Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Side 7

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Side 7
Vesturbæingurinn Ágúst Borg- þór Sverrisson býr á Tómasar- haganum. Hann starfar sem prófarkalesari og textasmiður á Íslensku auglýsingastofunni en skrifar í frístundum og gengur þetta fyrirkomulag vel. Skáld- skapurinn krefst hins vegar þol- inmæði og tekur það hann um tvö til þrjú ár að skrifa stutt smá- sagnasafn eða stutta skáldsögu í hjáverkum. Út er komin hans fyrsta skáld- saga, “Hliðarspor”, sem er áleit- in og angurvær Reykjavíkursaga um gráa fiðringinn, vændi og draumana sem rætast ekki. Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræð- ingur segir að sagan hafi veitt henni nýja sýn á hjónabandið og sálarlíf miðaldra karlmanna. Ágúst Borgþór segir að hann hafi fengist við smásagnagerð í áratugi og lengi vel hafði hann ekki áhuga á öðrum formum. Framan af ferlinum bar mest á æskusögum sem lýstu hlutskipti barna í vanvirkum fjölskyldum. Er leið á smásagnaferilinn tóku sögurnar að lengjast og fleiri þeir- ra fjölluðu um hjónabandið og það sem kallað er miðaldrakrísur. “Í skáldsögunni Hliðarspor er tekist á við tengsl losta og ástar og muninn á því tvennu. Tvíhyggja af slíku tagi hefur lengi verið mér hugstæð, tengsl og aðgreining á því andlega og lík- amlega. Grái fiðringurinn, hjóna- bandið, tryggð og ótryggð, eru líka viðfangsefni sem lengi hafa leitað á mig og þeim eru gerð skil í sögunni. Form sögunnar vafðist nokkuð lengi fyrir mér en þegar mér hug- kvæmdist að skrifa hana í þrem- ur fremur sjálfstæðum hlutum, þar sem hver af aðalpersónunum þremur fær sinn kafla, fór þetta að ganga betur. Í sagnagerð minni legg ég meg- ináherslu á tvennt, raunsæisleg- an stíl og sterka sögubyggingu. Ég býst við því að Hliðarspor beri þessu tvennu sterk merki: stíllinn er einfaldur en hlaðinn kunnug- legum smáatriðum úr hversdags- lífinu og sagan er nákæmlega fléttuð þar sem allir lausir hnútar bindast saman í lokahlutanum,” segir rithöfundurinn, Ágúst Borg- þór Sverrisson. 7VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2007 Hliðarspor er angurvær Reykjavíkursaga Ágúst Borgþór Sverrisson, með bók sína, “Hliðarspor.” Biblían í nýrri þýðingu Biblían er nú komin út í nýrri íslenskri þýðingu sem unnið hefur verið að í rúman hálfan annan áratug. Fyrsta eintakið var afhent forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Það er JPV-útgáfa sem gefur bókina út. Þetta er fyrsta heildar- þýðing Biblíunnar síðan 1912, en sú sjötta frá upphafi. Nú fylgja svo- kallaðar Apókrýfu bækur Gamla testamenntisins en þær hafa ekki birst í íslenskum biblíuútgáfum síðan 1859. Nýja biblíuþýðingin miðast við breiðan lesendahóp og notkun í helgihaldi kirkjunnar og safnaða. Biblían er prentuð í tveimur litum, átta blaðsíður með litprent- uðum kortum, tímatali og orðskýr- ingum. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, afhendir Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrsta eintak hinnar nýju Biblíu. Biskup telur þessa bók hina fallegustu prentun allt frá útgáfu Guðbrandsbiblíu.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.