Guðsteinsson Íslensk tunga á hauk í horni Vesturbæingar Kannski KR fái æfingaaðstöðu á uppfyllingunni við Ánanaust? NÓVEMBER 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.