Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 “Soli Deo Gloria - Guði ein- um dýrð” voru einkunnarorð Tónlistardaga Dómkirkjunnar sem haldnir voru 17. október til 11. nóvember sl. Eins og jafn- an áður voru haldnir tónleikar þar sem frumflutt var tónverk sem Dómkórinn hefur pantað. Að þessu sinni var það tónverk- ið “Missa brevis” eftir Þóru Mart- einsdóttur, dóttur Marteins H. Friðrikssonar dómorganista og Þórunnar Björnsdóttur, stjórn- anda Skólakórs Kársness. Verkið er samið í hefðbundnu messu- formi en þó vantar í það trúar- játninguna. Þóra stundaði nám í píanóleik í Tónlistaskólanum í Kópavogi og Reykjavík og söng í mörg ár í Skólakór Kársness undir stjórn móður sinnar og síðar í Hamra- hlíðarkórnum. Þóra lauk námi í tónfræðideild Tónlistaskólans í Reykjavík og meistaranámi frá Tónlistarskólanum í Gautaborg. Þóra er nú að kenna tónmennt við Vatnsendaskóla í Kópavogi og tónfræði við Suzuki-skólann í Reykjavík. - Hvenær kviknaði hugmyndin að “Missa brevis? “Kveikjan að verkinu var að hann pabbi minn kom og bað mig um að semja fyrir Tónlistardaga 2007. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti með hentugan texta þá fannst mér sniðugast að semja messu. Það tók nú ekki langan tíma að velja þann texta enda mjög fallegur texti þar á ferð. Síð- an tóku við allmargar tilraunir við að koma þessu saman og var ég meira og minna búin í maímánuði síðastliðnum.” - Hvernig stund var það að sitja í Dómkirkjunni og hlusta á Dóm- kórinn undir stjórn föður þíns flytja tónverkið? “Það var dásamleg stund að sitja í Dómkirkjunni og hlusta á þennan góða kór frumflytja eftir mig með svona miklum glæsibrag. Ég er alin upp í kringum þennan kór og marga kórmeðlimi hef ég þekkt eins lengi og ég man eftir mér. Þótti einnig mjög vænt um að pabbi minn væri að stjórna og hún ástkær móðir mín að syngja. Næsta verk á dagskrá hjá mér er sönglag fyrir kvennakóramót á Höfn í Hornafirði í vor og svo sjá- um við bara til hvað tíminn leiðir í ljós,” segir Þóra Marteinsdóttir. Samdi tónverk sem faðirinn stjórnaði en móðirin söng í Þóra Marteinsdóttir með foreldrum sínum, Marteini H. Friðrikssyni og Þórunni Björnsdóttur á kirkjuloftinu skömmu fyrir tónleikana. Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Kæru viðskiptavinir Sumt breytist, annað ekki. Í kjölfar eigendaskipta og sameiningar Hraða við aðrar hreinsanir tökum við upp nýtt nafn: Þvottahúsið Faghreinsun. Það sem ekki breytist eru gæðin, verklagið og meðhöndlunin á fatnaðinum þínum. Við tókum við góðu búi, mjög hæfu starfsfólki og traustum og góðum viðskiptavinahópi. Við erum mjög þakklátir fyrir allt þetta og leggjum metnað okkar í að halda áfram og gera enn betur. E H F. Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Ægisíðu 115 sími 552 4900 Vesturgata 33a geymir merka sögu Vesturgata 33a í Reykjavík lætur ekki mikið yfir sér í götu- myndinni, grænmálaða húsið, en er þeim mun ríkara af sögu, sérstaklega ef litið er til kreppu- áranna og áhrifa þeirra á mótun Samvinnuhreyfingarinnar sem síðar átti eftir að verða stórveldi í íslensku atvinnulífi um árabil. Þegar kreppan mikla risti hvað dýpst hérlendis á fjórða áratug síðustu aldar bundust fátækir verkamenn víðs vegar um Reykja- vík samtökum um að stofna pönt- unarfélög með það að markmiði að gera tilraun til að lækka matar- kostnaðinnn. Þessi félög urðu sjö talsins þegar þau voru flest, en árið 1934 sameinuðust þau í Pönt- unarfélagi verkamanna. Í austari helmingi húsins var verslun en í vestari helmingnum vörulager. Teikningar eru enn til af húsinu sem veita skemmtilega innsýn í verslunarsögu höfuðborgarinn- ar, en teikningarnar eru enn til á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen, en talið er að þetta sé eina aðkoma Sigurðar Thoroddsen að verslunarinnréttingum. Þetta kem- ur m.a. fram í Gangverki, frétta- bréfi VST. Rekstur Pöntunarfélagsins var erfiður og árið 1937 sameinaðst það rekstri Kaupfélags Reykjavík- ur ásamt nokkrum öðrum verslun- arfélögum á suðvesturhorni lands- ins í eitt félag, Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis (KRON). Það varð fljótt eitt öflugasta verslun- arfélag landsins og ein aðalstoð Sambands íslenskra samvinnu- félaga (SÍS). KRON-verslanirnar voru 12 talsins þegar best lét og voru í harðri samkeppni við ann- an verslunarrekstur í Reykjavík, m.a. Silla og & Valda, Sláturfélag Suðurlands og kaupmanninn á horninu, sem þá lifði góðu lífi. Ein þessara KRON-verslana var í Skerjafirði, þar sem til skamms tíma hefur verið verslunin Skerja- nes, en hefur því miður hætt rekstri. Hafist var handa við bygg- ingu þess húss árið 1939 og því hefur verslunarrekstur byrjað þar í stríðsbyrjun. Fyrir ofan verslun- arhúsnæðið er staðsett íbúðar- húsnæði sem á þessum tíma var ætlað fyrir kaupfélagsstjórana og fjölskyldur þeirra. Til gamans má geta þess að fljótlega eftir að KRON hóf starf- semi voru þar seldar fyrir ein jól- in ódýrar rússneskar harmonikur. Þær þóttu ekki hljóma vel og voru jafnan kallaðar Kron-ikur! Vesturgata 33a. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Dómkirkjunni, og Þóra Mart- einsdóttir, eiga það sameiginlegt að vera dætur organista Dómkirkj- unnar. Báðar komu þær kornungar í Dómkirkjuna og fylgdust með feðrum sínum æfa sig á orgelið, þeim Páli Ísólfssyni og Marteini H. Friðrikssyni.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.