Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 8
Dvalar - og hjúkrunarheim- ilið Grund fagnaði nýlega 85 ára afmæli og um leið var þess minnst að 100 ár voru liðin frá fæðingu Gísla Sigurbjörnssonar sem var forstjóri Grundar frá árinu 1934. Fjölbreytt dagskrá var 27.októ- ber sl. M.a. var sýning á gömlum og nýjum myndum úr starfi Grund- ar; afmæliskaffi í borðstofu; söng- ur Gerðubergskórsins og einnig söng Elín Ósk Óskarsdóttir fyrir gesti við undirleik Kjartans Ólafs- sonar, og á efstu hæðinni var sýn- ing á handavinnu heimilismanna. Ljóst er að margur hefur orðið vís- ari um fjölbreytta starfsemi Grund- ar þennan dag, en fjöldi manns heimsótti Grund af þessu tilefni. 8 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Á Grund eiga margir ánægjulegt ævikvöld Handavinna er snar þáttur í starfseminni. Starfseminni á vinnustofunni stjórnar Stefanía Snævarsdóttir handavinnukennari. Opið er alla daga frá kl. 09.00 til 16.30, en þarna kemur fólk á sínum forsendum. Þessar konur eru frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði. F.v.: Kristín Soffía Jónsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir, en Ragnheiður býr ein þeirra systra á Grund. Þær Kristin og Anna voru í heimsókn hjá systur sinni í tilefni dagsins. Tónlistarhátíð Neskirkju “Tón- að inn í aðventu” hófst sl. sunnu- dag og verða alls sex tónleikar, og mjög fjölbreyttir. Hátíðin hófst sl. sunnudag. Föstudagskvöldið 23. nóvem- ber, þ.e. á morgun, koma fram tveir aðrir félagar er hafa starfað lengi saman en það eru Jón Þor- steinsson tenór og Hörður Áskels- son orgelleikari. Þeir munu fly- tja tíu sálma af hljómdiskinum “Ó, Jesú, að mér snú” sem nýverið kom út og hefur hlotið mikið lof, en einnig flytja þeir fimm “Geist- liche Lieder” eftir J. S. Bach. Sunnudaginn 25. nóvember mun tríó skipað Pamelu De Sensi flautuleikara, Martin Frewer fiðlu- leikara og Sophie Schoonjans hörpuleikara flytja ástríðufulla tónlist ættaða frá Frakklandi og Spáni. Þess má geta að þau eru frá sínu landinu hver, Ítalíu, Belgíu og Englandi en öll búsett á Íslandi og verður spennandi að sjá hvern- ig þessi áhrif blandast saman. Föstudagskvöldið 30. nóvem- ber verður barrokk-hópurinn Rinascente með tónleika undir yfirskriftinni “Vín og ljúfir tónar” í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður flutt tónlist eftir Bach, Muf- fat og svo tvær einsöngs kantötur eftir G. F. Handel. Einnig verður “Vín og matur” með vínkynningu á ítölskum vínum í hléi en kantöt- ur Handel samdi hann á Ítalíuár- um sínum en ekki á Englandi og mun þetta skapa rétta stemningu. Sunnudaginn 2. desember held- ur Steingrímur Þórhallsson org- anisti við Neskirkju sína árlegu orgeltónleika undir yfirskriftinni “Org” en þar mun hið mikla hljóð- færi kirkjunnar fá að njóta sín með tónlist Bach, Allain og Jóns Þórarinssonar. Lokatónleikar hátíðarinnar verða svo fimmtudagskvöldið 6. desember klukkan 20:00 en þar mun Kór Neskirkju ásamt fjórum einsöngvurum og hljómsveit flytja í fyrsta sinn á Íslandi óratoríuna “L’allegro, penseroso e moderato” eftir meistara G. F. Handel sem hann samndi einu ári áður en meistaraverkið “Messías”. Leikið verður á barrokkhljóðfæri og er þetta líklega stærsta hljómsveit af því taginu sem sett hefur verið saman hér af hljóðfæraleikurum starfandi á Íslandi og er gaman að sjá að smám saman er að skapast reynsla hjá innlendum hljóðfæra- leikurum í að spila á upprunarleg hljóðfæri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an, Marta Halldórsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Hrólf- ur Sæmundsson baritón. Konsert- mestari er Martin Frewer en stjórnandi Steingrímur Þórhalls- son. Fullyrða má að þáttaka í Tónlist- arhátíðinni færir fólk nær hátíð jólanna, fyrir utan hvað það gerir öllum gott að njóta góðrar tónlist- ar eina kvöldstund. Tónað inn í aðventu í Neskirkju Kirkjukór Neskirkju að æfa fyrir lokatónleika Tónlistarhátíðar Nes- kirkju sem verða 6. desember nk. Þar mun kórinn ásamt fjórum einsöngvurum og hljómsveit flytja í fyrsta sinn á Íslandi óratoríuna “L’allegro, penseroso e moderato” eftir meistara G. F. Handel sem hann samndi einu ári áður en meistaraverkið “Messías.” Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.